Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 90

Fréttablaðið - 02.11.2007, Síða 90
 Keflavíkurliðið er enn taplaust í Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir að hafa valtað yfir ÍR suður með sjó í gær- kvöldi. ÍR hélt í við Keflavík fram- an af en sigurinn var á endanum mjög öruggur, 110-79. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og voru alltaf skrefi á undan. ÍR-ingar misstu þá aldrei langt frá sér fyrr en í upphafi annars leikhluta þegar heima- menn náðu tíu stiga forystu. Bar- áttuglaðir Breiðhyltingar unnu þó upp muninn aftur en góður leik- kafli Keflvíkinga undir lok fyrri hálfleiks skilaði þeim þó þrettán stiga forystu í hálfleik, 52-39. Í seinni hálfleik réðu Keflvík- ingar gangi leiksins þar sem þeir juku muninn jafnt og þétt. Bikar- meistarar ÍR réðu lítið við hraðan leik Keflavíkur og munurinn orð- inn nítján stig við upphaf loka- fjórðungsins. Spurningin í fjórða leikhluta var einungis hversu stór sigur Keflavíkur yrði, sem varð á endanum þrjátíu og eitt stig. Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflavíkur, hrósaði vörninni mikið. „Við vorum að spila rosa- lega góða vörn hérna í dag. Hún skilaði okkur auðveldum stigum og því fór sem fór,“ sagði Sigurður, sem sagði ÍR-inga þó alltaf bar- áttuglaða. „ÍR berst alltaf mikið og þeir voru að fá nýjan útlending þannig það er kannski ekki mikið að marka þennan leik hjá þeim. Stigaskorið dreifðist vel hjá okkur og því var erfitt fyrir þá að vita hvern þeir áttu að dekka.“ Hann spáir ekki mikið í sigrana fimm. „Mótið er svo nýbyrjað að það skiptir engu máli núna hvað við erum búnir að vinna marga leiki,“ sagði Sigurður að lokum. ÍR-ingar engin fyrirstaða fyrir Keflvíkinga Íslandsmeistarar KR halda áfram að gera Njarðvíkinga gráhærða með ævintýralegum sigrum gegn grænu ljónunum. Helgi Már Magnússon sendi Njarðvíkinga tómhenta heim úr Vesturbænum í gær er hann sökkti ótrúlegri þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út í gær. Það verður að segjast eins og er að fyrri hálfleikur stóð ekki vænt- ingum. Áhorfendur voru færri en vonast hafði verið til og öll stemn- ing var talsvert róleg. Hún skilaði sér inn á völlinn þar sem leikmenn voru fullrólegir í tíðinni. Sú ákefð og grimmd sem maður átti von á var víðsfjarri allan hálfleikinn og leikurinn hægur og ekki sérstak- lega vel spilaður. KR tók fljótlega frumkvæðið í fyrsta leikhluta, þökk sé góðum leik Helm sem skoraði 11 stig í leikhlutanum og Darra sem setti niður tvær þriggja stiga körfur. Meistararnir leiddu þrátt fyrir það aðeins með einu stigi eftir fyrsta leikhlutann, 20-19. KR var áfram ívið grimmari aðilinn þó svo Vesturbæingar væru fjarri því að þurfa róandi. Njarðvíking- ar voru ragir, leituðu stanslaust inn í teiginn og ógnin að utan var engin hjá þeim. Munurinn í leik- hléi var sex stig, 43-37, og áhorf- endur fegnir því að komast í flat- bökurnar enda röðin orðin löng áður en fyrri hálfleikur var allur. Það segir sína sögu. Þriðji leikhluti var einvígi á milli Fogel og Long framan af sem skoruðu grimmt. Stóru mennirnir hjá Njarðvík – Egill og Friðrik – komu svo sterkir inn með þriggja stiga körfum og það kveikti í gest- unum, sem náðu frumkvæðinu og þeir héldu því til loka leikhlutans. Munurinn tvö stig þegar einn fjórðungur var eftir, 65-67. Vörn KR small í gírinn í fjórða leikhluta og fyrir vikið náði KR strax fínni forystu, 74-67. Fyrsta karfa Njarðvíkinga kom ekki fyrr en fjórar og hálf mínúta voru liðn- ar af leikhlutanum en þá setti Sverrir niður þrist. Það reyndust vera einu stig Njarðvíkinga í sex mínútur af leikhlutanum en það kviknaði svo um munaði á þeim grænu undir lokin. Þeir komust yfir, 77-78, þegar lítið var eftir af leiknum og loka- mínúturnar voru æsispennandi þar sem aðeins munaði stigi á lið- unum. Egill kom þeim í 79-80 og Fogel klikkaði í næstu sókn. KR braut á Jóhanni, sem fór á línuna þegar aðeins sjö sekúndur voru eftir. Hann skoraði úr öðru vítinu, 79-81. KR tók leikhlé, Brynjar brunaði síðan upp og gaf niður í hornið á Helga Má, sem setti niður körfuna þó svo að Long bryti á honum. „Þetta var algjör grísakarfa,“ sagði Helgi Már brosmildur í leikslok. „Hann varði frá mér fyrsta skotið mitt í leiknum og ég skaut því hátt og hann endaði ofan í. Ég tek það. Þetta var ljúft en við þurfum að bæta mikið fyrir Kefla- víkurleikinn.“ Teitur Örlygsson, þjálfari Njarð- víkur, var eðlilega svekktur. „Þetta var alveg ógeðslega svekkjandi og verra að geta ekkert gert í þessu síðan,“ sagði Teitur, sem bar engu að síður höfuðið hátt. „Ég er hrika- lega ánægður með strákana, sem voru komnir með leikinn en það var lítið við þessari körfu að gera. Við sýndum samt í leiknum að við erum meðal þeirra bestu.“ Helgi Már Magnússon tryggði Íslandsmeisturum KR ævintýralegan sigur á Njarðvík, 82-81, með þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Brotið var á Helga í skotinu en boltinn fór samt ofan í körfuna. Breski íþróttamálaráð- herrann Gerry Sutcliffe gagn- rýndi laun atvinnuknattspyrnu- manna í gær. „Ég óska Johns Terry góðs gengis en ég tel það vera fáránlegt að hann sé að fá 150 þúsund pund í laun á viku,“ sagði Sutcliffe, sem er nýtekinn við, en Terry fær rúmar átján milljónir íslenskra króna í laun á viku samkvæmt nýjum samningi við Chelsea. Íþróttamálaráðherrann talaði enn fremur um að fótboltamenn ættu í mikilli hættu á að fjar- lægjast venjulegt fólk og einangra sig frá öðrum á Bretlandi yrði þróunin áfram í sömu átt. Leikmenn fá fá- ránlega há laun Iceland Express-deild karla:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.