Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 8

Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 8
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, segir að Bandaríkin muni leggja meira af mörkum til að aðstoða Tyrki við að berja niður uppreisnarhópa Kúrda, sem hafa bækistöðvar í norðanverðu Írak en stunda skæruhernað í Tyrk- landi. „Við lítum á þetta sem sameig- inlega ógn, sem ekki aðeins varð- ar Tyrkland heldur einnig Banda- ríkin,“ sagði Rice á blaðamannafundi með Ali Baba- can, utanríkisráðherra Tyrk- lands, í Ankara. „Þessu þarf að bregðast við með þrautseigju og af ábyrgð. Þetta er mjög erfitt vandamál.“ Rice kom til Tyrklands í gær og átti viðræður við Recep Tayy- ip Erdogan forsætisráðherra og Babacan utanríkisráðherra. Á mánudaginn ætlar Erdogan til Washington að ræða við George W. Bush forseta. Bandarísk stjórnvöld hafa haft áhyggjur af því að innrás Tyrkja inn í Írak til að stöðva uppreisnar- sveitir Kúrda stofni í hættu stöð- ugleikanum sem ríkt hefur í norð- anverðu Írak, landi sem að öðru leyti logar í átökum. Enn fremur óttast Bandaríkja- menn að hernaður Tyrkja geti orðið öðrum löndum fyrirmynd, þar á meðal Írönum sem einnig eiga við uppreisnarsveitir Kúrda að stríða. Tyrkir hafa hins vegar sagst staðráðnir í að hefja árásir ef Bandaríkjamenn grípa ekki til ákveðinna aðgerða gegn Kúrdum. „Við væntum okkur mikils af Bandaríkjunum,“ sagði Babacan. „Nú er svo komið að orð duga ekki lengur og þörf er fyrir aðgerðir.“ Rice segir að Bandaríkin ætli meðal annars að veita Tyrkjum meiri aðgang að upplýsingum og viðræður séu hafnar við ráða- menn í Tyrklandi um lausnir til lengri tíma. Þegar Rice hitti Erdogan á skrifstofu hans í miðborg Ank- ara fylgdust leyniskyttur á vegum hins opinbera grannt með öllu og meira en tvö þúsund lög- reglumenn gengu um göturnar í næsta nágrenni. Skammt frá kom saman lítill hópur mótmælenda. Stærri mótmælafundur var haldinn í Istanbúl þar sem um 200 manns frá Kommúnista- flokki Tyrklands hrópuðu „niður með bandaríska heimsvalda- stefnu“ og „burt með Rice“. Bandaríkin aðstoða Tyrki gegn Kúrdum Condoleezza Rice lofar tyrkneskum ráðamönnum aðstoð við að berja niður uppreisn Kúrda. Hún sagði að Bandaríkjunum stafaði ekki síður en Tyrklandi hætta af Kúrdum. Tyrkir vænta mikils af Bandaríkjunum. Við lítum á þetta sem sameiginlega ógn, sem ekki aðeins varðar Tyrkland held- ur einnig Bandaríkin. Paul Tibbets var orðinn 92 ára þegar hann lést á heimili sínu í Ohio á fimmtudag. Hann var þekktur fyrir að hafa varpað kjarnorkusprengju á Hiros- hima fyrir sextíu árum, þegar hann var flugmaður í Bandaríkjaher. Með þessari einu sprengju urðu Bandaríkjamenn nærri hundrað þúsund manns að bana á einu bretti, en Tibbets virtist þó alla ævi hafa haft meiri áhyggjur af gagnrýni annarra heldur en að hafa tortímt öllu þessu fólki. „Ég er ekki stoltur af því að hafa drepið 80 þúsund manns, en ég er stoltur af því að hafa getað byrjað með tvær hendur tómar, skipulagt það og látið það ganga upp jafn full- komlega og ég gerði,“ sagði hann í viðtali árið 1975. „Við áttum í stríði, þá notar maður allt sem tiltækt er.“ Hann var hins vegar orðinn svo þreyttur á gagnrýnendum sínum að hann bað fjölskyldu sína og vini um að hafa enga athöfn þegar hann yrði jarðaður vegna þess að hann óttað- ist að það myndi gefa gagnrýnend- unum stað til að efna til mótmæla. Bandaríkjamenn hafa sumir hverjir réttlætt kjarnorkusprengj- urnar á Hiroshima og Nagasaki með því að án þeirra hefðu Banda- ríkjamenn þurft að gera innrás í Japan og það hefði kostað milljónir manna lífið. Engin ólögleg skip hafa stundað veiðar á úthafs- karfa á Reykjaneshrygg á þessu ári. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra þakkar þetta sam- starfi þjóða sem hagsmuna hafa að gæta vegna veiða svokallaðra sjó- ræningjaskipa. Er það í fyrsta skipti í fjölda ára sem engin slík skip taka þátt í karfaveiðunum. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra tók á mánudag þátt í ráðstefnu um aðgerðir gegn ólög- legum fiskveiðum. Það voru Evr- ópusambandið (ESB) og stjórnvöld í Portúgal, sem fara nú með forsæti í ESB, sem buðu til ráðstefnunnar og fór hún fram í Lissabon. Alls voru á ráðstefnunni fulltrúar vel á fjórða tug ríkja og fóru sjávarút- vegsráðherrar viðkomandi landa fyrir meirihluta sendinefndanna. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur nýlega lagt fram til- lögu um aðgerðir sambandsins gegn ólöglegum fiskveiðum. Þannig stendur til að hindra að afurðir ólög- legra veiða komist á markaði innan ESB, án þess að hafa neikvæð áhrif á verslun með löglegar afurðir. Rakti Einar það starf sem unnið hefur verið, ekki síst innan Norð- austur-Atlantshafs fiskveiðinefnd- arinnar og benti á samstarf um eft- irlit á hafi, bann við því að skip komi til hafna í aðildarríkjunum og aukið eftirlit með löndun frystra afurða úr erlendum skipum. Engar sjóræningjaveiðar á karfa Á Norður- landaráðsþinginu í Ósló var rædd tillaga velferðarnefndar þingsins, sem Siv Friðleifsdóttir alþingis- maður veitir forstöðu, um að Norðurlöndin hafi frumkvæði að alþjóðlegum samningi sem setji reglur um ráðningu heilbrigðis- starfsfólks frá þróunarlöndum. Markmiðið með slíkum samningi væri að láta skortinn á heilbrigðisstarfsfólki í ríku löndunum ekki verða til þess að fótunum sé kippt undan heilbrigð- isþjónustu í viðkomandi þróunar- löndum þar sem hið sérhæfða starfsfólk sé „keypt í burtu“. Þróunarlönd fái að halda læknu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.