Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 16
Sumir heimildarmanna Frétta- blaðsins halda því fram að sala Reykjavíkurborgar og Akureyrar- bæjar á helmingshlut í Lands- virkjun hafi fyrst og fremst verið „pólitísk eignafærsla“ mánuði áður en grundvallarbreyting varð á orkumálum í landinu með sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suður- nesja (HS). Gerð var grein fyrir þessum viðhorfum í Fréttablaðinu í gær. Við söluna á hlutnum í HS hófst ferli sem að grunni til er ein af ástæðum pólitískra og viðskipta- legra átaka um málefni Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Reykjavík Energy Invest (REI), Geysis Green Energy (GGE) og HS. Undir- liggjandi er síðan sú spurning hvort nýtingarréttur á orku- auðlindum eigi að vera í höndum hins opinbera eða hjá einkaaðilum. Landsvirkjun var verðmetin á 59 milljarða út frá forsendum sem raktar voru í Fréttablaðinu í gær. Umdeilanlegar segja margir, rök- réttar segja aðrir. Meðal þess sem innifalið er í verðinu er 68 prósenta eignarhlutur í Landsneti hf. sem starfar á grundvelli raforkulaga frá því í maí árið 2003. Hann er metinn á 4,7 milljarða. Samkvæmt því verðmati er heildarverðmæti Landsnetsins um 6,8 milljarðar. Eigendahópur Landsnets tók breytingum í september síðast- liðnum en þá varð Orkuveita Reykjavíkur eigandi 6,78 prósenta hlutar í Landsneti. Félagið hefur það hlutverk að annast flutning á raforku og kerfis- stjórnun samkvæmt lögum. Einn heimildarmanna Fréttablaðsins telur Landsneti ekki vera gert nægilega hátt undir höfði í verð- matinu. „Landsnet á flutningsvirki fyrir raforku í landinu. Hvers vegna í ósköpunum eru þau ekki metin sem meiri verðmæti en raun ber vitni?“ Þessu viðhorfi eru ekki allir sammála en flestir telja að í raun sé Landsnet „ómetanlegt“ í ljósi mikilvægis flutningsvirkja fyrir raforku. „Samfélagið reiðir sig á flutningsvirkin, bæði fyrir- tæki og fjölskyldur. Það má spyrja sig að því, hvort ekki sé tilefni til þess að taka öll málefni er tengjast flutningsvirkjum á raforku til endurskoðunar í ljósi þess að einka- fyrirtæki eiga orðið hlut í þeim,“ segir einn heimildarmanna. Eigendur Landsnets hf. eru Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins, Orkubú Vestfjarða og Orkuveita Reykjavíkur. Flutnings- virki eru að einhverjum hluta lögð inn í félagið sem hlutafé. Landsnet fellur undir það sem nefnt er „órekstrartengdar eignir“ í verðmatinu á Landsvirkjun. Matið var framkvæmt á grundvelli núvirtra áætlaðra arðgreiðslna til ársins 2019. Heimildarmenn Fréttablaðsins, sem voru vel á annan tug, voru flestir sammála um að pólitísk yfir- sýn í orkumálum „væri lítil sem engin“ eftir að ákveðið var að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til einkaaðila. Sumir telja þetta gæfuspor sem auki líkurnar á því að „raunveruleg samkeppni“ myndist á raforkumarkaði. Aðrir segja slík sjónarmið fráleit. „Þetta er einokunarrekstur og raunveru- leg samkeppni getur aldrei ríkt í svoleiðis rekstri, nema gengið sé alla leið.“ Salan á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun til ríkisins er að mati margra heimildarmanna undanfari grund- vallarbreytinga á orkugeiranum, jafnvel hlutafélagavæðingar á Landsvirkjun eða uppstokkunar á fyrirtækinu. Án þeirrar eignatil- færslu hefði ríkið ekki getað „hald- ið vopnum sínum“ nægilega vel að lokinni sölu á hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja, þar sem fyrirsjáanlegt væri að „boltinn myndi halda áfram að rúlla“; það er að nýtingar- réttur á orkuauðlindum héldi áfram að fara frá opinberum fyrir- tækjum til einkaaðila. „Við sjálfstæðismenn erum á móti því að hið opinbera sé að standa í áhætturekstri,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgar- stjóri, á blaðamannafundi í Valhöll hinn 8. október þar sem mælt var fyrir því að hlutur Reykjavíkur- borgar, í gegnum OR, í REI yrði seldur á „næstu mánuðum.“ Þessi yfirlýsing borgarstjóra reyndist afdrifarík eins og fram hefur komið en hún hafði áhrif á það að Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sleit meiri- hlutasamstarfi við sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Slitin varpa ljósi á augljósan pólit- ískan átakapunkt að mati margra heimildarmanna, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Spyrja má hvernig þátttaka hins opinbera á samkeppnismarkaði eigi að vera á sviði orkumála. Opinber fyrirtæki hafa tekið þátt í áhættufjárfest- ingaverkefnum í samkeppnis- rekstri um áratugaskeið, hér á landi og erlendis, meðal annars með sölu á raforku til stóriðju. Þá hafa opin- ber fyrirtæki stofnað félög með einkaaðilum á undanförnum árum með það fyrir augum að nýta endur- nýjanlega orkugjafa erlendis. Frumvarpi Össurar Skarphéðins- sonar iðnaðarráðherra er ætlað að taka á þessu umdeilda máli en stefnt er að því að taka það til umræðu og afgreiðslu á Alþingi í vetur. Landsnetið ómetanlegt en þó ekki Pólitísk og viðskiptaleg átök um orkumálefni landsmanna hafa verið í brennidepli að undanförnu. Verðlagning á flutningsvirkjum fyrir raforku, sem Hitaveita Suðurnesja á meðal annars, er eldfimt deilumál. 68 prósenta hlutur Landsvirkjunar í Landsneti hf. sem á og rekur flutningsvirki fyrir raforku í landinu er metinn á 4,7 milljarða. Stenst þessi verðmiði skoðun?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.