Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 34
Ljóðaupplestur á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs fer fram á morgun kl. 17.15 í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs. Á upplestrinum koma fram áhugaverð ljóðskáld sem eiga það sameiginlegt að standa í útgáfu um þessar mundir. Guðrún Hannes- dóttir, handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör, les sigurljóð sitt og kynnir auk þess ljóðabók sína, Fléttur, sem kemur út um þessar mundir. Valdimar Tómasson les úr bók sinni, Enn sefur vatnið, en hún kom út fyrir skömmu. Garðar Baldvinsson les úr nýútkominni ljóðabók sinni, Drengmóður. Að lokum ber að nefna að Hjörtur Pálsson mun lesa úr þýðingum Ólafar Pétursdóttir á ljóðum bret- ónska skáldsins Xavier Grall, en þýðingar þessar eru nú komnar út í bókinni Sönvgvar regns og graf- ar. Allir eru velkomnir á upplestur- inn á meðan húsrúm leyfir og er hægt að kaupa sér kaffi og með- læti á staðnum. Skáld kynna bækur sínar Ný skáldsaga eftir Jón Kalman Stefánsson kom út í gær. Þar sýnir Jón eina ferðina enn að hann er í fararbroddi íslenskra sagnahöf- unda. Í „Himnaríki og helvíti“ eins og sagan heitir hverfur hann aftur rúma öld og setur örlaga- sögu sína niður vestur í Djúpi. Sög- una rekur hann í gegn- um ungan umkomulaus- an dreng sem er í veri í mynni Djúps- ins. Upphaf sögunnar er langur og lífshættuleg- ur róður á sexæringi á miðin undan Djúpinu. Henni heldur áfram með lýsingu á annarri hættuför þegar pilturinn gengur milli byggða í háskaveðri, hvernig hann kemur í Plássið og finnur sér þar skjól hjá vandalausum. Þetta er ekki löng saga, rúmlega tvö hundruð síður og greinilega upphaf að stærri bálki, rétt eins og Jón Kalman hefur unnið áður. Sagnaskáldskap- ur hans hefur frá upphafi haft ríka tilhneigingu til að leggjast í bálka, sögur sem tengjast í efni og svið- um eftir því sem hann fetar sig áfram á ferlinum og persónulegur stíll hans þroskast og þróast. Því Jón er ekki staður, hann er færleik- ur með ýmsan gang, þótt þelið í skáldskap hans sé vísast ljóðrænn stíllinn með háspekilegu ívafi um manneskjuna og stöðu hennar í heiminum og geimnum. Eilífðin leitar á huga skáldsins og þeirra sem hann setur í fyrirrúm. Skaðvaldurinn og lífgjafinn í Himnaríki og helvíti er skáldskap- urinn. Hann glæðir lífið birtu og von, rétt eins og hjá Ljósvíkingun- um forðum. Allt umhverfið, lífs- baráttan, er andsnúið þeim lífgjafa og hann reynist vera örlagavaldur í ýmsum skilningi í sögunni, ekki aðeins hjá drengnum og vini hans og félaga, Bárði. Skáldskapurinn leitar á fleiri, rétt eins og ástin svo hverful sem hún er og hin líkam- lega nánd. Persónugalleríið er í stærra lagi, bæði í verstöðinni og eins í Plássinu og við erum rétt tekin að kynnast þessum skörpum dráttum einstaklinganna sem við söguna koma sem eru skissaðar útlínur með fáum skýrum einkenn- um, þegar sögunni er haldið áfram. Jón er ekki gefinn fyrir langar málaðar lýsingar, hann fer hraðar yfir sem sögumaður en svo. Það er dirfskufull tilraun að setj- ast á þóftuna hjá róðrarmönnum og gera sér í hugarlund niðurnjörv- að fornt vinnulagið og gera úr því spennuþátt sem í bland geymir heimspekilegar og ljóðrænar lýs- ingar, rétt eins og að leiða ungan hug í langa óvissuferð yfir fjöll og firnindi. Jón er að stíga inn í erfið form frásagnar og tekst á sannfær- andi hátt að lýsa upplifun á vetrar- nótt og veðrum sem eru víðs fjarri okkar skynjun á veruleikann. Það er ekki lítið afrek. Þegar svo sögunni víkur að veru drengsins í þorpinu er annað uppi á teningnum: Sögusviðið tekur stakkaskiptum, sögumaðurinn leit- ar í aðrar persónur og það verður að vissu leyti brot í frásagnartækn- inni sem vísar örugglega á aðferð sem hann mun beita í áframhaldi sögunnar sem er fyrirsjáanlegt: Himnaríki og helvíti er aðeins for- máli og fyrsti þáttur að stærri sögu. Þessi saga er metnaðarfull til- raun til að koma okkur í samband við löngu liðinn heim. Sagan er spennandi lestur og átakanlegur víða, persónur ljóslifandi, tungu- takið rammt og á stöku stað full upphafið en þannig hefur stílbeit- ing Jóns jafnan verið. Hann lætur ekki bæla sig í persónulegum stíl heldur tekur flug að ystu mörkum tilvistarlegra pælinga. Ekki er vafi á að nýja sagan hans Jóns er með tíðindamestu skáld- sögum sem komnar eru á markað þessi dægrin. Hann er kominn í röð okkar mestu og mikilvægustu höf- unda og þessi saga er aðeins einn minnisvarði á þeirri löngu leið. Í forgarðinum kl. 20 Árlegir styrktartónleikar á vegum Vina Indlands fara fram í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Á tónleik- unum koma meðal annarra fram Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran, Nína Margrét Grímsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir og kórinn Schola Cantorum. Miðaverð er 2.000 kr. og rennur söfnunarféð óskipt til góðgerðamála á Indlandi. Skilaboðaskjóðan Frumsýning í kvöld á Stóra sviðinu eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Leikstjóri Gunnar Helgason Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Barna- og fjölskyldusýningin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.