Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 82
Íslenska landsliðið mátti þola eitt versta tap sitt í sögunni þegar það steinlá 3-0 fyrir Liechten- stein í fyrrakvöld. Þetta er þriðja stórtap íslenska liðsins í riðlinum og öll komast þau í hóp tíu neyðar- legustu tapleikja íslenska lands- liðsins frá upphafi. Fréttablaðið fletti sögubókunum og gróf upp verstu úrslit íslenska karlalands- liðsins frá upphafi. Fyrsti leikurinn er jafnframt sá frægasti og sá eini af þessum tíu sem ekki hefur verið í undan- keppninni. Ísland tapaði þá 14-2 fyrir Dönum í ótrúlegum leik. Leikurinn fór fram í Kaupmanna- höfn 23. ágúst 1967 og átti því fer- tugsafmæli í haust. Það líða tæp þrettán ár fram að næsta leik en á þeim árum tapaði íslenska landsliðið þó oft stórt á móti sterkustu þjóðum álfunnar. Það þótti ekkert óeðlilegt enda mikill getumunur á atvinnu- mönnum stórþjóðanna og áhuga- mönnum Íslands. 4-0 tap íslenska liðsins fyrir Walesverjum á Laugardalsvellin- um í júní 1980 var hins vegar mikið áfall en Wales var langt frá því að vera í hópi sterkustu knatt- spyrnuþjóða Evrópu. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni HM 1982 og það þótti táknrænt þegar áhorfendur streymdu úr Laugardalnum löngu áður en leik lauk. Næsta undankeppni hófst einn- ig á áfalli þegar Ísland tapaði 2-1 fyrir Möltu á Sikiley. Möltubúar máttu ekki spila á sínum heima- velli en það kom þó ekki í veg fyrir að þeir skelltu Íslendingum en þeir komust í 2-0 í leiknum. Búið var að byggja upp miklar væntingar fyrir Evrópuleik gegn Austur-Þjóðverjum í júní 1987 og fallið hefur því sjaldan verið jafn- hátt og eftir 0-6 tap, sem er stærsta tap Íslands á Laugardalsvellinum fyrr og síðar. Sjö árum síðar fór íslenska landsliðið fullt sjálfstraust til Tyrklands eftir að hafa unnið Tyrki 5-1 á heimavelli nokkrum árum áður. Niðurstaðan var þó 5-0 tap og kvöldið var enn verra fyrir þær sakir að markvörðurinn Birkir Kristinsson var borinn af velli eftir aðeins tveggja mínútna leik. Varamarkvörðurinn Kristján Finnbogason fékk það erfiða hlut- verk að standa á milli stanganna gegn orrahríð Tyrkjanna. Næst er röðin komin að tveimur lokaleikjum Íslands í undankeppni HM 2002. Eftir stórkostlegan 3-1 sigur gegn Tékkum fékk íslenska liðið 3-0 skell gegn Norður-Írum nokkrum dögum síðar í Belfast. Mánuði síðar fóru Danir það illa með íslenska liðið á Parken að flestum þótti ástæða til að rifja upp 14-2 tapið 34 árum áður. Þessir tveir leikir voru síðustu landsleik- ir Eyjólfs Sverrissonar, sem hafði átt stórleik gegn Tékkum og skor- aði þá tvö mörk. Þrír síðustu leikirnir á listanum eru allir í núverandi undankeppni. Ísland tapaði 4-0 fyrir Lettum í Riga í leik þar sem gerðar voru miklar væntingar til liðsins eftir 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik sínum í Belfast. Liðið tók hins vegar upp á því sem átti eftir að gerast að brotna niður og fá sig hrúgu af mörkum á stuttum tíma. Svo var einnig gegn Svíum í Solna í júní þar sem sænska liðið skoraði fjögur mörk á níu mínútna kafla og vann 5-0. Fimmta og síðasta markið varð aðhlátursefni úti um allan heim þegar íslensku varnar- mennirnir afhentu Svíum boltann og leyfðu þeim að skora. Að lokum er komið að tapinu í Vaduz þar sem niðurlæging íslenska liðsins var algjör gegn einni smæstu knattspyrnuþjóð Evrópu. Það var þó enginn smá- borgaraháttur á leik Liechten- stein, sem ekki einungis hélt marki sínu hreinu heldur vann 3-0 í leik þar sem ekkert annað en sigur kom til greina hjá íslenska lands- liðsinu. Þrjú af neyðarlegustu töpum landsliðsins frá upphafi koma í þjálfaratíð Eyjólfs Sverrissonar Það er illa komið fyrir karlalandsliðinu í knattspyrnu. Þegar aðeins einn leikur er eftir í undankeppni EM er liðið komið í næstneðsta sæti riðilsins, stigi á undan Liechtenstein. Sigrar gegn Norður-Írum bjarga liðinu frá botnsætinu, sem það gæti þó hæg- lega lent í þegar upp er staðið. Liðið hefur fengið eitt stig af tólf mögulegum gegn Lettum og Liechtenstein, sem er skandall. Liðið hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað sjö leikjum í riðlinum. Markatalan er ekki glæsileg eða 10-24. Það gera fjór- tán mörk í mínus í ellefu leikjum. Liðið hefur þess utan beðið algjört afhroð í fimm af þessum ellefu leikjum. Íslenska landsliðið hefur hreinlega verið niðurlægt í tæp- lega helmingi leikja liðsins í undan- keppninni. Niðurstaðan að lokinni þessari undankeppni er reiðarslag fyrir Eyjólf sem þjálfara og ekki síst fyrir KSÍ, sem ber ábyrgð á lands- liðsmálunum. Fyrir það fyrsta var algjörlega út í hött að ráða Eyjólf á sínum tíma. Það voru nákvæm- lega engar faglegar ástæður fyrir því að ráða Eyjólf. Samt býður formaður KSÍ almenningi upp á þær skýringar að hæfustu þjálfar- arnir séu ráðnir hverju sinni. Hvernig er hægt að rökstyðja slíkan þvætting? KSÍ er í raun að uppskera eins og það sáði. Það réð vanhæfan þjálfara og bjó til skammarlega lélega umgjörð fyrir þjálfarann. Hverju hélt KSÍ að það myndi skila? Ábyrgðarleysið sem felst í því að stinga hausnum svo ítrekað í sandinn þegar glumdi í öllum aðvörunarbjöllum er vítavert. Sem fyrr hefur KSÍ kosið að hreiðra um sig í fílabeinsturni og hefur í raun flotið sofandi að feigðarósi. Menn þar á bæ eru í slíkri afneitun að leitun er að öðru eins. Eyjólfur talar í hringi og segist ekki vera kominn í þrot með liðið þrátt fyrir að hafa verið rass- skelltur hvað eftir annað af minni spámönnum í heila undankeppni. Hann hefur fengið sanngjarnt tækifæri, og rúmlega það, til að sýna hvað í sér býr. Hann skilar liðinu aftur á móti í mun verra ástandi en það var þegar hann tók við því. Framfarirnar er engar. Það er átakanlegt að fylgjast með íslenska liðinu á leikvelli. Aga- og andleysið er ríkjandi. Leikmenn virðast ekki fara eftir því sem þjálfarinn leggur upp með og það er mér hreinlega til efs að leikmenn beri nokkra virðingu fyrir Eyjólfi sem þjálfara. Hann nær engan veginn til liðs- ins og er mjög fjarri því að blása leikmönnum einhverjum baráttu- anda í brjóst. Þess utan er leikur liðsins í algjörum molum og vart heil brú í því sem menn eru að gera. Liðsheildin er engin. Við núverandi ástand verður ekki unað lengur og KSÍ þarf að fara í rækilega naflaskoðun á öllum sínum landsliðsmálum. Það er kominn tími á ferska vinda í landsliðið og nauðsynlegt að mínu mati að við liðinu taki maður sem hefur ekki verið að anda að sér sama loftinu og KSÍ. Það þarf óháðan mann inn í landsliðið með nýjar og breyttar áherslur sem hefur þess utan engin tengsl við sambandið né á hagsmuna að gæta. Það sjá allir sem starfa utan glervirkisins í Laugardal. Íslenskir knattspyrnuunnendur hafa fengið upp í kok af endalaus- um niðurlægingum landsliðins á knattspyrnuvellinum, sem og vondum og ábyrgðarlausum til- svörum þjálfarans og formanns- ins. Breytinga er þörf. Landsliðsþjálfaraferill Eyjólfs Sverrissonar er ekki glæsilegur. Frammistaða liðsins hefur valdið ítrekuðum vonbrigðum og liðinu hefur farið stórlega aftur undir hans stjórn. Landsliðið hefur ítrekað tapað illa undir stjórn Eyjólfs og hreinlega verið niðurlægt oftar en áður hefur sést. Botninum hefur nú verið náð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.