Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 30

Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 30
Ef þið lokið augunum og eigið að nefna þau þrjú orð sem einkenna útlit hvor annars, hvaða orð koma fyrst upp í hugann? Steingrímur: Hvor á að byrja á að byrja? Logi: Ég skal. Það sem kemur fyrst upp í hugann er skalli, rautt skegg og „talandi“. Steingrímur: Ég myndi segja karl- mannlegur, djúp rödd og geilin hérna í efri vörinni sem kemur oft út eins og svartur blettur þegar hann er að lesa í sjónvarpinu. Hún er svo djúp að það kemur skuggi í hana. Logi: Er það? Steingrímur: Já, hefurðu aldrei séð þetta sjálfur? Það gerist stund- um í vissri lýsingu að þá virkar þetta eins og djúp rönd. Ef þið væruð staddir í Gettu betur og yrðuð að þylja upp allt sem vitið hvor um annan, hverju gætuð þið dælt út úr ykkur? Logi: Steingrímur er úr Þistilfirði. Systir hans er gift lækni á Akur- eyri ef ég man rétt? Steingrímur: Passar. Logi: Hann var íþróttafréttamaður og ekki vinsæll sem slíkur, því Bjarni Fel leyfði honum aldrei að koma nálægt fótboltanum heldur var hann bara í blakinu eða ein- hverju svona. Hann er náttúrlega blakari. Hann lenti í bílslysi en er búinn að ná sér bærilega af því. Hann var kosinn þingmaður 1983. Mikill skörungur, mælskur og talar alltaf manna lengst. Býr í Breiðholtinu. Ég myndi gefa mér þrjú stig fyrir þetta. Steingrímur: Logi er í fyrsta lagi sonur Eiðs Bergmanns. Fékk gott sósíalískt uppeldi þótt það hafi kannski elst eitthvað af honum. Frísklegur í framkomu og grallari. Fastur fyrir í fótbolta og svo hefur hann góða rödd sem ég held að hafi hjálpað honum mikið. Einn af okkar allra bestu og skýrmæltustu fréttamönnum. Hann er svo myndarlegur að það hálfa væri nóg og hefur verið kosinn kyn- þokkafyllsti karlmaðurinn. Hann tilheyrir þotusettinu því hann og hans myndarlega kona eru á ann- arri hverri forsíðu Séð og heyrt. Svo veit ég að þau eru búin að finna sína hamingju í sveitasæl- unni á Dalvík og það sýnir nú bara að þau hafa ekki misst fótanna í frægðinni heldur eru bara í því að láta sér líða vel. Held að hann sé einhverjum fáeinum árum yngri en ég – þó ekki mörgum. Logi: Haha! Byrjum á bók vikunnar: Tíu litlir negrastrákar. Er þessi útgáfa hneisa að ykkar mati eða eru við- brögðin óþarfa viðkvæmni? Steingrímur: Mér finnst útgáfan kannski ekki hneisa í sjálfu sér en ég hefði farið varlegar í málið og verið meðvitaður um að þetta er vandmeðfarið. Að taka svona bók, frá allt öðrum tíma og tíðaranda, getur misskilist illilega eins og tíðarandinn er í dag. Það var svo- lítið gott sem viðmælandi Egils sagði í bókaþættinum Silfrinu á miðvikudagskvöld að það skipti máli í hvaða hillu bókin væri – hún ætti til dæmis ekki að vera með barnaefninu. Logi: Ég einmitt skil ekki af hverju þessi bók kemur út og hver myndi vilja kaupa hana. Það hefur ekkert með fordóma að gera. Mér finnst hún bara svo leiðinleg. Hún hefur ekkert söfnunargildi þar sem þetta er önnur útgáfa. Gamla bókin hefur það kannski. Ég næ bara ekki hvernig er hægt að selja 3.000 eintök af bókinni, það er bara eitt- hvert markaðslegt fyrirbæri. Steingrímur: Já, er það raunin? Logi: Það er það undarlega. Steingrímur: Þetta er alveg á grensunni. Og er svolítið sérstakt því þetta efni er ætlað börnum. Maður myndi ekki hafa áhyggjur af þessu ef þetta væri efni sem hefði fyrst og fremst skírskotun til fullorðins fólks. Maður myndi ekki kippa sér mikið upp þótt einhver tæki sig til núna og gæfi út Mein Kampf. Logi: Þekkjum við einhvern sem myndi gefa barninu sínu þessa bók? Steingrímur: Nei, það held ég ekki. Hafið þið lent í einhvers konar for- dómum um ykkar ævi sem hafa komið ykkur á óvart? Steingrímur: Þegar ég var nýkom- inn inn á þing og var á leið í þing- veislu fyrsta vetrardag kom maður út af Mímisbar og réðst á mig með óbótum og skömmum – að ég skyldi voga mér að láta kjósa mig á þing! Með þær ægilegu skoðanir sem ég hefði. Það fór kannski nærri því að geta talist fordómar. Logi: Fólk heldur að maður sé ein- hvern veginn, án þess að hafa nokkurn tímann hitt mann. Og verður svo hissa þegar ég er bara allt öðruvísi. Steingrímur: Já, og það er yfirleitt fólk sem þekkir mann mjög lítið eða ekki neitt. Það er til fólk sem hreinlega vill að myndin af manni sé svona eða hinsegin. Ég veit ekki hvort maður á að kalla það for- dóma eða rætni þegar einhver er vísvitandi eða meðvitað að búa til af manni einhverja mynd sem er alls ekki sönn. Mér finnst alltaf dálítið spaugilegt þegar fólk skrifar kannski langar greinar um það hvernig maður á að vera þegar kannski tíu mínútna samtal hefði dugað til að eyða þeim misskiln- ingi. Og auðvitað hef ég fengið minn skammt af því eins og allir aðrir í pólitík. Jólin virðast ekki vera ýkja langt undan. Ef þið yrðuð að ganga með jólaskraut framan á ykkur núna og fram að jólum, hvaða skraut yrði fyrir valinu? Hvað ætlarðu að giska á að Steingrímur myndi gefa þér, Logi, í jólagjöf ef hann fengi það verkefni? Og öfugt? Logi: Ég hugsa að ég myndi velja mér þessa glimmerrenninga, sem voru á jólatrjám oft hér í gamla daga – hvað heita þeir? Já, engla- hár. Myndi nota það sem trefil. Steingrímur: Ætli ég myndi ekki bara fá mér rauða húfu. Ég er nú ekki mikill húfumaður en svona í hörðustu vetrarkuldunum setur maður stundum upp húfu. Ég get þá bara haft hana rauða. Logi: Svo hugsa ég að ef Stein- grímur gæfi mér jólagjöf myndi hann gefa mér bókina sína hrein- lega. Ætli hann eigi ekki hálfan bíl- skúr af henni og muni gefa í tæki- færisgjafir næstu árin. Steingrímur: Get nú sagt þér það að ég á ekki nema tvö eintök. Logi: Áttu tvö eintök? Steingrímur: Já, og svo er eitthvað örlítið til hjá bókaforlaginu, hún gekk mjög vel. Ég held að Logi myndi gefa mér eitthvað kvikindis- legt. Kannski grænan stóran box- hanska. Ef hann ætlaði að vera höfðinglegur myndi hann gefa mér miða á leik með West Ham. Mest lesnu fréttirnar á vefmiðlum dagblaða landsins eru oftar en ekki tengdar afglöpum, hamborgaraáti og BMW-kaupum stórrra og smærri stjarna. Lesið þið þessar fréttir og hvað finnst ykkur um þennan áhuga? Væruð þið sendir á heimili Britney Spears á morgun til að kenna henni eitthvað sem nýst gæti henni í lífinu – hvað mynduð þið kenna henni? Steingrímur: Maður er nú svo sem ekkert alveg saklaus af því. Það er magnað að heimsbyggðin skuli vera lamin með fréttum af ein- hverri stelpu sem er að fara flatt á brennivíni og ljúfa lífinu. Áhuginn er greinilega til staðar og markaður- inn er fyrir hendi. Logi: Ef maður tæki bara hvern sem er – segjum Mugison – og límdi á hann myndavélar allan sólarhringinn myndi maður pott- þétt finna eitthvað. Mér finnast þessar fréttir svo oft litaðar af for- dómum. Ég las til dæmis ævisögu Robbie Williams og hann er maður sem öllu er snúið upp á. Og hann kom mér mjög á óvart. Steingrímur: Það er merkilegt hvernig svona týpur verða til. Eins Hann er svo myndarlegur að það hálfa væri nóg og hefur verið kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn. Hann til- heyrir þotusettinu því hann og hans myndarlega kona eru á annarri hverri forsíðu Séð og heyrt. Svo veit ég að þau eru búin að finna sína hamingju í sveitasælunni á Dalvík. Með rauða húfu og engla Steingrímur J. Sigfússon hefur tekið eftir djúpri geil á efri vör Loga Bergmanns sem ýkist oft í sterkum ljósum sjónvarpsvers. Logi er hálfan bílskúr af bókinni sinni og gefi hana hægri vinstri í tækifærisgjafir en Steingrímur segist aðeins eiga tvö eintök. Júlía Margrét Al og ræddi við þá um negrastráka og jólagjafir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.