Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 52
 2. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR10 fréttablaðið vetrarlíf Á veturna sækja smáfuglarnir í garða víðs vegar um landið og þá getur verið gaman að setja upp fuglahús eða bretti og gefa þeim örlítið í gogginn. „Margir fóðra smáfugla ár eftir ár og finnst gaman að fá þá í mat. Þess vegna er mikilvægt að bjóða fuglana velkomna með góðri aðstöðu og vanda fóðrið,“ segir Einar Ó. Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Fuglavernd. Helstu garðfuglarnir á Íslandi eru skógarþrestir, auðnutittlingar og starrar og Einar segir það mikilvægt að fuglarnir séu fóðraðir daglega svo þeir eyði ekki orku í fæðuleit. „Fuglarnir vilja helst mjúkt fæði, haframjöl, brauðmola og kartöflur. Auk þess sem matarafgangar eins og kjöt og fita hakkað saman eru góður orkugjafi. Fuglarnir þurfa fitu á veturna og þess vegna er gott að dýfa brauðinu í matarolíu og blanda henni í annað fæði,“ segir Einar og bætir við: „Mörgum fuglum finnst líka gott að fá epli og rúsínur. Það laðar líka að sjaldséða og skraut- lega fugla eins og silkitopp, svart- þresti og gráþresti. Hins vegar er best að gefa snjótittlingum fræ á bersvæði og fóðra auðnutittlinga með fræjum úr þar til gerðum fóðrara.“ Til þess að fuglarnir nái að matast er mikilvægt að þeir hafi greiðan aðgang að fóðrinu og þá eru bæði fóðurbretti, hús og fuglafóðrarar tilvalin lausn. Fóðurbrettin fást í ýmsum búsáhalda- og byggingar- vöruverslunum en síðan er líka gaman að smíða sín eigin með krökkunum og muna að þrífa þau þegar milt er í veðri. Brettið á að vera 60-80 cm á lengd og 50 cm á breidd með köntum svo fóðrið fjúki ekki burt. Síðan er það fest á 1,5 m háa stöng, svo kisa nái ekki til, og stungið ofan í jörðina. Þá þarf fólk að vera vakandi fyrir því að setja bjöllur á kisurnar sínar. Fuglahús eru af öllum stærðum og gerðum og þar verpa sumir fuglar eggjum. Á vef Fuglaverndar má sjá nokkrar tegundir af húsum og þau er einnig hægt að búa til heima. „Fuglarnir þurfa að snyrta fjaðrirnar vel allan ársins hring og þá getur verið gott fyrir þá að komast í bað enda sérstaklega mikilvægt á veturna til þess að fiðrið haldi einangrunargildinu,“ segir Einar og heldur áfram: „Best er að hafa fuglabaðið nokkra senti- metra hátt og síðan þarf vatnið alltaf að vera hreint og má ekki vera klístrað svo þeir geti líka fengið sér að drekka.“ Fram undan er margt spenn- andi hjá Fuglavernd, meðal annars nýtt tímarit og fyrirlestrar. „Við erum nýbúin að gefa út garðfugla- bæklinginn endurskoðaðan. Síðan er fram undan tímaritið okkar Fuglar og í næstu viku erum við með fyrirlestur í sal Kennaraháskólans þar sem Guðmundur A. Guðmunds- son mun fjalla um ferð sína um heimskautalöndin og náttúrufarið þar,“ segir Einar en nánari upplýs- ingar um dagskrá félagsins er að finna á www.fuglavernd.is. Upplýsingar um íslenska fugla er að finna á vef Námsgagnastofn- unar: www.nams.is/fuglar rh@frettabladid.is Smáfuglarnir eru mættir í mat Einar Ó. Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Fuglavernd, hlakkar til að taka á móti garðfuglunum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bústnir auðnutittlingar gæða sér á fóðri í snjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.