Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 42
hús&heimili „Mamma og pabbi fluttu inn þegar ég var í maganum fyrir tuttugu og átta árum. Þá var þetta gamall hjalli byggður árið 1954 úr gömlum bjórkössum úr ríkinu og ein fyrsta vinnustofan hennar mömmu. Maðurinn sem átti þetta var húsabraskari sem vildi losna við þetta og þess vegna keyptu foreldrar mínir þetta fyrir slikk á sínum tíma,“ segir Elsa Björg Magnúsdóttir um heimili sitt á Laugarnestanganum, þar sem hún ólst upp með foreldrum sínum, Kolbrúnu Björgólfs- dóttur leirlistakonu, eða Koggu, og Magn- úsi Kjartanssyni myndlistarmanni, sem lést í fyrra, og yngri bróður, Guðbrandi Magn- ússyni. Fjölskyldan bjó í gamla húsinu og gerði það upp hægt og sígandi. Árið 1994 var síðan reist viðbygging á tveimur hæðum sem gengur undir nafninu húsið. „Foreldr- ar mínir tóku engin brjáluð lán til að byggja sér heimili, heldur hafa fengist við þetta sjálf í gegnum tíðina. Gamla húsið var svo illa farið þegar við fluttum inn að þegar ég var í vöggu féll veggur og það fennti yfir mig. Kötturinn á heimilinu bjargaði þá nánast lífi mínu með því að hringa sig yfir mig,“ segir Elsa sem er ekki frá því að sá atburður sé einkennandi fyrir fjölskyld- una. „Við erum mjög harðgerð fjölskylda, það er mikil þrautseigja í okkur og við gef- umst ekki upp heldur höldum alltaf áfram uppbyggingu,“ útskýrir Elsa sem segir það einnig eiga við húsin. „Húsin eru hönnuð og byggð af foreldrum mínum og þegar faðir minn lést var hann búin að vera að klæða gamla húsið. Við erum enn að bæta við og byggja.“ Í dag er eldra húsið, sem í daglegu tali er nefnt „gamla húsið“ í fínu ásigkomu- lagi og að sögn Elsu heldur fjölskyldan sig mest þeim megin. „Við tölum um að fara út í hús, þegar við meinum nýja húsið,“ segir Elsa sem hefur ekki hugmynd hvað þau eru stór í fermetrum. „Húsið eru mjög kaotískt svo það er erfitt að segja hversu margra herbergja það er. Stíllinn er bæði hlýleg- ur og kaldranalegur. Þetta er allt mjög per- sónulegt, skakkir veggir, listrænt og svolítið bóhemlegt,“ segir Elsa sem er umvafin lista- verkum foreldra sinna. „Listin setur mikinn svip á heimilið okkar og heimilishaldið allt. Við borðum af diskum og drekkum úr glös- um sem mamma hefur gert og pabbi mynd- Sálin býr í rokinu við hafið Elsa Magnúsdóttir ólst upp í miðri borg með hafið sem barði á gluggann og Snæfellsjökul við sjónarrönd á Laugarnestanganum. Hafið er næsti nágranninn og á glugganum skellur bæði salt og þari í þegar stormurinn herjar á miðum við strendur Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Kisur hafa alltaf verið hluti af heimilinu okkar. Þær eru svo leyndardómsfullar og skemmtilegar,“ segir Elsa. Framhald á bls. 8 Stíllinn er bæði hlýlegur og kaldranalegur, að sögn Elsu, sem býður til stofu í nýja húsinu sem er á tveimur hæðum og var byggt árið 1994. Heimilið er byggt og hannað af foreldrum Elsu og fjölskyldan er enn að byggja og bæta. Listaverk Kolbrúnar Björgólfsdóttur og Magnúsar Kjartanssonar, foreldra Elsu, setja sterkan svip á heimilið. 27. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.