Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 51
og þessi París Hilton – vinkona hennar þarna hinnar. Hún er ekki einu sinni leikkona eða neitt slíkt. Logi: Já, en hún hefur samt gert þrjár seríur af afar vinsælum sjón- varpsþætti, The Simple Life. Steingrímur: Já, ég skil. Ég hélt hún væri bara hótelerfingi. Logi: En svo gerist eitthvað og allt sem hún gerir verður það sem eftir lifir alveg rosalega fréttnæmt. Steingrímur: Ég hugsa að þetta byrji þannig að viðkomandi er veikur fyrir athyglinni og gefur færi á sér. En svo er ekki svo auð- velt að stjórna því þegar mynda- vélarnar eru farnar að hundelta þig. Logi: En værum við sendir heim til Britney Spears til að hjálpa henni myndi ég kenna henni að taka slátur. Steingrímur: Ég veit ekki hvort við myndum ná einhverju sambandi við hana. Hún og fleiri í þessari stöðu virðast vera að leita að sjálf- um sér og vita ekkert hvað þau vilja. Ég myndi bara ráðleggja henni að lifa í rólegheitum og spá í það hvort hún sé ánægð með lífið eins og það er í stað þess að berast áfram með straumnum, meðvit- undarlaus og óhugsandi. Logi: Svo finnst mér að fólk eigi að fara varlega í að stimpla annað fólk heimskt eða vitlaust, út frá einhverjum slúðurfréttum. Værir þú settur í hlutverk spyrils í sjónvarpssal, Steingrímur, og ættir að skapa þar vinsælasta þátt árs- ins, hvaða þrjá einstaklinga myndir þú fá til þín í salinn? Ef þú, Logi, yrðir settur í framboð fyrir Vinstri græn, hvaða málefni myndir þú setja efst á oddinn og hvaða þekkta einstakling (sem er í dag ekki skráður í flokkinn) myndir þú fá með þér á lista? Steingrímur: Þú segir nokkuð. Þeir yrðu að vera skemmtilegir. Ég gæti þá vel hugsað mér að fá Diddú. Hún er svo kát og einlæg og lætur bara vaða. Þá er komin ein hress. Ef ég tæki einn úr pólitíkinni myndi ég fá Guðna Ágústs enda er hann eins og Diddú með það að vera alltaf hann sjálfur. Svo eru þeir allir dánir sem mér detta í hug. Jú, kannski ég myndi bara taka frænda minn, Angantý Einarsson. Hann er góður sögumaður, fyndinn og skemmtilegur. Logi: Ef ég færi á lista Vinstri grænna myndi ég fara alla leið með áfengissöluna. Það yrði bara ein áfengisverslun og hún yrði á Esjunni, opin í hádeginu, þriðja hvern þriðjudag. Steingrímur: Hahaha! Logi: Nei, ég segi svona – ég vil fá bjór í búðir. Fyndist það ágætt. En ef ég ætla að tala af alvöru þá held ég að ég myndi reyna að vinna að málefnum öryrkja þannig að allir gætu haft það skikkanlegt. Á list- ann myndi ég svo fá Davíð Odds- son með mér. Ég held honum leið- ist. Að lokum. Ef þið mættuð bæta spurningu inn í viðtalið, handa hvor öðrum, hver yrði spurningin og hvert yrði svarið? Logi: Já. Sæll... segi ég nú bara. Ég spyr þig Steingrímur – hvaða stjórnmálamann finnst þér að ég ætti að fá í þáttinn til mín? Steingrímur: Hvað með aldurs- forseta Alþingis, Jóhönnu Sigurðardóttur? Hennar tími kom aftur og hún hefur sýnt ótrúlega seiglu og úthald og á þetta vel skilið. Hún getur verið mjög skemmtileg. Þá spyr ég Loga: Heldurðu að þú sért ekki bara til í að fara í pólitík – er þetta ekki orðið gott hjá þér í fréttamennsk- unni? Logi: Ég fæ þessa spurningu reglulega. En ég tel mig ekki hafa komið mér upp nógu góðu setti af pólitískum skoðunum. Ég hef ákveðnar skoðanir á hlutunum en ég veit ekki hvernig ég myndi passa innan einhvers ramma. Ég hef líka verið spurður hvort ég ætli ekki að bjóða mig fram til forseta. Ég held að það sé álíka gáfulegt. Steingrímur: Ég tek þessi rök þín gild en ég finn nú samt áhugann. Og það hefur úrslitaáhrifin. Við höfum ekkert að gera við fólk sem kemur hálfsofandi inn á þing. ahár r viss um að Steingrímur eigi lexandersdóttir hitti félagana Gildir til 7. nóvember eða á meðan birgðir endast. Úrval af sófum á frábæru verði Einungis fáanlegir í Smáralind og á markaði Hagkaupa Akureyri Bycast hornsófi 2+h+2 Roma Púðahornsófi 2+h+2 Paris Leðurhornsófi 2+h+2 6689 199.000kr GOTT VERÐ 158.900kr GOTT VERÐ 144.900kr GOTT VERÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.