Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 52
BLS. 10 | sirkus | 19. OKTÓBER 2007 ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR „Frábær leikkona sem er ótrúlega fyndin, getur samt líka leikið alvarleg hlutverk og tæklar þau vel.“ „Virðist ekkert hafa fyrir því að leika, eins og hún sé ekki að leika, rennur saman í eitt við sína karaktera.“ „Hún er bara snillingur og er túlkun hennar í einleiknum Ausa með þeim bestu sem sést hafa á íslensku leiksviði í háa leikhústíð.“ „Einfaldlega fyndnust.“ „Hún, Helga Braga og Gulla halda klárlega uppi stelpunum á Stöð 2. Mjög fyndin og skemmtileg leikkona.“ „Fjölhæf leikkona.“ „Skemmtileg grínleikkona, heldur Stelpunum uppi.“ „Náttúrutalent. Það er frekar erfitt að sannfæra mig en hún nær mér alltaf og ég stend sjálfa mig að því að skellihlæja hvað eftir annað þegar ég horfi á hana leika.“ „Einstök leikkona sem hefur sýnt frábæra burði, bæði á kómíska og dramatíska sviðinu. Óborganlega fyndin í Stelpunum og slær aldrei feilnótu á leiksviðinu, var frábær í Ófögru veröld og dásamleg í Ausu.“ „Ótrúlega fyndin og getur gert sig þvílíkt ljóta og asnalega.“ SIRKUS LEITAÐI TIL RÚMLEGA TUTTUGU MÁLSMETANDI ÁLITSGJAFA Í LEITINNI AÐ BESTU LEIKKONU LANDSINS. MARGAR VORU NEFNDAR EN ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR ÞYKIR SKARA FRAM ÚR. Á MEÐAL ÞEIRRA BESTU ERU HELGA BRAGA, HALLDÓRA GEIRHARÐS OG KRISTBJÖRG KJELD. ILMUR BESTA LEIKKONA LANDSINS HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR „Óborganleg gamanleikona.“ „Æðislegur karakter og mjög skemmti- leg leikkona. Alltaf gaman að horfa á Helgu Braga koma fram.“ „Æðisleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Alltaf drepfyndin.“ „Kemur mér oft til að hlæja, eftirminnileg í ostaauglýsingunum.“ „Frábær grínleikkona, gerði Gyðu Sól ódauðlega.“ HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR „Frábær gamanleikkona með fyndið andlit. Hefur gamanleikinn algjörlega á sínu valdi og virðist geta spunnið út í hið óendanlega – trúðurinn Barbara er mitt uppáhald.“ „Alltaf dásamleg – Ormstunga er eftirminnileg og frábært að fylgjast með litlu börnunum þegar hún leikur trúðinn og ekki síður fyrir mig.“ „Gríðarlega hæfileikarík og kraftmikil leikkona og óborganlega fyndin.“ „Ein uppáhaldsleikkonan mín síðan hún lék fröken Bananaklessu.“ GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR „Ég heillaðist af leik hennar fyrir fjölda ára fyrir fágaðan leik í dramatísku hlutverki á sviði og hefur hún síðan ávallt verið í uppáhaldi hjá mér.“ „Algjört náttúrutalent, djöfulleg orka sem streymir frá henni og hefur mann á valdi sínu.“ „Leikkona sem kemur alltaf á óvart og er ávallt sönn í túlkun sinni.“ KRISTBJÖRG KJELD „Þið hefðuð átt að sjá hana í Andorra.“ „Klassísk, fer lítið fyrir henni en hún stendur alltaf fyrir sínu og rúmlega það.“ „100% nærvera og fókus, sama hvers konar hlutverk hún er að túlka, getur verið mildust og hlýjust allra, en líka hvöss og köld – djúp og leyndardómsfull kona.“ ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR „Þarf ekkert að gera, bara að vera. Leikkona af guðs náð. Óborganleg.“ „Leikkona sem grípur mann alltaf. Hún er með brjálaða útgeislun á sviði og hvernig hún hvílir í kraftinum án áreynslu er galdur.“ „Gríðarlega flott leikkona, sem getur bæði kafað djúpt í dramatíkinni og verið öðrum leikkonum fyndnari – yndislega ófyrirsjáanleg. Endalausir hæfileikar en þarf sterka leikstjórn til að missa sig ekki út í öskur og vitleysu.“ EDDA HEIÐRÚN BACKMAN „Klassaleikkona, hún er fyrirmynd. Útgeislun, fjölhæfni og fegurð hennar mætti vera leiðarljós allra verðandi leikkvenna.“ „Geysilega fjölhæf leikkona með mikla sviðstöfra, innri þrótt og eftirfylgni. Þú trúir alltaf á hana, því hún á innistæðu fyrir öllu sem hún gerir, hversu fáránlegt sem það kann að virðast.“ „Hvernig er hægt að vera svona sæt, fyndin og syngja svona vel um leið? Alveg frábær.“ UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR „Hún er frek og hún er djörf, en samt svo einlæg jafnt á sviði sem utan þess.“ „Það er nóg að hafa séð Killer Joe til að fatta hversu frábær leikkona hún er.“ „Ein sú efnilegasta og fjölhæfasta af yngstu leikkonunum. Hefur einstakan sviðssjarma og er ótrúlega eðlileg og einlæg. Algjör orkubolti á sviði, þegar það á við, og líka flott gamanleikkona.“ ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR „Frábær leikkona sem sannaði að hún getur leikið mörg hlutverk fyrir utan Silvíu Nótt.“ „Algjört náttúrutalent. Besti kvikmyndaleikur ársins er hennar persóna í Mýrinni.“ MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR „Búin að eiga mjög gott ár, var stórkostleg í Killer Joe.“ „Ein vanmetnasta leikkona landsins. Hefur ekki leikið mikið en klikkar ekki. Dró upp æðislega persónu í Killer Joe og var óborganlega fyndin í Fullkomnu brúðkaupi. Af hverju fær hún ekki fleiri tækifæri?“ ÞÆR VORU LÍKA NEFNDAR JÓHANNA VIGDÍS ARNARDÓTTIR „Svolítið eins og móðir jörð þegar henni tekst best upp. Tjáir allt litróf tilfinning- anna þegar hún syngur.“ GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR „Drottning leikhússins hér á landi. Alveg geggjuð, fíla hana í botn. Hefur einstakt og einlægt samband við áhorfendur.“ ÞÓRUNN LÁRUSDÓTTIR „Uppáhalds leikkonan mín. Alveg gríðarlega falleg og alltaf yndi að horfa á hana hvort svo sem það er í sjónvarpsmynd, á sviði eða jafnvel í Icelandair-þotu.“ BJÖRK JAKOBSDÓTTIR „Það þarf sterkar leiklistartaugar til að vera fremsti „standup“ listamaður Íslands. Ótrúlega fyndin og einlæg. Nær vel til fólksins í landinu sem sannaðist með Sellófon, og þvílík orka.“ GUÐLAUG ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR „Það er svo auðvelt að setja sig í spor hennar fyrir það hve hún er eðlileg í hlutverkum sínum.“ SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR „Hún er leynivopn okkar Íslendinga. Hefur verið að gera það gott í þýskalandi. Jafnvíg á bæði kómík og drama. Án efa ein af mínum uppáhalds leikkonum.“ EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR „Getur hreinlega gert allt. Fyndin og með bestu kómísku tímasetningu sem fyrirfinnst á þessu landi. Frammistaða hennar í Hrafninn flýgur segir okkur að hún er einnig geggjaður dramaleikari.“ BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR „Magnaður leikari sem getur farið í ótrúlegustu gervi.“ ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR „Einnig í uppáhaldi. Ótrúlega fyndin og skemmtileg leikkona, rosalega fjölhæf.“ TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR „Hefur tekið að sér ótal hlutverk í gegnum tíðina og einnig sýnt snilldartakta á hvíta tjaldinu. Hún býr yfir miklum sjarma sem leikkona og gefur sig alla í hlutverkin sem hún tekur sér fyrir hendur.“ RAGNHEIÐUR STEINDÓRSDÓTTIR „Getur allt.“ HANNA MARÍA KARLSDÓTTIR „Hreifst af henni fyrst í fyrstu Grettis uppsetning- unni.“ NÍNA DÖGG FILIPPUSDÓTTIR „Mjög sannfærandi leikkona, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu.“ HARPA ARNARDÓTTIR „Mætti sjást miklu meira af henni bæði í dramatík og kómík. Frábær leikkona.“ MARGRÉT HELGA JÓHANNSDÓTTIR „Vildi sjá hana miklu oftar í burðarhlut- verkum. Hún er líka þarna, með útgeislun sem margar mega taka sér til fyrirmynd- ar. Með hjartað á réttum stað.“ ANNA KRISTÍN ARNGRÍMSDÓTTIR „Spannar allan tilfinningaskalann, er glæsileg og geislandi. Afskaplega flink að fara með ljóðrænan texta.“ AÐALBJÖRG ÞÓRA ÁRNADÓTTIR „Spennandi leikkona og bjó til alveg svakalega flotta sýningu, Iceamerica, þar sem hún lék Tyru Banks, ógleymanleg skemmtun.“ SIGRÚN EDDA BJÖRNSDÓTTIR „Ein allra besta leikkona landsins en hefur fengið allt of fá góð tækifæri á undanförnum árum. Frábær karakterleik- kona. Óska eftir fleiri góðum hlutverkum fyrir Sigrúnu Eddu.“ BJÖRK „Geggjuð í Dancer in the Dark enda flott í öllu sem hún gerir.“ ÁLITSGJAFAR Garún kvikmyndagerðarkona, Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt, Anna Kristjánsdóttir bloggari, Linda Blöndal fréttakona, Heiðar Jónsson snyrtir, Elfar Logi Hannesson leikari, Erna Blöndal söngkona, Nonni Quest hárgreiðslumaður, Heiðar Austmann útvarpsmaður, Ívar Örn Sverrisson leikari, Katrín Brynja Hermannsdóttir sjónvarpsþula, Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Guðni Már Henningsson útvarpsmaður, Irma Gunnarsdóttir danshöfundur, Harpa Melsted handboltakona, Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona, Sigrún Sól Ólafsdóttir leikstjóri, Stefán Baldursson leikstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona, Halldóra Malin Pétursdóttir leikskáld, Guðlaug Halldórsdóttir 3 hæðum, og Anna Margrét Ólafsdóttir söngkona. ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR „Hún getur leikið allt.“ „Af því hún er búin að gera svo góða hluti úti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.