Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 66

Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 66
Hrekkjavakan var á miðvikudaginn og hún á alltaf sérstakan sess í hjarta mínu. Það er ekki mikið haldið upp á hana hér á landi en þegar ég var lítil stúlka í Lundúnum var þetta aðalhátíð haustsins. Mamma vinkonu minnar (sem leit út eins og vingjarnleg norn úr Harry Potter bók) hélt alltaf magnað Halloween-partí fyrir smáfólkið og það var mikið tilhlökkunar- efni að fara í norna- eða skrímslabúning og mæta í dularfulla fjögurra hæða viktoríanska húsið þeirra í skógarjaðrinum, þegar ilmurinn af brunnum laufum og frosti fyllti vitin. Veitingarnar voru blár ávaxtakokk- teill og köngulóarkökur og svo geystist allur nornaskríllinn út í myrkrið til að hringja á dyrabjöllur nágrannanna og æpa „Trick or treat“ eða grikkur eða gotterí eins og það útleggst á okkar ylhýra. Mér finnst reyndar alltaf gaman að hafa tækifæri til þess að klæða mig í nornargervi (eins undarlegt og það kann að virðast), og hef afskaplega gaman af grímubúningum ýmiss konar. En tíska sem ég hef þó alltaf erfitt með að ná er Gothara-tískan. Var afgreidd um daginn á vídeóleigu af geðþekkum pilti með litað svart hár og svartan varalit og hringi í öllum líkamshlutum og hugsaði hvað er eiginlega málið? Mér skilst að New-Goth sé nýjasta fyrirbærið í Hollywood eins og sést til dæmis á systrunum Mary-Kate og Ashley Olsen. Lúkkið samanstendur af síðum nornalegum pilsum, tjásulegu hári, klesstri, mjög svartri augnmálningu og síðum hálsfestum. Minnir mig dálítið á vinkonu mína í háskóla sem mætti alltaf með gervikóngulær um hálsinn í fornenskutímum og hélt afmælisveislur þar sem gestir þurftu (í fúlustu alvöru) að drekka mjöð og tilbiðja þrumuguð- inn Þór með dynjandi dauðarokkstónlist í bakgrunninum. Hún dró mig líka á dauðarokksklúbb rétt hjá Tottenham Court Road sem var einstak- lega minnisstæð reynsla. Þar hétu allir „Spider“ eða „The Dark Lord“ eða „Vampiria“ og tóku hlutverk sín mjög alvarlega ásamt hvítri andlitsmáln- ingu, svörtu síðu hári og óhugnanlegum fylgihlutum. Ég var með hálsríg í tvær vikur eftir að dansa eins og þetta lið við Sepultura og álíka öskur- sveitir. Eins og ég segi finnst mér mjög hresst að setja upp tennur og oddmjóan hatt á hrekkjavökunni eða á grímuballi en að gangast upp í þessum hlutverkaleik dagsdaglega er mér óskiljanlegt. Þetta er eins og að festast í tölvuleik og komast aldrei úr honum aftur. Það er þó sjálfsagt að daðra örlítið við dökku hliðarnar í haust með því að fara í flotta svarta slá, klæða sig upp í svart flauel og Dead-bol og vera óspar á svarta ælæner- inn. Svona til hátíðabrigða í skammdegisstemningunni. Af nornum, forynjum og hálsríg Leður verður oft áberandi á haustin og fyrir veturinn framundan hafa hönnuðir sýnt mikið af mjúku og ofurþunnu leðri sem var óvenju kvenlegt og nútíma- legt. Snið voru einstaklega falleg og litir allt frá klassísku og svörtu upp í kamelbrúna og fölgráa. Prada og Giles sýndi klæðileg plíseruð pils sem passa fullkomlega í vinnuna og Giles sýndi að einfaldi leðurkjóllinn er „möst“ vetrarins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.