Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 31

Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 31
Guðmundur Hafsteinsson tónskáld kippir kaffi- könnutenglinum úr innstungunni á kvöldin og stingur bílnum í samband í staðinn. Guðmundur og fjölskylda hans aka um á eftirtektar- verðum bíl. Hann er agnarsmár með rauðu aftursæti og tvílitu stýri. Hér er á ferðinni fyrsti indverski raf- magnsbíllinn á landinu, Reva City Car sem vann öku- tækjakeppnina Kappaksturinn mikli 2007 í septem- ber. „Við fengum bílinn 1. október og því er reynslan takmörkuð en hún er skemmtileg,“ segir Guðmundur. „Það tekur tíma að venjast bílnum, hann er svo lítill og ekki sami kraftur í honum og bensínbíl. Hann er glettilega seigur samt og kemst í 60-70 kílómetra hraða, sem hentar vel innanbæjar enda á ekki að keyra svona farartæki hratt.“ Guðmundur keypti bílinn í gegnum Perlukafar- ann. „Ég hef haft áhuga á því að eignast rafmagnsbíl frá því ég var í menntaskóla fyrir 35 árum,“ upplýsir hann. „Þeir hafa bara ekki verið á markaði hér fyrir almenning að því er ég best veit.“ Hann segir um 900 Reva-bíla í umferð á Englandi og hafa gefist vel. „Í London eru svo háir skattar á mengandi umferð að fólk álítur hagkvæmt að eiga svona bíl. Ég tel þá líka upplagða fyrir okkur Íslendinga. Við eigum svo mikla raforku sem er vannýtt á nóttunni,“ segir Guðmundur, sem setur bílinn í sam- band í venjulega innstungu. „Við tökum kaffivélina bara úr sambandi, keyrum svo af Seltjarnarnesinu til Hafnarfjarðar á kaffiorkunni og aftur til baka! Komumst 40-50 kílómetra núna á hleðslunni en eftir því sem geymirinn er hlaðinn oftar á geta hans til að halda rafmagni að aukast og miðað við 30.000 kíló- metra akstur á ári á orkan ekki að kosta nema 18.000 krónur. Það er alveg sérstaklega góð tilfinning að aka um án þess að puðra út miklum óþverra.“ Ekur á kaffiorkunni VIÐ FJÁRMÖGNUM ÞAÐ SEM UPP Á VANTAR! Ertu að spá í bílakaup? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 2 3 5 Nýttu þér upplýsingar og reiknivélar á www.gf.is eða hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 440 4400. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.