Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 18
fréttir og fróðleikur Breytir lífi margra Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hefur minnst tuttugu íbúðir í einbýli eða fjölbýli undir stöðugu eftir- liti vegna óreglu og ónæðis. Íbúarnir eru langt leiddir vegna neyslu á áfengi og fíkniefnum. Nágrönnum er haldið í heljargreipum og aðstæður þeirra oft mar- traðarkenndar. Dópgreni er hugtak sem er mörg- um tamt. Þar er átt við húsnæði þar sem langt leiddir fíkniefnaneytend- ur hreiðra um sig í lengri eða skemmri tíma. Í Fréttablaðinu var nýlega sagt frá slíku húsnæði í miðbæ Reykjavíkur. Lýsingar á stöðugri fíkniefnaneyslu leigjanda og gesta hans, sölu fíkniefna og stanslausu ónæði eru dæmisaga en ekki einangrað tilfelli. Lögreglan hefur barist mánuðum saman við íbúana og gert fíkniefni, þýfi og vopn upptæk í sextán tilfellum. Margir eru þeirrar skoðunar að lög- reglan hafi ekki næg úrræði þegar kemur til þess að tryggja heimilis- frið borgaranna. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir það rétt að um mikinn vanda sé að ræða en barist verði gegn honum hvar sem hann kemur upp; annað sé uppgjöf. Hann segir að lögregla og borgaryfirvöld hafi ýmsar leiðir vegna mála sem þessara en yfirleitt sé fyrst reynt að ræða við viðkomandi eigendur eða leigjendur þeirra íbúða sem í hlut eiga hverju sinni. Einnig séu leiðir færar í krafti laga og lög- reglusamþykkta en þó verði að gæta meðalhófs í því hvernig geng- ið er fram. Í mörgum tilfellum eru mál vegna ónæðis frá nágrönnum einnig leyst á grunni fjöleignar- húsalaganna. Húsaleigulögin veita einnig riftunar- og útburðarrétt við alvarleg brot leigjenda. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn segir að aðstaða lögreglu sé erfið þar sem skýrar lagaheimildir þurfi að liggja fyrir til að gripið sé inn í. „Það er líka vandi okkar að þegar búið er að uppræta vandann á einum stað er það oftar en ekki svo að sama vandamál kemur upp ann- ars staðar. Þá koma nöfn sama fólks upp aftur, bara í öðru heimilis- fangi.“ Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, hefur lengi talað máli þeirra sem þurfa að glíma við þá sem ganga fram með þeim hætti að þeir gera líf nágranna sinna óbærilegt. Hann bendir á að fjöleignarhúsalögin geymi í 55. grein sérstök og mjög afgerandi úrræði til handa húsfélagi og ein- stökum eigendum við gróf eða ítrekuð brot eigenda eða annarra íbúa húss. Segja lögin að ef hinn brotlegi láti ekki segjast við aðvör- un geti húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl hans í húsinu og gert honum að flytja og krafist þess að hann selji íbúð sína. Kröfu húsfé- lagsins verður yfirleitt að fylgja eftir með lögsókn eða nauðungar- sölu. Í mjög alvarlegum tilvikum getur húsfélag hugsanlega fengið sýslumann til að framfylgja slíkri ákvörðun, án þess að dómur hafi gengið. Lýsingarnar af þessum vanda eru gegnumgangandi þær sömu. Tilvik- in og hryllingurinn eru ávallt með sama móti. Það er þó nauðsynlegt að hafa í huga að í mörgum tilvikum er fólkið sem veldur ónæðinu veikt á geði. Hegðun þess, sambýlishætt- ir og viðbrögð vilja vera ýkt og ofsafengin. Oft er það ógnandi og vekur skelfingu sambýlisfólks og nágranna. Verst er þegar saman fara geðveiki og eiturlyf. Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, segir það óumdeilt að geðsjúkt fólk veld- ur vandamálum í nábýli við aðra. Hann segir því skiljanlegt að fólk leiti réttar síns og krefjist þess að slíkt fólk sé fjarlægt. Hins vegar sé vandamálið birtingarmynd djúp- stæðara þjóðfélagsmeins. Ekki hafi tekist að framfylgja heildarstefnu í málefnum geðsjúkra og mikill skortur sé á samvinnu félagsmála- og heilbrigðisráðuneytis. Mikil- vægt er að mati Sveins að stjórn- völd vinni skipulegar að geðheilbrigðismálum. „Ég þekki sjálfur dæmi þess að fólk hefur verið borið út og það svipt sig lífi eða dáið drottni sínum. Við erum að þegja fársjúkt fólk í hel og hvaða afsökun höfum við?“ Sveinn segir að þeir veikustu í hópi geðsjúkra séu tifandi tímasprengjur. „Þeir eru hættulegir sjálfum sér og öðrum af því að þeim hefur ekki verið sinnt vegna veikinda sinna. Þetta er birt- ingarmynd þessara sjúkdóma, en ef geðsjúkir fá stuðning til sjálfshjálp- ar, þá er hægt að gera hér krafta- verk.“ Á það hefur verið bent í ræðu og riti að húsnæðislausum vímuefnaneyt- endum hafi fjölgað á undanförnum árum. Fólk flækist á milli húsa í reiðileysi og leitar að húsaskjóli. Það er staðreynd að margt ungt fólk á aldrinum fimmtán til tuttugu ára er á götunni í dag og á hvergi höfði sínu að halla nema í húsnæði þar sem ógæfufólk safnast saman. Þetta er aðeins hluti vandans. Hann finnst í einbýli með vitund eigenda, fjöl- býlishúsum og leiguhúsnæði á vegum Félagsbústaða, hlutafélags í eigu borgarinnar. Það þarf því aðkomu margra til að uppræta vandann; eða koma málum í eins skikkanlegt horf og mögulegt er. Haldið í heljargreipum Í miklu úrvali og á góðu verði! SÍÐUMÚLA 20 · REYKJAVÍK · WWW.HLJODFAERAHUSID.IS · SÍMI 591 5340 Lýsti yfir neyðarástandi í skugga kosninga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.