Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 10
 Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á loðnuveiðum í flotvörpu sýna að 60 til 80 prósent þeirrar loðnu sem kemur inn í vörpuna sleppur út aftur. Aðeins enda því 20 til 40 prósent sem afli. Þetta kom fram í erindi Haraldar Arnar Einarssonar, veiðarfærasérfræðings Hafrann- sóknastofnunar, á nýliðnum aðalfundi LÍÚ. Í máli hans kom fram að ekkert væri vitað um afdrif þeirrar loðnu sem sleppur út í gegnum möskva vörpunnar. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hversu lífvænleg loðnan er en erfitt er að koma slíkum rannsóknum við. Meirihluti loðnu sleppur RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Á kynningartilboðiRV Uniqueörtrefjaræstikerfið Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ DAGSKRÁ Fimmtudag 8. nóvember kl. 20–22.30 Stjórnmálin frá A til Ö Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar Neytendamál Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Bæjarmál í Reykjanesbæ Guðbrandur Einarsson, oddviti A-listans í Reykjanesbæ Föstudag 9. nóvember kl. 20–23 Samfylkingin – Pólitískt inntak og erindi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar Alþingi og þingflokkurinn Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar „Ungliðarnir eiga að vera með kjaft og halda partí“ Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna Skráning fer fram á samfylking@samfylking.is Allar frekari upplýsingar veittar í síma 414 2200 og á www.samfylkingin.is Aðgangur ókeypis og öllum heimill Allir með! Fimm afganskir þingmenn og tugir annarra fórust í gær þegar sprengja sprakk í Baghlan-héraði í norðurhluta í Afganistan. Tugir skólabarna særð- ust af völdum sprengingarinnar. Sprengingin varð fyrir utan sykurverksmiðju þegar þingmenn- irnir voru á leið inn í hana. Skóla- börn, öldungar og borgarstarfs- menn voru þar samankomnir til að fagna sendinefnd 18 þingmanna frá neðri deild afganska þingsins í Kabúl. Misvísandi upplýsingar bárust frá afgönskum stjórnvöldum um fjölda látinna. Innanríkisráðuneyt- ið sagði 28 hafa látist en áður hafði önnur ríkisstofnun sagt hina látnu vera 64. Aðrir sögðu allt að 90 manns hafa fallið. „Börnin stóðu báðum megin göt- unnar og voru að heilsa þingmönn- unum þegar sprengingin varð,“ sagði Mohammad Yousuf Fayez, læknir við stærsta sjúkrahúsið í Baghlan. Hann segir einnig hugs- anlegt að ættingjar sumra hinna látnu hafi náð í líkin, sem eftir höfðu orðið á staðnum, og því erf- itt að finna út hversu margir þeir voru sem fórust. Þetta ár hafa meira en 5.700 manns fallið í árásum og átökum í Afganistan, en sjaldan hefur ein árás valdið jafn miklu manntjóni. Talsmaður Bandaríkjahers segir að sprengjuárásin sé engu að síður af sama tagi og talibanar hafa framið undanfarið. Ekkert bendir til þess að al-Kaída hafi komið nálægt þessari árás. Í gær skýrði Anne-Grethe Ström-Erichsen, varnarmálaráð- herra Noregs, frá því að norsk stjórnvöld myndu á næsta ári senda 250 manna liðsauka og þyrlur til að styrkja fjölþjóðaher- lið NATO í Afganistan. NATO er með um 35 þúsund manna fjöl- þjóðaherlið í Afganistan og hefur meðal annars átt í hörðum bardög- um við talibana í suðurhluta lands- ins. Í liðsauka Norðmanna verða 150 sérsveitarhermenn sem verða í Kabúl um átján mánaða skeið frá og með mars á næsta ári. Einnig munu 100 fótgönguliðar og tvær eða þrjár þyrlur bætast við 550 manna norska herliðið sem er stað- sett skammt frá borginni Maym- ana í norðurhluta Afganistans. Sprengjuárás í Afganistan Fimm þingmenn og tugir annarra fórust, auk þess sem tugir skólabarna særðust í sprengjuárás í Afganistan. Norðmenn senda liðsauka á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.