Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 58

Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 58
Það hætti að rigna í birtingu um morguninn og landið kom bælt og vott undan storminum og myrkrinu og stutt í frost og hann bjóst við að snjóað hefði í fjöll um nóttina, en hann sá það ekki af því þokan grúfði sig niður í miðjar hlíðar þeirra. Hann var öðru hverju að horfa til mannaferða um auðan veginn og gljáan af vætunni, og yfir að Gilsbakkakoti, þar sem eng- inn sást á ferli og bæjarhúsin hníptu í háargrænu túninu líflaus og tómleg fyrir utan reykinn úr eldhússtrompinum sem lagðist eins og slæða yfir þökin. Indriði G. Þorsteinsson: Land og synir (1963) Orðtakið merkir að fá að kenna á harkalegri framkomu eða viðmóti. Miðhluti skipstefnis kallast barð, og líkingin dregin af ásiglingu skipa. Undarlegt var að heyra í útvarpi „að verða undir barðinu á einhverjum“ – og virðist þá ruglast á no. barð í merkingunni bakki á landi, sbr, moldarbarð. Fjölbreytt flóra – virðist allt í einu orðin málfarstíska. A.m.k. heyrðist þetta tvisvar í útvarpi 24. okt. „Fólk áttar sig ekki á því hvað það er þýð- ingarmikið að hafa fjölbreytta flóru aldurs á vinnumarkaði,“ sagði. Og í annan stað talaði maður um „fjölbreytta flóru verðkann- ana“. Hvort tveggja finnst mér fara illa. No. flóra er haft um jurtir eða rit um plöntutegundir á til- teknu svæði, en á hvorki við um aldur né verðkannanir. Oftar en einu sinni hef ég heyrt þessum tveimur orðum ruglað saman. Þannig sagði fréttamaður útvarps í pistli um skógarelda í Kalíforníu eitthvað á þá leið að hörmulegt væri þegar eignir manna hyrfu „í einu vettvangi“. Vettvangur (kk) merkir stað þar sem e-r atburður verður. Vetfang (hk) merkir hins vegar andrá, and- artak – og það mun fréttamaðurinn hafa ætlað að segja – eða hefði átt að segja. Strandsiglingar við landið – var svo sagt í útvarpi, og fannst mér það ámóta nauðsynlegt og að taka fram að flugsamgöngur séu í lofti. Ég hélt að no. lína væri kvenkyns. Í heilsíðu auglýsingu í Mbl. 25. okt. er hins vegar sagt: BMW 5-línan er einstakur í sinni röð… Undir fyrirsögninni „Breyttir tímar“ segir 25 okt.: „Fyrir rétt ári síðan [sic] skrifaði ég þrjá pistla hér á tónlistarsíðum Fréttablaðs- ins um niðurgang íslensks popps.“ Ég er ekki mikið fyrir popptónlist og fylgist því illa með líðan hennar. Ég veit því ekki heldur hvort það er vegna breyttra tíma að hún skuli komin með niðurgang. Vonandi nær hún sér af svo leiðum kvilla. Ég hef verið beðinn að spyrja hvort einhver kannist við höfund þessar- ar braghendu: Álfnesingur úti rær og aldrei sefur, dregur meir en drottinn gefur, dyggðasnauður maðkanefur. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is Það er ekki annað hægt en að velta fyrir sér kynslóðunum sem munu taka við þessu fjölmennasta landi í heimi. Börnin sem eru að alast upp í Kína eru einu börnin í heim- inum sem búa við þau örlög að þeim er bannað með lögum að eignast systkini. Þau eru fórnar- lömb þess að stjórnmálamenn landsins reyna að stemma stigu við fólksfjölgun með svokallaðri eins barns reglu, en um 20 milljón börn fæðast árlega í Kína. Það hefur vakið athygli mína hversu afslappaðir foreldrar virð- ast vera vera hér varðandi öryggi barna sinna miðað við íslenskan mælikvarða. Hér er mjög algengt að sjá börn í fangi foreldra sinna í framsætum í bifreiðum, börn eru reidd í kerrum aftan á hjólum algjörlega án alls öryggisbúnaðar og stærri börn sér maður svo standa aftan á bögglaberum á hjól- um foreldra sinna í þeirri brjáluðu umferð sem er hér alla daga. Það sem kemur manni kannski undarlegast fyrir sjónir hérna varðandi barnauppeldi er sérstök hönnun barnafata, þar eð barna- buxna. Smábörn ganga hér í buxum sem hafa langsum gat eftir rassinum og eru þau látin gera þarfir sínar þar sem þau eru stödd í það skiptið. Foreldrar taka þau í fangið og þau er látin pissa og kúka næstum því hvar sem er. Það þykir ekki sýna mikla umhyggju ef foreldrar nota bleiur. Verstar eru pappírsbleiurnar því ef þær eru notaðar er það merki um að foreldrarnir nenni ekki að hugsa um börnin sín, taubleiur eru skárri en sýna engu síður hirðuleysi for- eldranna. En frá praktískum sjón- armiðum má ætla að það yrði ansi þung byrði fyrir umhverfi heims- ins ef allir foreldrarnir hérna not- uðu pappírsbleiur. Eins og áður hefur komið fram mega kínverk pör aðeins eignast eitt barn og þótt efnameira fólk sé farið að brjóta þessar reglur og greiða í staðinn sektir fyrir að eignast fleiri börn eignast flestir aðeins eitt barn. Þetta veldur því að gamalgrónu venjurnar sem ríkja hér um að börn eigi að sjá fyrir foreldrum sínum, sérstak- lega strákarnir, hefur aukið áhyggjurnar um framtíð barn- anna. Áður fyrr voru það mörg systkini sem deildu byrðinni en nú er það einungis eitt barn sem verð- ur að sjá fyrir foreldrum sínum ásamt sinni eigin fjölskyldu. Jafnrétti kynjanna hefur farið aftur í Kína frá því sem var á tímum Maós. Sem dæmi má taka að engin kona er í æðstu stjórn Kommúnistaflokksins sem ræður mestu um málefni landsins. Einn af kennurum mínum við háskól- ann í Peking kom með áhugaverða kenningu. Hann telur að áhrif kvenna muni aukast til mikilla muna í kínverska þjóðfélaginu í framtíðinni vegna eins barns regl- unnar. Ástæðan er sú að drengir séu ofverndaðir af foreldrum sínum. Þeir fái ekki einu sinni að slást lengur því þeir eru foreldr- um sínum svo dýrmætir. Hins vegar séu stúlkur hvattar til dáða af foreldrum sínum og verði þær því mikið betur í stakk búnar til að takast á við lífsbaráttuna en drengirnir og þetta muni skila stúlkunum valdamiklum stöðum þegar til framtíðar er litið. 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið veglegan pakka sem inniheldur 20 ára afmælistónleika Síðan skein sól sem haldnir voru í Borgarleikhúsinu ásamt DVD! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.