Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 56
BLS. 14 | sirkus | 19. OKTÓBER 2007 SPURNINGAKEPPNI Sirkuss Svör: 1. Sigur Rós – Heima. 2. Steve McClaren. 3.Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Gísli Einarsson. 4. Invincible. 5. Catherine Zeta-Jones. 6. Birgitta Haukdal. 7. Svanhildur Hólm. 8.Rick Salomon. 9. Andri Snær Magnason. 10.Eva Ásrún Albertsdóttir. Bóas: 1. Heima. 2. Alex Ferguson. 3. Ragnhildur Steinunn og Gísli hressi í Út og suður. 4. King of Pop. 5. Charlize Theron. Hannes heldur sigurgöngu sinni áfram og sigrar hér með átta stigum gegn sex. Helgi Seljan á þó enn þá metið en Helgi var ósigrandi í átta vikur. Bóas skorar á leikarann Ladda. Fylgist með í næstu viku. 1. Hvað heitir heimildarmyndin um tónleikaferð Sigur Rósar? 2. Hver er landsliðsþjálfari enska fót- boltalandsliðsins? 3. Hverjir eru umsjónarmenn þáttarins Laugardagslögin? 4. Hvað hét síðasta breiðskífa Michaels Jackson sem kom út árið 2001? 5. Hvaða leikkona leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni No Reservations? 6. Hvaða íslenska söngkona gaf nýlega frá sér lagið Án þín? 7. Hver er ritstjóri Íslands í dag? 8. Hver er eiginmaður Pamelu Anderson? 9. Hver skrifaði bókina Love Star sem kom út í Reykjavík árið 2004? 10. Hver stjórnar Allt í drasli ásamt Margréti Sigfúsdóttur? SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. HANNES HEIMIR HEFUR SIGRAÐ FJÓRUM SINNUM OG KEPPIR HÉR VIÐ BÓAS HALLGRÍMSSON SÖNGVARA. 8 RÉTT SVÖR 6 RÉTT SVÖRHannes Heimir: 1. Heima. 2. Steve McClaren. 3. Gísli Einarsson og Ragnhildur Steinunn. 4. History. 5. Catherine Zeta-Jones. 6. Birgitta Haukdal. 7. Steingrímur Ólafsson. 8. Rick Salomon. 9. Andri Snær Magnason. 10. Eva Ásrún Albertsdóttir. 6. Birgitta Haukdal. 7. Svanhildur Hólm. 8. Gaurinn sem hafði mök við Paris Hilton. 9. Andri Snær Magnason. 10. Eva Ásrún. S vava Johansen er að sjálfsögðu númer eitt,“ segir spákonan Sigríð- ur Klingenberg um tískudrottninguna og athafnakonuna. „Hún er hörð í horn að taka og alveg frá því hún fæddist hefur hún haft mikið keppnisskap. Þetta keppnisskap er að hjálpa henni yfir þennan tíma því hún er á allt of miklum hraða og þarf að gíra sig niður um tvo gíra til að ná jafnvægi. Svava þarf að ná tengingu við náttúruna, hvíla sig í sumarbústað þar sem erillinn er enginn, hlusta á dáleiðsludiska og sofa meira. Svava er að fara yfir á alveg nýtt tímabil árið 2009 svo margt mun breyt- ast hjá henni næstu 20 mánuðina. Seinnipart 2009 fer hún í besta tíma lífsins. Þá sér hún í raun og veru hvern- ig hún vill hafa þetta og hvað færir henni raunverulega hamingju. Svava er týpískur ás, hún treystir frekar fáum enda eru konur pínu tilbúnar að stinga hana í bakið. Ég myndi hins vegar ekki ráðleggja neinum að reyna það því Svava er keppnismanneskja og er góð í bardagaíþróttinni sjálf. Ástin mun blómstra en ég get ekki betur séð en að hjónaband verði á næsta leiti, svo Björn, drífa sig á skeljarnar! Svava mun dvelja meira og meira erlendis því þar slakar hún meira á og nýtur lífsins. Hún er hins vegar algjörlega íslensk orka eins og veður- farið á Íslandi. Stórkostlegur karakt- er.“ SVAVA Í 17 Sigríður Klingenberg segir Svövu þurfa að hvíla sig meira.Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is „Salatbarinn er mitt annað heimili. Góður og hollur matur og framúrskarandi þjónusta auk þess sem Ingvar er alltaf með nýtt brauð.“ Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktar- drottning. Veitingastaðurinn Svava er númer eitt uppá- halds „Caruso er svo huggulegur staður. Ég fíla svona kósí stemningu þar sem maður truflast ekkert þegar maður er úti að borða.“ Íris Hólm Jónsdóttir söngkona. „Það er engum blöðum um það að fletta að mér finnst best að borða heima hjá mömmu. Allt er best þar. Næstbesti staðurinn er Þrír Frakkar. Þegar við ákveðum að fara þangað hoppa börnin okkar hæð sína í loft upp og raða svo í sig besta plokkfiski í heimi. Svo klikkar Vox aldrei og heldur ekki Friðrik V á Akureyri.“ Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona. „Vox er bestur. Flottur og sparilegur staður sem maður borðar ekki á daglega. Þar trúlofaðist ég manninum mínum sumarið 2006 og þangað ætla ég að draga hann á jólahlaðborð.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir fréttastjóri. Í lok nóvember kemur dagatalsbókin Konur eiga orðið allan ársins hring út hjá bókaútgáfunni Sölku. Í bókinni eru stuttar hugleiðingar eftir íslenskar konur héðan og þaðan úr þjóðfélaginu og á öllum aldri. Sem dæmi má nefna Vilborgu Davíðs- dóttur, Mireyu Samper, Rakel Sigurgeirsdóttur og Steinunni Þorvaldsdóttur. Hugmyndasmiður bók- arinnar er Kristín Birgisdóttir, ritstjóri hjá útgáf- unni. „Mig langaði til að gera dagatalsbók sem væri hagnýt en þó ólík öðrum bókum. Flestar dagatals- bækur sem ég hef séð geyma myndir af listaverkum og tilvitnanir í frægt fólk. Í Konur eiga orðið allan ársins hring langaði mig til að sýna þverskurðinn af því sem er að gerast í lífi íslenskra kvenna í byrjun 21. aldar, þekktra og óþekktra, og ekkert frekar glanshliðina,“ segir Kristín. Íslensku konurnar fengu algerlega frjálsar hendur og máttu skrifa um hvað sem þær lysti. „Í bókinni kennir margra grasa, enda er kollurinn á konunum fullur af ýmsu skemmtilegu. Hér má sjá pælingar um lífið og tilveruna, pólitík, ástina, stöðu kvenna, umhverfisvernd, uppþvottavélar, nútíma- karlmenn, börn og fiðrildi og Marylin Monroe. Það sem einkennir þó hugleiðingarnar er mjög svo per- sónuleg nálgun og sjónarhorn kvennanna sem Myrra Leifsdóttir, listamaður og hönnuður, setur í listrænan búning. Bókin er í senn töff og elegant – svona eins og íslenskar konur,“ segir Kristín. Hluti af ágóðanum rennur til rannsókna á þung- lyndi kvenna sem er mjög falinn sjúkdómur á Íslandi. „Konum, og auðvitað körlum líka, tekst mjög vel að fela hann í yfirhlöðnu samfélagi þar sem oft er erfitt að greina hismið frá kjarnanum. Sölku fannst tilvalið að styrkja baráttu gegn þunglyndi kvenna því þeim er sérstaklega hætt við því meðan á með- göngu stendur, eftir meðgöngu og þegar kemur að breytingaaldrinum.“ martamaria@365.is RADDIR ÍSLENSKRA KVENNA KOMA FRAM Í SPENNANDI DAGATALSBÓK Íslenskum konum liggur mikið á hjarta KRISTÍN BIRGISDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.