Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 66
Hrekkjavakan var á miðvikudaginn og hún á alltaf sérstakan sess í hjarta mínu. Það er ekki mikið haldið upp á hana hér á landi en þegar ég var lítil stúlka í Lundúnum var þetta aðalhátíð haustsins. Mamma vinkonu minnar (sem leit út eins og vingjarnleg norn úr Harry Potter bók) hélt alltaf magnað Halloween-partí fyrir smáfólkið og það var mikið tilhlökkunar- efni að fara í norna- eða skrímslabúning og mæta í dularfulla fjögurra hæða viktoríanska húsið þeirra í skógarjaðrinum, þegar ilmurinn af brunnum laufum og frosti fyllti vitin. Veitingarnar voru blár ávaxtakokk- teill og köngulóarkökur og svo geystist allur nornaskríllinn út í myrkrið til að hringja á dyrabjöllur nágrannanna og æpa „Trick or treat“ eða grikkur eða gotterí eins og það útleggst á okkar ylhýra. Mér finnst reyndar alltaf gaman að hafa tækifæri til þess að klæða mig í nornargervi (eins undarlegt og það kann að virðast), og hef afskaplega gaman af grímubúningum ýmiss konar. En tíska sem ég hef þó alltaf erfitt með að ná er Gothara-tískan. Var afgreidd um daginn á vídeóleigu af geðþekkum pilti með litað svart hár og svartan varalit og hringi í öllum líkamshlutum og hugsaði hvað er eiginlega málið? Mér skilst að New-Goth sé nýjasta fyrirbærið í Hollywood eins og sést til dæmis á systrunum Mary-Kate og Ashley Olsen. Lúkkið samanstendur af síðum nornalegum pilsum, tjásulegu hári, klesstri, mjög svartri augnmálningu og síðum hálsfestum. Minnir mig dálítið á vinkonu mína í háskóla sem mætti alltaf með gervikóngulær um hálsinn í fornenskutímum og hélt afmælisveislur þar sem gestir þurftu (í fúlustu alvöru) að drekka mjöð og tilbiðja þrumuguð- inn Þór með dynjandi dauðarokkstónlist í bakgrunninum. Hún dró mig líka á dauðarokksklúbb rétt hjá Tottenham Court Road sem var einstak- lega minnisstæð reynsla. Þar hétu allir „Spider“ eða „The Dark Lord“ eða „Vampiria“ og tóku hlutverk sín mjög alvarlega ásamt hvítri andlitsmáln- ingu, svörtu síðu hári og óhugnanlegum fylgihlutum. Ég var með hálsríg í tvær vikur eftir að dansa eins og þetta lið við Sepultura og álíka öskur- sveitir. Eins og ég segi finnst mér mjög hresst að setja upp tennur og oddmjóan hatt á hrekkjavökunni eða á grímuballi en að gangast upp í þessum hlutverkaleik dagsdaglega er mér óskiljanlegt. Þetta er eins og að festast í tölvuleik og komast aldrei úr honum aftur. Það er þó sjálfsagt að daðra örlítið við dökku hliðarnar í haust með því að fara í flotta svarta slá, klæða sig upp í svart flauel og Dead-bol og vera óspar á svarta ælæner- inn. Svona til hátíðabrigða í skammdegisstemningunni. Af nornum, forynjum og hálsríg Leður verður oft áberandi á haustin og fyrir veturinn framundan hafa hönnuðir sýnt mikið af mjúku og ofurþunnu leðri sem var óvenju kvenlegt og nútíma- legt. Snið voru einstaklega falleg og litir allt frá klassísku og svörtu upp í kamelbrúna og fölgráa. Prada og Giles sýndi klæðileg plíseruð pils sem passa fullkomlega í vinnuna og Giles sýndi að einfaldi leðurkjóllinn er „möst“ vetrarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.