Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 17
ö dd félagar mínir byrjuðu að æfa söng, og nú erum við sex vinir úr Hlíð- unum sem mætum hingað tvö síð- degi í viku,“ segir Gunnar Jökull, en Drengjakór Reykjavíkur var stofnaður 1990. „Ég hef alltaf haft gaman af tón- list og sérstaklega því að syngja. Ég lærði á saxófón í þrjá vetur, en fannst það of tímafrekt því ég æfi líka körfubolta með Val. Tónlistar- námið nýtist samt vel og ég get lesið nótur reiprennandi á kóræf- ingum þar sem ég þekki öll merki og veit hvar á að anda eða stoppa,“ segir Gunnar Jökull, en stjórnandi Drengjakórsins er Friðrik S. Krist- insson, sem einnig stjórnar Karla- kór Reykjavíkur. „Við æfum nú jólalög sem við munum flytja með Karlakórnum á jólatónleikum. Ég er mikið jóla- barn og hlakka alltaf til að mæta á kóræfingar,“ segir Gunnar Jökull og dregur upp poka með dimm- rauðum Heimaeyjarkertum sem þeir kórdrengir selja til að fjár- magna söngferðalag næsta sumar. „Við ætlum í tónleikaferð til Barcelona í júní, svo ég verð þar á afmælisdaginn,“ segir hann glaður í bragði. „Ég er dálítið vanur að syngja á tónleikum síðan ég var í Barnakór Háteigskirkju, en enn sem komið er hef ég bara sungið í mánaðarlegum messum með Drengjakórnum. Kóratónlist er í uppáhaldi hjá mér eins og pabba. Hann á marga diska með karlakór- um sem mér þykir gaman að heyra, en reyndar finnst mér flest tónlist skemmtileg og hlusta mest á útvarp,“ segir Gunnar Jökull sem senn kemst á unglingsaldur, og honum fylgja oft hljómsveita- draumar. „Ég gæti þá í það minnsta verið söngvarinn og spilað á saxófón, en allir í kórnum syngja mjög vel. Þetta er bara frábært; að vera inni í fallegri kirkjunni, því ég trúi á guð, og líka að kynnast enn fleiri strákum.“ „Það er auðvitað ánægjulegt að Garðabær skuli fá þessa viðurkenningu,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sem tók við leiðtogaverð- launum Dale Carnegie í gær fyrir hönd Garðabæj- ar. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstakling- um sem þykja skara fram úr á sviði mannauðs- stjórnunar og hafa sýnt frumkvæði og sköpun í starfsemi fyrirtækja sinna. Það var Jean-Louis Van Doorne, fulltrúi Dale Carnegie and Associates, sem afhenti verðlaunin í Jónshúsi í Garðabæ. Tilefni verðlaunanna er sú ákvörðun Garðabæjar að bjóða unglingum í Garðabæ upp á námskeiðið Næstu kynslóð, í samvinnu við Dale Carnegie. Námskeiðið er í boði fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk í Garðabæ. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir dálitlu síðan,“ segir Gunnar. „Við veltum fyrir okkur með hvaða hætti við gætum boðið okkar unga fólki upp á svona námskeið og að lokum náðum við samkomulagi við Dale Carnegie um að fara hér af stað með tilraunaverkefni.“ Gunnar segir tilganginn með verkefninu vera að efla sjálfstraust ungs fólks og námskeiðið muni nýtast því síðar á lífsleiðinni. „Þetta er auðvitað háþróuð aðferð hjá Dale Carnegie og með þessu erum við að bjóða upp á meira en skólakerfið gerir. Ég man að þegar ég var 25 ára fór ég á svona námskeið. Fæstir fæðast með þá hæfileika að geta staðið upp á fundum og samkomum og haldið ræðu en eftir námskeiðið fannst mér það bæði auðveldara og skemmtilegt. Þetta er bæði til þess fallið að efla þátttöku í lýðræðinu sem og til að styrkja einstakl- ingana sjálfa: að hjálpa hverjum og einum að ná fram því besta hjá sjálfum sér.“ ÞESS VEGNA INNIHALDA NÝJU BARNAVÖRURNAR FRÁ NEUTRAL ENGIN ILMEFNI EÐA ÓNAUÐSYNLEG VIÐBÓTAREFNI OFNÆMI… NEI TAKK Þriðjungur allra barna á það á hættu að fá ofnæmi. Notkun ilmefna og ónauðsynlegra viðbótarefna eykur þá hættu. Neutral vill ekki stuðla að ofnæmi. Þess vegna innihalda nýju barna- vörurnar frá Neutral engin aukaefni og eru allar heilbrigðis- vottaðar í samstarfi við astmasérfræðinga. Það er framlag Neutral til heilbrigðrar húðar. 527 040 Neutral vörurnar eru viðurkenndar af dönsku astma- og ofnæmissamtökunum. E N N E M M / S IA / N M 3 0 5 9 2 15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.