Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 12
Skráning hafin á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru á landsbanki.is Fjármálakvöld fyrir alla Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld“, röð fjármálanámskeiða fyrir almenning. Á námskeiðunum fjalla sérfræðingar bankans um þætti sem lúta að fjármálum heimilanna, fjárfestingartækifærum og lífeyrismálum. Fjármálafræðslan er öllum opin og án endurgjalds. Fræðslukvöld fyrir innflytjendur Fræðslukvöld verða haldin fyrir innflytjendur en námskeiðin eru samvinna sérfræðinga hjá Alþjóðahúsi og Landsbankanum. Námskeiðin eru opin öllum án endurgjalds og verða kennd á íslensku en eitt markmið námskeiðanna er að flétta saman íslenskukennslu og fjármála- fræðslu. 8. nóvember, Árbær Tómas N. Möller, forstöðumaður Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans, fjallar um fjármál heimilisins. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja fá hagnýt ráð um lántökur, ávöxtun, sparnað og fjármál heimilisins almennt. Dagskrá fræðslukvölda 8. nóv. Fjarðargata Greiðslumiðlun og lántaka 15. nóv. Aðalbanki Greiðslumiðlun og lántaka 22. nóv. Mjóddin Tryggingar og sparnaður 29. nóv. Laugavegur Tryggingar og sparnaður N ÓV EM BE R ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 39 86 9 11 .2 00 7 Námskeiðin hefjast kl. 20:00 á eftirfarandi stöðum: 1. nóv. Aðalbanki Hvar liggja fjárfestingartækifærin? 8. nóv. Árbær Fjármál heimilisins frá A til Ö 15. nóv. Egilsstaðir Fjármál heimilisins frá A til Ö 22. nóv. Grafarholt Lífeyrismál frá A til Ö 29. nóv. Akureyri Hvar liggja fjárfestingartækifærin? á morgun á morgun Sumarhúsaeigendur í Fljótavík vilja gera flugvöll til að tryggja betri samgöngur við staðinn í öryggisskyni. Þetta segir Svanlaug Guðnadóttir, formaður umhverfisnefndar Ísafjarðar, sem vísað hefur málinu til vinnuhóps aðalskipulags norðan Djúps. Umhverfisstofnun hefur meðal annars bent á að samþykki landeig- enda þurfi fyrir flugvallargerðinni. Að sögn Svanlaugar eru eigendur í Fljótavík margir tugir, og á hver um sig misstóran hlut í jörðinni, sem er í friðlandi. Hún segir suma þeirra nú þegar fljúga þangað á litlum flugvélum en telja að bæta þurfi lendingarskilyrðin. Öryggi fyrir sumarhúsafólk Alcoa Fjarðaál hefur samið við Eimskip um að félagið flytji inn rúmlega 220 þúsund tonn af rafskautum á ári. Samn- ingurinn, sem var undirritaður í gær, gildir til fimm ára. Flutningarnir munu fara um Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði og verður hún þá önnur stærsta höfn landsins. Um 260 þúsund tonna skipaflutningar munu fara um hana árlega. Þá munu sjötíu ný störf skapast við höfnina. Flutningaskipinu BBC Reyðar- fjörður hefur verið bætt við flota Eimskipa og mun skipið sigla vikulega milli Reyðarfjarðar og Noregs. Guðmundur P. Davíðsson, for- stjóri Eimskips, bindur miklar vonir við flutningana og telur forsendur skapast til útflutnings frá Reyðarfirði, til dæmis á sjáv- arafurðum af Norður- og Norð- austurlandi. „Með tilkomu þessarar hafnar sé ég fyrir mér að flutningar geti aukist verulega. Þetta er stysta siglingaleiðin til Evrópu. Þrjú skip fara héðan til annarra Evr- ópulanda í hverri viku þannig að þetta býður upp á ýmsa mögu- leika. Með tilkomu annarrar stór- iðju á Norðausturlandi, til dæmis á Húsavík, gæti myndast þrí- hyrningur sem myndi létta veru- lega á vegakerfinu,“ segir hann. Við undirskrift samningsins í gær kom fram að Eimskip mun, auk flutninga, annast alla skipa- afgreiðslu fyrir Fjarðaál, upp- skipun á 690 þúsund tonnum af súráli og öllum aðföngum til álframleiðslu sem og lestun áls sem nemur 346 þúsund tonnum á ári. Samningurinn nær því til samtals 1.300 þúsund tonna sem fara í gegnum Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði á hverju ári. Verðmæti samningsins er ekki gefið upp en Guðmundur segir að 70 prósent af flutningskostnaði álversins renni til Eimskipa. Féð fari í rekstur á hafnaraðstöðunni og flutningakerfinu. Sjötíu ný störf við höfnina Alcoa Fjarðaál hefur samið við Eimskip um að flytja inn 220 þúsund tonn af rafskautum á ári í Reyðar- firði. Höfnin í Reyðarfirði verður þar með önnur stærsta höfn landsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.