Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 6
Ertu samþykkur áformum félagsmálaráðherra að afnema launaleynd? Finnst þér að auka eigi íþrótta- kennslu í grunnskólum? Norðmenn og Rússar hafa náð samkomulagi um að heildarkvóti þorsks í Barentshafi verði 430 þúsund tonn á árinu 2008. Kvóti strandþorsks verður 21 þúsund tonn. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. Í tilkynningu frá norska sjávarútvegsráðuneytinu er það haft eftir Helgu Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, að unnt hafi verið að halda kvótan- um nær óbreyttum vegna þess að tekist hafi að draga úr ólöglegum veiðum á Barentshafsþorski. Engin loðna eða karfi verða veidd á næsta ári. Þorskkvóti nær óbreyttur Það sem af er þessu ári hafa 38 kynferðisbrotamál komið til meðferðar hjá lögreglu- stjóraembættinu á Selfossi, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra. Fjölgun mála af þessum toga hjá embættinu hefur vaxið jafnt og þétt á síðastliðnum árum, segir Ólafur Helgi. Árið 2000 voru átta kynferðisbrotamál til meðferðar hjá því. Árið 2006 voru þau 14 talsins. Lögreglan á Selfossi hefur frá áramótum fengið kynferðisbrotamál til rannsóknar frá lögreglunni á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Umdæmið á Hvolsvelli nær einnig yfir Vestur-Skaftafellssýslu. „Við höfum fengið tíu mál utan Árnessýslu í rannsóknardeildina það sem af er þessu ári,“ segir Ólafur Helgi. „Við förum því úr fjórtán málum, hér í sýslunni, upp í 28 mál, sem er tvöföldun.“ Hluta af þessari aukningu má rekja til Byrgis- málsins svonefnda, þar sem átta ungar konur kærðu Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann, fyrir kynferðislega misbeitingu. Þeirri rannsókn, sem telst átta mál, er lokið og hefur hún verið send til ríkissaksóknara. „Það er erfitt að fullyrða um einhverja eina skýringu á þessari fjölgun,“ segir Ólafur Helgi. „Hluti af henni gæti verið sá að fólk sé einfaldlega viljugra að kæra nú en áður. Það viti þá væntanlega að tekið sé á málum og þeim fylgt eftir.“ Ólafur Helgi útskýrir enn fremur að kærð mál til embættisins varði bæði börn innan 18 ára og fullorðna sem orðið hafi fyrir kynferðislegri misbeitingu. Hann vill ekki ræða eðli mála nánar þar sem auðvelt sé þá að rekja þau. „Við höfum ekki gert sérstaka úttekt á þessu, en málin hafa hrannast upp,“ segir Ólafur Helgi. „Þá er ég ekki að tala um að það taki langan tíma að rannsaka þessi mál og að þau séu tímafrek og erfið, heldur veldur það áhyggjum að þessi fjölgun skuli vera að koma upp því það vekur rökstuddan grun um að eitthvað sé að í samfélaginu. Vitaskuld er það mjög lítill hluti samfélagsins sem tengist þessum málum, en á móti kemur að þau hafa alltaf áhrif á sitt nánasta umhverfi.“ Kynferðisbrotamál- in hrannast upp Kynferðisbrotamálum sem koma til rannsóknar hjá lögreglustjóraembættinu á Selfossi hefur fjölgað til muna það sem af er þessu ári. Málin varða kynferðis- lega misbeitingu bæði á börnum og fullorðnu fólki, að sögn lögreglustjóra. PÍTUBAKKI 2.390 kr. ÁVAXTABAKKI 2.480 kr. Vínber, melónur, ananas, appelsínur, perur og fleiri gó›ir ávextir. N†TT PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* *Frí heimsending gildir a›eins ef panta›ir eru 3 e›a fleiri bakkar. Tikka masala kjúklingur, jöklasalatog pítubrau›. Reykt skinka, eggjasalat, jöklasalat og pítubrau›. Nánari uppl‡singar á somi.is N†TT Banni um notkun fóstur- vísa til stofnfrumurannsókna verður aflétt að hluta ef frum- varp heilbrigðisráðherra um tæknifrjóvgun verður að lögum. Heimilt verður að nota umfram- fósturvísa til glasafrjóvgunar í slíkar rannsóknir. Við glasafrjóvgun í æxlunartil- gangi eru að jafnaði búnir til fleiri fósturvísar en notaðir eru í því skyni. Ástæðan fyrir því er að líkur aukast á lífvænlegum fósturvís- um ef margir eru búnir til. Líf- vænlegir fósturvísar sem ekki eru valdir til notkunar eru að jafnaði geymdir. Klónun verður enn ólögleg sam- kvæmt frumvarpinu, en svokall- aður kjarnaflutningur í rann- sóknaskyni verður leyfilegur í undantekningatilfellum. Þá er kjarna úr líkamsfrumu komið fyrir í eggfrumu konu, en talið er að notkun slíkra frumna geti bætt meðhöndlun sjúkdóma og aflað þekkingar í líf- og læknis- fræði. Rannsóknir á fósturvísum verða áfram óheimilar ef þær ógna lífsmöguleikum þeirra. Frumvarpið var fyrst lagt fram á þingi í vor en fékk ekki afgreiðslu fyrir kosningar. Stofnfrumubanni verði aflétt Áætlaður kostnaður við nýtt 6.000 fermetra óperuhús í Kópavogi verður um 2,5 milljarðar. Húsið mun taka 800 manns í sæti og gert er ráð fyrir þreföldu sviði svo hægt sé að sýna fleiri en eina sýningu samtímis að sögn Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Í fjárhags- áætlun frá árinu 2005 var gert ráð fyrir að kostnaður við verkið yrði 1,8 milljarðar. Gunnar segir Íslensku óperuna vanta heimili og segist hafa boðið henni að flytjast til Kópavogs eftir að ljóst var að hún fengi ekki aðstöðu í Tónlistarhús- inu í Reykjavík. Hönnunargögn hafa þegar verið send þremur arkitektastofum. „Ein stofanna, Alark, annaðist hönnun menningar- húss bæjarins. Hinar tvær, Ark og Arkþing, eru með þeim stærstu í bransanum í dag. Við setjum þau skilyrði að stofurnar vinni með erlendum sérfræðing- um á sviði hönnunar að þessari gerð.“ Gunnar segist leggja áherslu á fjármögnun einkaaðila og að fjórir hafi þegar sýnt áhuga. Hann sagðist ekki vilja tilgreina hverjir þeir aðilar væru eða hvað þeir hygðust leggja mikið fé í húsið. „Lykillinn í hugmynd minni var að einkaaðilar legðu til hlutafé sem þeir geta ekki tekið út eða ávaxt- að og er einungis ætlað þeirri starfsemi sem er í húsinu.“ Gunnar vonast til þess að ríkið muni koma að uppbyggingu óperuhússins og segist hafa átt í viðræðum við menntamálaráðherra. „Ég vona að þessu verkefni verði sýnd jafnmikil virðing og þeim menningarhúsum annars staðar á landinu sem ríkið styrkir, eins og á Akureyri og í Vestmannaeyjum.“ Hafist verður handa við byggingu hússins síðla árs 2008.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.