Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 4
 Heildarafli smábáta á síðastliðnu fiskveiðiári var 73.477 tonn, eða rúmum sjö þúsund tonnum minni en á fiskveiðiárinu 2005 til 2006. Mestu munaði þar um þorsk sem dróst saman um 5.600 tonn, en alls veiddust 37.567 tonn af þorski. Af ýsu veiddust 23.533 tonn sem er óbreytt milli fiskveiðiára. Þrátt fyrir nægar veiðiheimildir í ufsa minnkaði hann um 35 prósent og varð 2.349 tonn. Steinbítur veiddist vel, eða 5.794 tonn, sem er 12 prósentum minna en í fyrra. Smábátar veiddu rúman fimmtung alls þorskaflans og 23,5 prósent af ýsuaflanum. Útflutn- ingsverðmæti þess afla sem smábátar færðu að landi var um 18,5 milljarðar. Aflaverðmæti 18,5 milljarðar Meirihluti viðskiptanefnd- ar Alþingis gagnrýnir stjórnvöld fyrir að setja bráðabirgðalög um notkun raflagna á fyrrum varnarsvæði á Miðnesheiði. Meirihlutinn samþykkir engu síður frumvarp sem staðfestir lögin óbreytt. Í áliti meirihlutans segir að fara verði varlega með heimild til þess að setja bráðabirgðalög, í þessu tilviki hefði verið eðlilegra að leggja málið fram til hefð- bundinnar þingmeðferðar á sumarþingi. Í álitinu kemur fram að búið sé að breyta raflögnum í 318 íbúðum af þeim 340 sem eru í fyrsta áfanga. Framkvæmdir gangi því betur en reiknað var með. Fjalla átti um málið á þingi Kona sem grunuð er um að hafa stundað tugmilljóna króna fjársvik meðan hún starfaði í Tryggingastofnun lagði hina stolnu fjármuni inn á bankareikn- inga fjölmargra vina og vanda- manna. Þeir fengu síðan þóknun, sumir umtalsverða, af þýfinu fyrir að leyfa henni að nota reikninga sína í þessu skyni, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hefur farið með rann- sókn þessa umfangsmikla svika- máls. Henni lýkur nú fyrir helgina. Á þriðja tug manna hafa hlotið réttarstöðu sakbornings við rann- sóknina. Konan sem grunuð er um að hafa dregið sér stórar fúlgur fjár frá Tryggingastofnun starfaði sem þjónustufulltrúi þar um árabil. Fjárdrátturinn er talinn hafa átt sér stað með þeim hætti að hún tók fjármuni úr bótasjóðum stofn- unarinnar og bókfærði þá inn á nöfn ýmissa einstaklinga í formi endurgreidds útlagðs kostnaðar, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Fjármunirnir fóru þó aldrei inn á reikninga þessa fólks, heldur inn á reikninga hóps manna sem taldir eru hafa verið í vitorði með henni. Þegar þeir tóku síðan þýfið út af reikningum sínum til að láta konuna hafa fengu þeir að launum upphæðir fyrir notkunina á reikningunum. Áætlað er að konan hafi svikið út um 75 milljón- ir króna með þessum hætti. Grunur um svik konunnar vakn- aði við eftirlit innanhúss hjá Tryggingastofnun í júní á síðasta ári. Kærði stofnunin málið skömmu síðar til efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra. Eftir fyrstu athugun innan TR lék grun- ur á að svikin hefðu staðið yfir í fimm til sex ár. Rannsókn málsins hefur verið mjög umfangsmikil, að því er segir í yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra. Tilefni þeirr- ar yfirlýsingar er gagnrýni for- stjóra Tryggingastofnunar á seina- gang rannsóknar mála, er varða TR, hjá efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra. Embættið vísar gagnrýninni eindregið á bug og bendir meðal annars á að máls- skjöl rannsóknarinnar á ofan- greindu svikamáli sem TR kærði á síðasta ári, og er nú að ljúka, fylli hvorki meira né minna en 30 möppur. Ef ákært verður í svikamálinu verður það á hendi embættis ríkis- lögreglustjóra. Lánuðu reikninga undir milljónaþýfi Kona sem gegndi starfi þjónustufulltrúa hjá Tryggingastofnun er grunuð um að hafa stolið þaðan 75 milljónum króna. Peningana lagði hún inn á reikninga rúmlega tuttugu manns sem fengu þóknun fyrir. Rannsókn málsins er að ljúka. Fornt skinnhandrit sem afhent var Stofnun Árna Magnús- sonar til athugunar reynist vera á einu aðaltungumáli Eþíópíu, amharísku. Fræðimenn stofnunarinnar skilja ekki málið en eigandi ritsins keypti það undir þeim formerkjum að um eþíópískan biblíutexta væri að ræða. Til stendur að rannsaka málið frekar. „Ég keypti bókina í antíkverslun í Naíróbí við lok níunda áratugar- ins á um 40 Bandaríkjadali. Ég tíndi blóm í ferðinni og þurrkaði þau í henni. Hún hefur því mikið tilfinn- ingalegt gildi og ég er fegin að hún er komin í leitirnar,“ segir Andrea Brabin. Fyrrverandi mágur Andreu fann ritið við tiltekt fyrir nokkrum árum og fékk að eiga hana. Við fyrstu sýn virtist sem hand- ritið væri bundið í fornt íslenskt band en við nánari athugun þekkti forvörður Árnastofnunar bandð sem eþíópískt. „Fátækar þjóðir binda handrit sín inn með svipuðum hætti,“ segir Guðvarður Már Gunnlaugsson, dósent á handritasviði stofnunar- innar, sem greindi tungumálið með hjálp fræðibókar. Tungumálið er semítískt líkt og arabíska og hebr- eska en ekki er vitað hvort það er fornt. „Ég þori ekkert að segja um ald- urinn, því það er erfitt að meta aldur handrita frá öðrum menning- arsvæðum. Við vitum ekki hversu lengi Eþíópíumenn skrifuðu á skinn.“ Guðvarður segir að fleiri fræði- menn eigi eftir að rannsaka ritið og nú þegar hafi trúboðar sem skilja amharísku boðist til að skoða það nánar. Biblíutexti á eþíópísku máli Næstum átján milljónir króna söfnuðust í Bleika boðinu, fjáröflunarkvöldverði Krabba- meinsfélagsins, sem haldinn var um á laugardagskvöldið til styrktar baráttunni gegn brjósta- krabbameini. Um 160 gestir voru í kvöldverð- inum þar sem boðið var upp á níu rétta hátíðarmatseðil. Félagar í matreiðsluklúbbnum Freistingu matreiddu, en klúbburinn átti frumkvæði af fjáröfluninni þegar Bleika boðið var fyrst haldið árið 2005. Hótel- og matvælaskólinn sá um þjónustuna og leikkonan Þórunn Lárusdóttir var veislu- stjóri kvöldsins. Ágóðinn tæpar átján milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.