Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 24
Harpa Hrund Njálsdóttir opnaði Ljósmyndaver Hörpu Hrundar árið 2005 og hefur frá upphafi boðið upp á 13 mán- aða myndapakka fyrir verð- andi og nýbakaða foreldra. „Mér datt þetta í hug eftir að ég átti dóttur mína en í brjóstaþok- unni fyrstu vikurnar gleymdi ég að taka almennilegar myndir af henni. Mér fannst sniðugt að geta boðið upp á reglulega myndatöku af börnum fyrsta árið því þau breytast aldrei jafn mikið,“ segir Harpa Hrund „Oftast gengur þetta þannig fyrir sig að óléttar konur koma til mín í bumbumyndatöku. Ég tek mynd af kúlunni og stundum taka þær makann eða eldri börnin með. Sumar konur vilja vera í fötum en aðrar eru berar að hluta eða öllu leyti og fer það allt eftir óskum,“ segir Harpa Hrund. Síðan er komið með barnið mánaðarlega þar til það nær tólf mánaða aldri. „Ég hvet foreldra yfirleitt til að koma eins fljótt eftir fæðinguna og það treystir sér til því krílin eru svo fljót að breytast og stækka. Sumir hafa komið beint af fæðing- ardeildinni eða í kringum fimm daga skoðunina,“ segir Harpa Hrund. Ein mynd er valin í hvert skipti og sett í albúm en ef takan heppnast vel og barnið er vel upp- lagt freistast foreldrar að sögn Hörpu stundum til að kaupa auka- myndir. „Þá er líka sniðugt að nota einhvern mánuðinn til að taka mynd af allri fjölskyldunni eða af systkinum,“ bætir hún við. Harpa segist í fyrstu hafa haft áhyggjur af því að fólk myndi ekki finna sér tíma til að koma einu sinni í mánuði en hún segir þetta yfirleitt mikið tilhlökkunarefni og verður myndatakan að föstum lið. „Fólk tekur með sér alls kyns föt og hluti og kemur með hugmyndir að næstu myndatökum. Ég tek alltaf góðan tíma í hverja töku og geri hlé ef barnið þarf að borða eða ef þarf að skipta á því.“ Aðspurð segist Harpa Hrund hafa mikla ánægju af starfi sínu og segir gaman að geta sameinað vinnu og áhugamál. Hún segir að myndirnar séu foreldrunum og börnunum mik- ils virði og að auk þess séu börnin orðin að þrælvönum fyrirsætum að árinu liðnu. „Mér finnst ég líka eiga svolítið í þeim eftir þessa tólf mán- uði og kveð þau nánast með tárum.“ Fyrsta árið fest á filmu G O T T F O L K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.