Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 28
greinar@frettabladid.is Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í haust verða veiðar á rjúpu ein- göngu leyfðar í nóvembermánuði, fjóra daga vikunnar. Þetta er gert í ljósi niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúru- fræðistofnunar Íslands sem sýndi að fækkað hefur í varpstofni rjúpunnar um 70.000 fugla frá því í fyrra. Við aðstæður sem þessar ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni við ákvörðun um veiðistjórnun og við því hefur verið brugðist með því að fækka veiðidögum úr 26 í 18. Auk þess verður griðlandi rjúpu á Suðvesturlandi viðhaldið og sölubanni á rjúpu og rjúpnaafurðum fram- lengt. Fækkun veiðidaga á ekki að koma niður á þorra skotveiðimanna. Breytingin mun hins vegar verst koma við þá fáu magnveiðimenn sem eftir eru. Veiðikortakerfi það sem notað er við veiði- stjórnun hér á landi hefur að mörgu leyti reynst vel. Engu síður hefur borið á því að skil veiði- manna á veiðiskýrslum dreifist nokkuð yfir árið. Það er hins vegar nauðsynlegt að skýrslurnar skili sér fyrr, það er að þær hafi allar borist að vori, svo að stjórnvöld geti unnið úr upplýsingun- um og haft hliðsjón af þeim við ákvörðunartöku um rjúpnaveiði. Ég mun á næstunni beita mér fyrir breyt- ingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum til að svo megi verða. Undanfarin ár hafa skotveiðimenn brugðist vel við óskum umhverfis- ráðuneytisins um hófsamar og ábyrgar veiðar. Rjúpnaskyttur bera mikla ábyrgð á því að vel takist til við veiðarnar í haust og eiga jafnframt mikilla hagsmuna að gæta að vel takist til. Ég vil þess vegna hvetja veiðimenn til þess að leggja sitt af mörkum og skjóta ekki fleiri rjúpur en þeir þurfa fyrir sig og sína. Þannig stuðla þeir að því að áfram verði gengið til rjúpna á Íslandi um ókomna framtíð. Að lokum óska ég veiðimönnum ánægjulegrar útivistar í íslenskri náttúru. Höfundur er umhverfisráðherra. Stundum hófsamar veiðar Hávær hópur úrtölumanna reynir nú að öskra niður Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann og aðra flutnings- menn frumvarps um að leyfa að selja bjór og léttvín í búðum. Voði sé á ferð. Ég spyr: Ætlið þið þá ekki að banna bjórinn aftur? Þið notuðuð sömu rök fyrir tuttugu árum gegn Geir H. Haarde og öðrum flutnings- mönnum frumvarps um að leyfa bjórsölu. Heimurinn hlyti að farast í nýju áfengisflóði. En ekkert gerðist, þegar bjórbann- inu var hnekkt, annað en það, að víndrykkja, sem áður mældist ekki í opinberum tölum, kom fram og að drykkju- siðir Íslendinga bötnuðu, eins og allir geta borið vitni um, sem komnir eru yfir miðjan aldur. Með bjórbanninu var fólki mismunað: Þeir, sem áttu oft erindi til útlanda, gátu jafnan útvegað sér bjór. Aðrir urðu að hafa miklu meira fyrir því að kaupa hann. Með núgildandi sölubanni í venju- legum búðum er fólki líka mismunað: Þeir, sem eiga heima langt frá ríkisbúðunum, eiga erfiðara með að útvega sér léttvín með mat eða bjór yfir sjónvarpi en aðrir. Úrtölumennirnir vilja vegna áfengisbölsins banna sölu bjórs og léttvíns í venjulegum búðum. Ég spyr: Hvers vegna viljið þið þá leyfa hana í ríkisbúðunum, sem hefur snarfjölgað síðustu ár, um leið og úrval hefur þar batnað? Er ekki nær, að við hættum að öskra hvert á annað og kom- umst að samkomulagi? Hér er tillaga: Þeir menn, sem ekki vilja kaupa bjór og léttvín í venjulegum búðum, fá leyfi okkar hinna til að gera það ekki og kaupa þennan varning alls ekki eða kaupa hann aðeins í ríkisbúðunum. Hinir, sem vilja fá að kaupa bjór og léttvín í venjulegum búðum, fá hins vegar leyfi til að gera það. Hver gerir þá það, sem honum líkar. Verða ekki allir ánægðir? Ég er bindindismaður fyrir sjálfan mig, ekki fyrir aðra, sagði Guðmundur Magnússon hagfræðiprófessor. Mikil speki er fólgin í þessum orðum. Þótt sölubannið í búðum sé vissu- lega smámál, er það um leið stórmál, þegar sumir ætla eftir geðþótta sínum að ráða því beint eða óbeint, hvað aðrir drekka með mat eða yfir sjónvarpi. Heimurinn ferst ekki í nýju áfengisflóði, þótt reglur um sölu léttvíns og bjórs verði rýmkaðar. Árni Pálsson prófessor sagði, að rónarnir mættu ekki koma óorði á vínið. Við tökum ekki málfrelsi af öllum, þótt sumir misnoti það. Á sama hátt hljótum við að miða reglur um sölu léttvíns og bjórs við venjulegt fólk, sem vill gjarnan fá að stinga einni flösku af léttvíni niður í matarkörfuna í kjörbúðinni, ef það á von á gestum um kvöldið, í stað þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð í ríkisbúðina, sem oft er langt í burtu. Við getum ekki látið þetta fólk gjalda þess, að sumir aðrir vilja fara beina leið til helvítis og nota til þess ýmist áfengi eða önnur efni. Þeir menn verða alltaf til. Á að refsa venjulegu fólki fyrir það? Ekki er heldur verið að ana út í neitt ævintýri. Það er vitað, hvaða afleiðingar hefur að selja léttvín og bjór í venjulegum búðum. Þetta er gert í lang- flestum löndum, sem Íslend- ingar sækja heim, án þess að neitt hafi þar breyst til hins verra. Raunar virðist mér, að vínmenning verði því betri sem reglur um meðferð víns eru frjálslegri. Það má áfengið eiga, að það hefur engum gert mein að fyrra bragði, eins og Tómas Guðmundsson skáld benti hógværlega á. Það er hvorki því né venjulegu fólki, sem notar léttvín og bjór í hófi, að kenna, að illa fer fyrir sumum í lífinu. Ekki er heldur úr vegi að minna á, að nýjar rannsóknir sýna, að það sé fólki beinlínis hollt að drekka hæfilega mikið rauðvín, því að þá dragi úr hjartasjúkdómum. Það er leitun að drykk, sem er í senn hollur og eykur vellíðan, og full ástæða til að auðvelda aðgang að honum fremur en torvelda. Í brúðkaupinu í Kana forðum breytti Kristur vatni í vín við mikinn fögnuð. Nú er kominn tími til að bæta víni við vatn í kjörbúðum. Vín í búðir! Við getum ekki látið þetta fólk gjalda þess, að sumir aðrir vilja fara beina leið til helvítis og nota til þess ýmist áfengi eða önnur efni. Þeir menn verða alltaf til. Á að refsa venjulegu fólki fyrir það? Þ að er eitthvað mjög öfugsnúið við að íbúar í einu húsi, eða jafnvel einni íbúð, komist upp með að halda næsta nágrenni sínu í heljargreipum svo mánuðum skiptir. Fréttablaðið sagði í gær frá einu slíku tilfelli. Í því dæmi mega íbúar í götu í miðbænum búa við stöðugt ónæði og ógn frá nágrönnum sínum sem stunda fíkniefnasölu nánast fyrir opnum tjöldum, með öllum þeim hörmungum sem geta fylgt þeim viðskiptum. Á þessu ári hafa verið færðar til bókar sextán heimsóknir lög- reglunnar í viðkomandi hús og þar hafa fundist fíkniefni, þýfi og afsöguð haglabyssa. Það er engin furða að fólkið sem býr í næsta nágrenni við slík ósköp óttist um sig og sína. Því miður er þetta ástand ekki einsdæmi. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur síst ofáætlað að viðvarandi vandamál vegna óreglu íbúa tengist fimm- tán til tuttugu húsum eða íbúðum í borginni. Gera má ráð fyrir að hvert þessara húsa og íbúða trufli líf nokkurra fjölskyldna og einstaklinga í næsta nágrenni. Það þýðir að á hverjum degi þurfa mögulega tugir eða hundruð saklausra borgarbúa að lifa við þá tilfinningu að vera ekki öruggir inni á eigin heimili. Úrræðaleysi kerfisins gagnvart þessum vanda virðist vera sláandi. Í frétt Fréttablaðsins í gær kemur fram að nágrannar hússins í miðbænum hafa skrifað borgarfulltrúum bréf og farið fram á þeirra hjálp í málinu. Bréfriturum finnst óskiljanlegt að fíknefna- sala geti viðgengist á sama stað í svo langan tíma, þrátt fyrir ítrek- aðar kvartanir til lögreglu. Þar er síst of sterkt til orða tekið. Stefán Eiríksson, hinn röggsami lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, segir að lögreglan deili áhyggjum íbúa og verið sé að skoða hvað hægt sé að gera til að koma málinu í rétt horf. Eftir sextán heimsóknir á sama stað, upptöku þýfis, eiturlyfja og haglabyssu, sem hefur verið breytt í árásarvopn, hefði maður ætlað að málið ætti fyrir löngu að vera komið af skoðunarstigi. Ef þetta dugar ekki til aðgerða, hvað þá? Lögreglan hefur sýnt í verki að vont ástand getur lagast hratt ef hún leggur af lausatök. Besta dæmið er stórbætt hegðun fólks í miðbænum að nóttu til um helgar. Þar komust menn áður upp með ýmis skrílslæti, brjótandi glös og mígandi þar sem þeim sýnd- ist, eins og það væri viðunandi framkoma. Þegar lögreglan varð loks sýnileg í miðbænum var hún fljót að leiðrétta þann mikla misskilning. Og ólíkt því sem hinn reyndi yfirlögregluþjónn Geir Jón Þórisson hélt fram fyrir fáeinum mánuðum þurfti ekki mörg hundruð lögreglumenn í það verk. Svipaða viðhorfsbreytingu virðist þurfa innan lögreglunnar gagnvart íbúum ógæfuhúsa og íbúða í borginni. Nágrannar þeirra eiga skýlausan rétt á því að lögreglan taki mun fastar á málum en nú virðist vera raunin. Jafnvel þó að það kosti stöðuga viðveru lögreglumanna við viðkomandi hús til að koma í veg fyrir ólíðandi yfirgang íbúa þeirra. Ólíðandi yfirgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.