Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 40

Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 40
Kasper Salto byrjaði á að læra húsgagnasmíði og vann við fagið í fimm ár áður en hann ákvað að læra hönnun. „Draumurinn var að opna vinnustofu ásamt félaga mínum í húsgagnasmíðinni og vinna fallega hluti úr tré,“ segir Kasper en sá draumur breyttist þegar hann ákvað að kanna betur heim sköpunar og lista. „Mamma og amma voru báðar listakonur svo það var mikið teiknað í kringum mig í æsku. Sjálfur var ég nokkuð farinn að teikna hluti þegar ég fór í hönnunarskólann,“ segir hann. Þekktasta lína Kaspers heitir Ice og er framleidd af fyrirtæk- inu Fritz Hansen. „Ég hef lengst af unnið með Fritz Hansen og er með þrjár línur þar, Ice, Runner og síðan lítið borð sem kallast The Little Friend,“ segir Kasper og bætir því við að honum líki best við hluti sem hafa víðtækt nota- gildi. „Þegar ég hanna hluti þá hugsa ég fyrst og fremst um hvað vantar á markaðinn áður en ég spái í fagurfræðilegt gildi. Mér finnst mikilvægt að greina verk- efnið fyrirfram og kanna hvað það er sem vantar á markaðinn,“ segir hann en síðan sest hann niður með upplýsingarnar og hannar hlutina út frá þeim. „Fagurfræðina hugsa ég svo út í eftir á en hún kemur stundum af sjálfu sér þegar hlut- urinn er tilbúinn,“ segir Kasper og nefnir sem dæmi The Little Friend, en það er lítið kringlótt borð með stillanlegri hæð sem eykur mjög notagildi þess. Spurður um uppáhaldshönnuði sína segir Kasper: „Þegar ég var að velta fyrir mér að fara í hönnunarnámið á sínum tíma þá skoðaði ég vel það sem þekktir danskir hönnuðir voru að gera,“ segir hann og nefnir sem dæmi hönnuðina Arne Jacobsen og Poul Kjærholm. „Eins er ég mjög hrifinn af handverki húsgagna- smiðsins Hans J. Wegner.“ Næsta verkefni Kaspers er að ljúka við hönnun á lampalínu fyrir danska fyrirtækið Light Years. „Það er verkefni sem ég hef unnið ásamt félaga mínum, Thomas Sigsgaard, arkitekt. Við höfum unnið að þessu verkefni í þrjú ár og það á að vera tilbúið fyrir hina árlegu húsgagnasýningu í Stokk- hólmi í febrúar, þannig að við erum mjög spenntir fyrir því,“ segir Kasper sem einnig er með annað verkefni í bígerð fyrir stórt fyrirtæki með skrifstofuhúsgögn í Danmörku. Kasper þekkir nokkuð til ís- lenskrar hönnunar enda var hann í bekk með Erlu Ásgeirsdóttur í hönnunarskólanum í Danmörku og er mjög hrifinn af verkum hennar. Kasper segist mjög ánægður með að vera hér á Íslandi og hlakkar til að eyða helginni hér og kanna landið. „Ég fer heim á morgun en í dag ætla ég að fara Gullna hringinn og hlakka mikið til þess. Það er alveg öruggt að ég á eftir að koma hingað aftur,“ segir hönnuðurinn Kasper Salto. sigridurh@frettabladid.is Notagildi ofar fagurfræði Danski hönnuðurinn Kasper Salto verður hér á landi um helgina en hann kom til Íslands til að vera viðstaddur opnun nýrrar hæðar í Epal í Skeifunni. Sjálfur hannaði hann línuna Ice sem fæst í Epal auk borðs sem kallast The Little Friend. Danski hönnuðurinn Kasper Salto situr hér á stól sem hann sjálfur hannaði og er úr Ice-línunni sem fæst í Epal. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is FRUMLEGUR LAMPI LJósþráðatækni var notuð til að búa til þennan sérstæða lampa. Hönnunarfyrirtækið Refer+Staer hannaði lamp- ann en fyrirtækið er danskt og hefur sérhæft sig í framleiðslu ljósa. Stefna fyrirtækisins er að hanna ljós sem sameina íburðarmikið útlit og einfalda skandinavíska nálgun. lýsing hönnun ENDURNÝTT LÝSING Franska hönnuðinum Catherine Videlaine er annt um umhverfi sitt, reyndar hvað sem fyrir verður; myndavélar, ryksugur, straujárn eða gamlar eldavélar. Öllu þessu breytir hún í fallega lampa. Sjáið nánar á www.videlaine.com. 3. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.