Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 44
 19. OKTÓBER 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið miðborgin Rokkararnir eiga sitt athvarf í Kolaportinu. Þessir gylltu lokkar passa vel við svart og sítt. Kolaportið er hvort tveggja í senn, fullt af lífi og litum og fast í sömu skorðum. Þar er nefnilega alltaf eitthvað nýtt að sjá og jafn- framt gengur fólk að vissum hlutum vísum. Þar er ys og þys um helgar og þar fá augun aldrei hvíld. Endalaust er hægt að gramsa í Kolaport- inu og oft má gera kjarakaup. Fullir höldu- pokar af fatnaði fást fyrir 500-kall og for- vitnilegar bækur á slikk. Raftæki og bús- áhöld sem tilheyra fortíðinni í huga okkar birtast eins og gamlir kunningjar og eiga enn fullkominn tilverurétt þegar að er gáð. Antikin alltaf á sínum stað. Skódeildin og lakkrísinn líka. Matarhornið í Kolaportinu dregur til sín fjölda fólks enda er matur mannsins megin. Soðbrauðið að norðan og Selfosssnúðarnir eru ómissandi í innkaupapokann og ef flat- kökurnar eru uppseldar er illt í efni. Hvergi er harðfiskurinn betri og hákarlinn hans Hildibrands í Bjarnarhöfn auðvitað orðin alger klassík. Margir koma við í veitinga- horninu enda marensterturnar ómótstæði- legar og ísinn freistar barnanna. Kolaportið endurspeglar hin mörgu andlit þjóðarinnar og því má líkja því við mannfræðirannsókn að stíga fæti þangað inn. - gun Líflegur heimur Skartið fangaði augu ljósmyndarans og linsunnar. Sjávarfangið stendur alltaf fyrir sínu, svo sem harðfiskur og graflax. Það veit þessi íbyggni kaup- maður. Bókatitlarnir skipta þúsundum. Hann heldur dyggan vörð um Kolaportið þessi dáti úr Army-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þótt mann vanti ekkert þá er alltaf gaman að skoða. Fróðleiksþyrstir finna margt forvitnilegt að lesa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.