Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 78
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Kári Kárason, flugmaður hjá Ice- landair, hefur fengið það verkefni að fljúga með 80-90 Kanadamenn hringinn í kringum hnöttinn á 25 dögum. Með í för verða tveir aðrir íslenskir flugmenn, sex flugfreyj- ur og einn flugvirki. Ferðin er skipulögð af ferðaskrifstofu í Kan- ada og hver farþegi þarf að borga um 2 milljónir íslenskra króna fyrir sætið. „Við erum svo heppin að fá að sinna þessu,“ segir Kári en eins og gefur að skilja er dagskráin ansi þétt. Áhöfnin flýgur til Kanada á morgun, þaðan til Rússlands, Japan, Hong Kong, Víetnam, Kambódíu, Indlands, Dubai, Kenía, Egypta- lands, Tékklands og loks aftur til Keflavíkur. „Farþegarnir stoppa á hverjum stað og fara í skoðunar- ferðir. Við í áhöfninni höfum þess vegna yfirleitt heilan dag til þess að skoða okkur aðeins um.“ Kári segir heimsreisur sem þessar verða æ algengari. „Mér skilst að við séum nú þegar að fara í fimm svona heimsflug eftir áramótin. Þau eru þó ekki öll eins. Þessi ferð er um norðurhvelið en stundum er farið um suðurhvelið til Suður-Ameríku, Ástralíu og svo framvegis.“ Kári er að fara í heimsreisu í fyrsta skipti en segir áhöfnina við öllu búna. „Við fáum góða kynningu fyrir brottför enda er hugsunarháttur- inn oft og tíðum öðruvísi á þessum stöðum. En við reiknum nú ekki með að lenda í neinum vandræð- um.“ Hann segist ætla að láta dag- skrána ráðast þegar á staðina er komið. „Við erum með ágætis upp- lýsingar um markverða staði. Ég er reyndar búinn að ákveða að kíkja á flugvélaverksmiðju í Prag og fara í safarí í Kenía.“ Hópurinn verður með blogg á slóðinni heimsfarar. blog.is. Borga 2 milljónir fyrir sætið „Ef hann er ekki að auglýsa Land Rover þá segi ég bara lélegur smekkur,“ segir Bubbi Mort- hens um nýjustu auglýsingu átrúnaðargoðs síns Bob Dylan þar sem hann ekur um á glæ- nýjum Cadillac Escalade-jeppa. „Ef þetta væri Cadillac ´57 árgerðin væri þetta kannski í lagi,“ segir Bubbi sem kann- ast vel við áhuga Dylans á Cadillac. „Hann gerði mjög flott lag, einmitt um þetta, með Mark Knopfler sem heitir Union Sundown.“ Í auglýsingunni, sem var nýlega frumsýnd í Bandaríkjunum, ekur Dylan úti í óbyggðum og hlustar á útvarpið, með kúrekahatt á höfði og dökk sólgleraugu. Þykir aug- lýsingunni svipa mjög til aug- lýsingarinnar með Bubba þar sem hann ekur á jeppa sínum uppi í sveit og hlustar á útvarpið inni í hlýjunni. Má segja að Dylan sé þarna að feta í fótspor Bubba, sem er nokkuð skondið því Bubbi hefur alla tíð haft miklar mætur á Dylan og verið undir sterkum áhrifum frá honum í lagasmíðum sínum. Í lok auglýsingarinnar er minnst á vinsælan útvarpsþátt Dylans, Theme Time Radio Hour, sem er einmitt í miklu uppáhaldi hjá Bubba. „Hann er alveg frábær. Ég hvet alla til að fara á netið og hlusta á hann. Hann er mikið með þema, til dæmis lög um mömmur, bíla eða ástina. Síðan les hann upp bréf sem fólk sendir inn. Þetta eru öðruvísi þættir en mjög flott- ir,“ segir Bubbi. Áhugasömum Dylan-aðdá- endum er bent á heimasíðuna www.xmradio. com/bobdylan þar sem þeir geta hlustað á goðið spila uppáhaldslögin sín. Bubbi segir Dylan hafa lélegan smekk Meistarakokknum og bakara Íslands, Jóa Fel, er margt til lista lagt í orðsins fyllstu merkingu. Hann vinnur hörðum höndum við að opna eitt glæsilegasta bakarí landsins í Holtagörðum sem jafn- framt verður eitt það stærsta og í samtali við Sportveiðiblaðið segist Jói mála myndir af þeim veiðistöð- um þar sem hann hefur annað- hvort rennt fyrir laxi, skotið hrein- dýr eða gæs. „Jú, þetta er rétt, ég tek ljósmyndir af veiðistöðum og ef mér líst vel á þær þá mála ég staðinn,“ útskýrir Jói en bætir því við að honum hafi nú gefist lítill tími að undanförnu til að munda pensilinn, þeir kraftar hafi aðal- lega nýst á veggina í nýja bakarí- inu. Jói segist hafa málað og teiknað frá því hann man eftir sér sem lít- ill strákur. „Þetta eru bara ein- hverjir duldir hæfileikar sem maður dregur fram endrum og eins,“ bætir hann við en bakarinn er með glæsilega og rúmgóða vinnuaðstöðu heima hjá sér þar sem eru trönur og allir aðrir hlutir sem listamaður þarf til að skapa, hugsa og framkvæma. „Þetta er örugglega betri aðstaða en margir myndlistarmenn þurfa að búa við enda er ég náttúrlega ekki á lista- mannalaunum,“ segir Jói sem hefur selt nokkur verk og þau Björn Leifsson og Hafdís Jónsdótt- ir, oftast kennd við World Class, eiga meðal annars glæsilegt mál- verk eftir listamanninn Jóa Fel sem þau keyptu af honum. Þá hefur Jói einnig gefið veiðifélög- um sínum málverk eftir sjálfan sig á stórhátíðum og tyllidögum. Áhorfendur Stöðvar 2 hafa séð Jóa þeysast um Ítalíu þar sem hann hefur kynnt sér matarmenn- inguna þar í landi og segir bakar- inn að þetta hafi verið einstök lífs- reynsla. „Þetta var mikið púl og við fórum á milli tveggja til þriggja tökustaða á dag. En það var einnig magnað að komast í kynni við þetta ferska hráefni sem þeir hafa á boð- stólum,“ útskýrir Jói sem var að sjálfsögðu með myndavélina sína með sér. Bakarinn sá nokkra fal- lega staði sem gætu vel ratað inn í ramma þegar fram líða stundir. Pétur Pétursson HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.