Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is Ég reyni að fylgja þeirri reglu að forðast þýðingar og lesa sem flest á frummálinu, ef ég á þess nokkurn kost. Þótt ég hafi alloft snarað textum sjálfur úr einu máli yfir á annað (eða kannske vegna þess), hef ég vantrú á þýðingum, ég hef eitthvert hugboð um að þýðend- um sé hætt við pennaglöpum, einmitt þegar síst skyldi. En samt hef ég fundið fyrir því, að það er ekki rétt af mér að halda of fast við þessa reglu. Þvert á móti, þegar maður les þýðingar birtist heimurinn manni í óvæntu ljósi. Einu sinni var ég að lesa í frönsku stórblaði og rakst þar á merka frétt, þýdda upp úr fréttaskeyti frá engilsaxneskri fréttastofu, sem skýrði frá því að verð á öpum hefði hækkað í Vestur-Afríku; væri það mjög bagalegt fyrir þarlenda, því apar hefðu stórt hlutverk í vöru- flutningum af ýmsu tagi. Ég varð hugsi við lesturinn: hvernig er hægt að nota apa við vöruflutninga? En ég sá að þetta hlaut að vera einfalt mál, það þyrfti ekki annað en setja á þá bakpoka og fylla af varningi, þá myndu þeir sveifla sér hratt og örugglega í trjánum í skógum hinnar svörtu álfu með farminn á bakinu, kannske margir í hóp, og koma honum fljótt áleiðis. Verðhækkanir á öpum hlytu að vera alvarlegt vandamál. Það var um svipað leyti, að ég las í einhverri fræðibók, að Aristóteles hefði skilgreint mannskepnuna þannig, að hún væri „hlægilegt dýr“, það væri aðal hennar sem greindi hana frá öðrum dýrum sköpunar- verksins. Þetta hafði ég að vísu aldrei heyrt áður, en mér fannst þetta bæði skynsamleg og heimspekileg skilgreining. Hvað er hægt að segja annað um stöðugt brambolt mann- ókindarinnar en að það sé hlægilegt, þegar öllu er á botninn hvolft, þótt stundum virðist það á annan veg? Mitt í þessu öllu datt ég niður á grein um gáfnafar höfrunga í öðru stórblaðinu, sem tekin var upp úr ensku vísindatímariti, og var þeim lýst svo að þeir væru „versatiles“, en það merkir á frönsku að þeir séu gjarnir á að skipta um skoðun, eða kannske, samkvæmt orðabókinni, að þeir séu „hverflyndir“ og „duttlunga- fullir“. Í sjálfu sér kom mér þetta ekki á óvart, það var fyllilega eftir þessum lipru sjávardýrum, svamlandi í hinni votu höfuðskepnu þar sem ekkert er fast og stöðugt, að vera ekki fastheldin á skoðanir sínar, en ég velti fyrir mér hinni miklu skarpskyggni fræðimanna. Því aldrei hafði ég heyrt að höfrungar hefðu skoðanir sínar í hámæli. Vísindamennirnir hlutu að hafa fundið einhver ráð til að gera skoðanakannanir meðal þeirra. Þessi tíðindi voru mér hrein opinberun, veröldin birtist mér í töfrabirtu, eins og hún væri alveg ný úr höndum skaparans. Ég sá fyrir mér hópa af öpum með bakpoka hoppandi úr einu tré í annað á ströndum Vestur- Afríku, færandi varninginn heim, á eftir þeim var apareki með keyri, vitanlega alveg sprenghlægilegur í sínum luraleika niðri á jörðinni með lipra ferhendingana fyrir ofan sig á hraðferð í krónum trjánna, en úti í sjónum syntu höfrungar og höfðu á þessu öllu ýmsar og breytilegar skoðanir. En því miður stóð þessi glæsta sýn ekki lengi, hún leystist upp í grámyglulegum hversdagsleik- anum. Við nánari athugun kom sem sé í ljós, að á ensku vísaði lýsingarorðið sem haft var um höfrungana einungis til fimleika þeirra við að leika sér með bolta og slíkt, en það voru engin tíðindi, og skilgreining Aristót- elesar, sem hafði víst millilent í ítölsku á leiðinni yfir í frönsku, var einungis á þá leið að maðurinn væri skepna sem væri fær um að hlæja, og það hafa menn lengi vitað. En hvað þá um flutningsapana? Skömmu eftir að fréttin birtist kom leiðrétting, því er nú ver og miður: enskuséní hins franska stórblaðs hafði sem sé ruglað saman „donkey“ og „monkey“. Ég sat eftir með sárt ennið og fannst heimurinn rúinn öllum skáldskap. Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins Í töfrabirtu Þessi tíðindi voru mér hrein opinberun, veröldin birtist mér í töfrabirtu, eins og hún væri alveg ný úr höndum skapar- ans. Ég sá fyrir mér hópa af öpum með bakpoka hoppandi úr einu tré í annað á ströndum Vestur-Afríku, færandi varn- inginn heim... Ígrein eftir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, sem hann birti undir nafni í Morgunblaðinu 25. september 2005, sagði: „Fyrir nokkrum árum fékk ég munn- legar upplýsingar, sem bentu til að um skipu- lagt verðsamráð væri að ræða á milli olíufé- laganna. Ég benti viðmælendum mínum á að við gætum ekki borið fram slíkar ásakanir á grundvelli nafnlausra heimilda. Við yrðum að fá að sjá gögn. Mér voru sýnd (en fékk ekki að snerta!) tölvupóstssamskipti á milli starfsmanna olíufélaganna. Þegar ég spurði hvort við gætum fengið gögnin í hendur var svarið neitandi. Nokkrum mánuðum síðar sá ég af málatilbúnaði Samkeppnis- stofnunar í hvaða farveg málið hafði farið.“ Nú brá svo við að sl. laugardag birtist í Morgun- blaðinu nafnlaust bréf. Bréfið átti að varpa ljósi á meint samráð á matvörumarkaðnum hér á landi. Fyrirsögn fréttarinnar var: „Allsherjarsamráð“ Í til- efni þessarar birtingar sagði Morgunblaðið: „Megin- regla Morgunblaðsins hefur verið að birta ekki nafnlaus bréf nema eftir að hafa fengið vitneskju um hver bréfritari er. Í þessu tilfelli þykir hins vegar ástæða til að gera undantekningu – í ljósi almannahagsmuna enda fer vart milli mála að bréfritari hefur víðtæka reynslu og þekkingu á hvernig hagar til að á matvörumarkaðinum. Bréfið sem barst í tölvupósti frá einhverjum sem kýs að kalla sig Jón Jónsson:“ Af þessu er augljóst að ritstjóri Morgun- blaðsins hefur tvöfalt siðferði. Samráð olíufélaganna varðaði greinilega ekki almannahagsmuni að hans mati. Athyglis- vert er að þegar um matvörumarkaðinn er að ræða virðist duga til birtingar á alvarlegum ásökunum að senda nafnlausan tölvupóst til Styrmis Gunnarsson- ar. Hví skyldi það vera? Skyldi þetta vera enn ein ofsóknin af hálfu ritstjórans í garð fyrirtækja fjölskyldu minnar. Hver svo sem skýringin er verður ekki fram hjá því horft að fréttamat Morgunblaðsins ræðst greinilega af persónulegri óvild ritstjórans. Skyldi það vera skýring á hnignun Morgunblaðsins í samfélaginu. Merkileg sinnaskipti þar. Höfundur er stofnandi Bónus. Sinnaskipti ritstjórans Á mánudag urðu í íslenskum orkumálum töluverð tíma- mót, sem þó hafa horfið dálítið í skuggann af mögulegri þátttöku Íslendinga í orkuframleiðslu í öðrum löndum einhvern tíma í óræðri framtíð. Kárahnjúkavirkjun er sem sagt byrjuð að framleiða raforku með vatni úr Hálslóni. Samkvæmt fréttum frá Landsvirkj- un hefur aldrei verið framleidd jafnmikil raforka með einni vél í virkjun á Íslandi og í Fljótsdalsstöð á mánudag þegar um hana streymdi vatn frá Hálslóni og áfram út í Jökulsá í Fljótsdal. Á næstu vikum verða hinar fimm vélar stöðvarinnar teknar í lokaprófun og er reiknað með að þær verði rekstrarhæfar fyrir lok nóvember. Þar með er farið að sjá fyrir endann á umfangsmestu og umdeildustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Á þessum tímamótum er athyglisvert að rifja upp ýmislegt sem notað var til að mótmæla virkjunarframkvæmdunum. Eitt af því var að virkjunin og hið tröllvaxna Hálslón, sem teygir sig 25 kílómetra upp að Brúarjökli og þekur alls 57 ferkílómetra lands, gæti valdið íslenskum ferðaiðnaði óbætanlegu tjóni. Hingað kæmu erlendir ferðamenn fyrst og fremst til að njóta ósnortinnar náttúru og víðerna í líkingu við þau sem nú er farin undir vatn á hálendinu austan Vatnajökuls. Margir voru á þessari skoðun, meðal annars sá sem hér skrifar. Nú er auðvitað ómögulegt að segja til um hvernig ástandið væri í ferðageiranum ef ekki hefði verið ráðist í framkvæmdirnar, en það er hins vegar erfitt að gera sér í hugarlund að það gæti verið mikið betra. Íslendingar hafa aldrei haft meiri tekjur af ferðamönnum og og allt stefnir í að enn eitt árið muni fjöldi erlendra gesta ná nýju meti. Og það er ekki lítið afrek þegar styrkur krónunnar er tekinn með í reikninginn. Erlendu ferðamönnunum virðist þannig vera nánast sama um tjónið sem hefur verið unnið á íslenskri náttúru. Þeir streyma hing- að sem aldrei fyrr og eru duglegir að eyða. Innlend áhrif framkvæmdanna við Kárahjúka eru á hinn bóginn mikil og vonandi varanleg. Ný meðvitund um verðmæti náttúru landsins hefur orðið til meðal þjóðarinnar. Þetta sést til dæmis á því að nú hafa verið færðar til bókar hjá Skipulagsstofnun fleiri athugasemdir en nokkru sinni vegna virkjunar sem Orkuveitan vill ráðast í á Hengilssvæðinu. Á sínum tíma brugðust ýmsir úr stuðningshópi Kárahnjúka- virkjunar við spádómum um slæm áhrif á ferðaiðnaðinn með því að benda á að virkjunin gæti laðað að sér ferðamenn. Það er kald- hæðnislegt en tíminn hefur leitt í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér. Kárahnjúkavirkjun hefur örugglega orðið til þess að fleiri hafa heimsótt svæðið á framkvæmdatímanum en samanlagt áður en þær hófust. Og heimsóknirnar munu halda áfram. Fjölmargir munu örugg- lega gera sér ferð austur til að skoða ferlíkið, þar á meðal sjálfa aðalstífluna sem nær tæpa 200 metra upp til himins, bæði þeir sem studdu framkvæmdirnar en líka hinir sem voru þeim mótfallnir. Það yrði til að fullkomna fernuna, Gullfoss, Geysir, Bláa lónið og Kárahnjúkar. Streymir úr Hálslóni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.