Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 13

Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 13
„Ég er gapandi yfir félaginu. Það er á góðu verði og þetta voru frá- bær kaup,“ segir Pálmi Haralds- son, stjórnarmaður í 365 en eign- arhaldsfélagið Fons, sem er í meirihlutaeigu hans, jók við hlut sinn í félaginu fyrir rúmar 600 milljónir króna og fer nú með 23,5 prósent í því. 365 skilaði sínu besta uppgjöri frá upphafi á fimmtudag en það sneri frá 323 milljóna króna tapi á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 40 milljóna króna hagnað nú. „Skoð- aðu bara uppgjörið,“ segir Pálmi og bætir við að bréfin hafi verið ódýr miðað við innistæðuna sem hann telur fyrirtækið eiga. Fons með fjórð- ung í 365 Á þriðja árfjórðungi er tap upp á rúmar 36 milljónir á rekstri vinnslustöðvarinnar, sem er mikil breyting frá sama tímabili í fyrra þegar fyrirtækið hagnaðist um tæpar 556 milljónir. Hagnaður Vinnslustöðvarinnar á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hins vegar 1.080 milljón- um króna, en nam á sama tímabili í fyrra einungis 63 milljónum. Heildartekjur Vinnslustöðvar- innar voru samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær rétt rúmir 4,5 milljarðar króna, örlitlu minna en í fyrra. Hagnaður á hlut fyrstu níu mánuði ársins nemur 72 aurum en var í fyrra ekki nema fjórir aurar. Vinnslustöðin græðir milljarð Tryggingamiðstöðin tapaði 555 milljónum króna á þriðja fjórðungi þessa árs. Hagnaður af rekstri félagsins fyrstu níu mánuði ársins nemur engu að síður tæplega 1,9 milljörðum króna. Í fyrra var hagn- aður fyrstu níu mánuðina 464 millj- ónir króna . Í tilkynningu frá TM segir að mikl- ar sveiflur hafi verið á gengi hluta- bréfa í ársfjórðungnum sem höfðu neikvæð áhrif á afkomu af fjárfest- ingastarfsemi félagsins. Afkoma af vátryggingastarfsemi sé enn undir markmiðum. Afkoma Nemi, dóttur- félags TM í Noregi, hafi verið í sam- ræmi við áætlanir og hlutföll tjóna og kostnaðar innan þeirra marka sem sett hafa verið. TM tapar á þriðja fjórðungi ...alla daga Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið. F í t o n / S Í A ÞESS VEGNA INNIHALDA NÝJU BARNAVÖRURNAR FRÁ NEUTRAL ENGIN ILMEFNI EÐA ÓNAUÐSYNLEG VIÐBÓTAREFNI OFNÆMI… NEI TAKK Þriðjungur allra barna á það á hættu að fá ofnæmi. Notkun ilmefna og ónauðsynlegra viðbótarefna eykur þá hættu. Neutral vill ekki stuðla að ofnæmi. Þess vegna innihalda nýju barna- vörurnar frá Neutral engin aukaefni og eru allar heilbrigðis- vottaðar í samstarfi við astmasérfræðinga. Það er framlag Neutral til heilbrigðrar húðar. 527 040 Neutral vörurnar eru viðurkenndar af dönsku astma- og ofnæmissamtökunum. E N N E M M / S IA / N M 3 0 5 9 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.