Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 4
 Svissneskur maður, sem starfaði í Írak á vegum banda- ríska öryggisfyrirtækisins Blackwater, er nú til rannsóknar hjá herrétti í Sviss vegna gruns um að hann hafi brotið lög gegn málaliðum. Bandaríkin hafna því alfarið að öryggisverðir á vegum banda- rískra einkafyrirtækja í Írak geti talist málaliðar, en Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt þetta nýja tegund af málaliðastarfsemi sem falli illa að alþjóðalögum um framferði í stríði. Ef svissneski dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að starfsemi Blackwater-manna í Írak falli undir hernaðarstarf- semi, þá má maðurinn búast við allt að þriggja ára fangelsisdómi. Svisslendingur rannsakaður Fulltrúar ríkjanna fjögurra, Íslands, Írlands, Englands og Færeyja, sem keppast um yfirráð á Hatton- Rockall svæðinu, hittust á dögunum. Lítill árangur varð á öðrum fundi hópsins sem haldinn var í Kaupmannahöfn. Í kjölfar fundarins birtist viðtal við Dermot Ahern, utanríkisráð- herra Írlands, þar sem hann segir Íra hafa lagt fram sáttatillögu sem Færeyingar hafi sýnt áhuga, en Ísland hafi enn ekki tekið afstöðu til. Hann vonist þó til þess að ríkin nái sáttum áður en frestur þeirra til að skila greinar- gerð til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna rennur út árið 2009. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur sagt tillögur Íra vera óviðunandi fyrir Ísland. Lítill árangur á öðrum fundi Bandarísk þingnefnd féllst í gær á að Michael Dukasey yrði næsti dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna. Næsta öruggt þykir að öldungadeild þingsins samþykki þá ráðstöfun á næstu vikum. Úrslitum réð að tveir demó- kratar féllust á að greiða Dukasey atkvæði sitt í trausti þess að hann standi við loforð um að framfylgja banni við svo- nefndum vatnsbrettapyntingum, ef Bandaríkjaþing setur lög um það. Dukasey tekur við af Alberto Gonzales, sem var látinn hætta vegna harðrar gagnrýni. Mukasey nú næsta öruggur „Þetta kallar á nýjar og dýrari lántökur fyrir kaupendur,“ segir Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali, um þá ákvörðun Kaupþings að banna fasteigna- kaupendum að yfirtaka íbúðalán sem bera lægri vexti en bjóðast í bankanum á hverjum tíma. Það þýðir að þeir sem tóku lán á 4,15 prósenta vöxtum geta ekki boðið kaupendum fasteignar að yfirtaka lánið þrátt fyrir að þeir séu með öll sín viðskipti í Kaupþingi. Breytingin tekur gildi 2. desem- ber næstkomandi. Benedikt Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Kaupþings, segir að vissar takmarkanir hafi alltaf verið á yfirtökum lána. Hann bendir á að sá sem upphaflega tók lánið geti flutt það með sér og njóti þannig áfram sömu kjara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa Frjálsi fjár- festingabankinn og SPRON tekið upp sömu reglur. Vala Pálsdóttir, upplýsingafulltrúi Glitnis, segir hins vegar enga ákvörðun hafa verið tekna hjá Glitni um svipaðar aðgerðir. Í sama streng tekur Anna Sigurðardóttir, forstöðumað- ur útibúaþróunar hjá Landsbank- anum. Hallur Magnússon, sviðstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir fast- eignakaupendur geta tekið yfir lán Íbúðalánasjóðs sem séu hag- stæðari en gengur og gerist á markaðnum á hverjum tíma. Markmið Íbúðalánasjóðs sé að ná jafnvægi í lengd inn- og útlána. Vextir útlána taki mið af því hversu hagstætt Íbúðalánasjóður geti fengið lánað í jafn langan tíma og lánið er veitt. Því þurfi Íbúða- lánasjóður ekki að breyta vöxtum á lánstímanum. Þetta sé eitt af ein- kennum sjóðsins. Ólafur B. Blöndal segir þessar hömlur á yfirtöku lána munu virka íþyngjandi í viðskiptum. Reglurn- ar séu ekki í samræmi við það sem fólk hélt að gilti upphaflega þegar það tók lánin. Nú muni íbúðakaup- endur hugsa sig tvisvar um áður en þeir fá lánað hjá bönkunum. Hér áður fyrr hafi hagstæð lán á íbúðum verið ákveðin gulrót fyrir hugsanlega kaupendur. Nú sé búið að taka fyrir það. Hann bendir þó á að fólk geti flutt lánin með sér yfir á aðrar fasteignir sem það kaupir. Stóru viðskiptabankarnir hafa tilkynnt hækkun vaxta á nýjum íbúðalánum eftir stýrivaxtahækk- un Seðlabankans á fimmtudaginn. Hjá Kaupþingi verða vextir nýrra lána 6,4 prósent. Hjá Glitni verða vextirnir 5,8 prósent á lánum með fasta vexti og 6,5 prósent á lánum með breyti- lega vexti. Hjá Landsbankanum eru vextir nýrra íbúðalána 5,75 prósent og 6,45 prósent með end- urskoðunarákvæði. Íþyngjandi hömlur á yfirtöku íbúðalána Kaupendur íbúða mega ekki yfirtaka íbúðalán Kaupþings á hagstæðari kjörum en nú bjóðast hjá bankanum. Kallar á nýjar og dýrari lántökur segir fasteigna- sali. Ekki lengur gulrót fyrir hugsanlega kaupendur að yfirtaka hagstæð lán. „Það er tvennt ólíkt að meta svona fyrirtæki, REI og Geysi Green. REI er að miklum hluta fyrirtæki með eignir sem erfitt er að festa hönd á og því býður það upp á mismunandi túlkanir. En Geysir var einfaldlega verð- metinn samkvæmt eignum, þegar við komum þar inn,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, fjárfestir og hluthafi í Geysi Green Energy. Verðmatið hafi því verið afar hefðbundið og einfalt. „Menn lögðu bara saman og drógu frá,“ segir hann. Haft var eftir Hjörleifi B. Kvar- an, forstjóra Orkuveitu Reykja- víkur, í blaðinu í gær að þegar Geysir Green var sameinað REI, hafi það verið verðmetið sam- kvæmt viðskiptum í september, þegar 8,5 prósenta hlutur í Geysi var seldur Ólafi Jóhanni og Gold- man Sachs. Þetta verðmat hafi verið of hátt. Ólafur Jóhann segir hins vegar að hann telji sig og Goldman Sachs hafa keypt á eðlilegu verði: „Annars hefðum við ekki keypt hlutinn. Þetta var sanngjarnt verð og Goldman Sachs sá um að semja fyrir mig. Þetta var því mjög eðli- legur ferill, eins og öll viðskipti innan Geysis á þeim tíma.“ Einfalt að verðmeta Geysi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.