Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 40
Getum alveg sagt að tímabilið sé búið hjá mér Barcelona getur farið langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu með því að vinna Rangers á heimavelli í kvöld. Ensku liðin Manchester United og Arsenal geta bæði stigið einu skrefi lengra og gulltryggt far- seðilinn sinn. Eiður Smári Guðjohnsen fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í fyrri leik Rangers og Barcelona á Ibrox fyrir tveimur vikum en hefur síðan verið á varamannabekk liðsins. Eiður Smári er í hópnum fyrir seinni leik liðanna á Nou Camp í kvöld en þykir ekki líklegur kandídat í byrjunarliðið í kvöld. Fílabeinstrandarmaðurinn Yaya Toure er kominn aftur til baka úr meiðslum og hefur byrjað síðustu leiki á miðjunni ásamt þeim Xavi og Andres Iniesta. Eiður Smári hefur komið inn á sem varamaður í síðustu leikj- um, leysti Toure af eftir 61 mín- útu í 2-0 sigri á Almeria og eftir 70 mínúur í 1-1 jafntefli við Valladolid og lék síðan síðustu sex mínúturnar í 3-0 sigri liðsins á Real Betis á sunnudaginn. „Það verður líkamlega erfitt að mæta Rangers en okkar markmið er klárt. Við verðum að spila okkar leik og ná í þrjú stig,“ sagði umræddur Toure fyrir leikinn. Það var allt annað að sjá til Bar- celona-liðsins um síðustu helgi og munaði þar miklu um framlag þeirra Thierrys Henry og Ron- aldinhos sem hafa verið gagn- rýndir nokkuð. Henry skoraði eitt dæmigert mark frá Arsenal-dög- unum og brasilíski snillingurinn minnti á sig með því að skora tvisvar beint úr aukaspyrnu. Manchester United fær Dynamo Kiev í heimsókn og getur komist í 16 liða úrslitin með því að vinna leikinn ef Sport- ing Lissabon tekst ekki að vinna Roma á heimavelli á sama tíma. United er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina og því með annan fótinn í næstu umferð. Arsenal fer einnig áfram með sigri í kvöld en liðið sækir Slavia Prag heim. Það má búast við að Tékkarnir ætli sér að hefna fyrir niðurlæginguna í London fyrir hálfum mánuði þegar Arsenal vann 7-0 stórsigur. Spennan er öllu meiri í G-riðli þar sem Internazionale, Fener- bahçe og PSV eru í hörku keppni. Internazionale tekur á móti botnliði CSKA Moskva á sama tíma og Fenerbahçe fær PSV í heimsókn til Tyrklands. Búist við því að Eiður byrji á bekknum Meistaradeild Evrópu: Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Liverpool. Blackburn og Birmingham. 24.–26. NÓVEMBER W W W. I C E L A N DA I R . I S 52.800 KR. Verð á mann í tvíbýli frá + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir Fjórða umferð riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hófst í gær með átta leikj- um. Óvæntustu úrslitin áttu sér stað í a- og b-riðli þar sem að Liverpool setti met í Meistara- deildinni og Rosenborg hélt áfram að hrella Valencia. Það var ljóst strax í byrjun að Liverpool ætlaði sér ekkert nema sigur í leiknum gegn Besiktas og Peter Crouch fagnaði því að fá loksins tækifæri í byrjunarliði Liverpool með því að skora eftir 20 mínútuna leik, en fimm mínút- um áður hafði tréverkið þegar bjargað Tyrkjunum, eftir skot Yossi Benayoun. Ísraelinn Ben- ayoun var aftur á ferðinni eftir rúmlega hálftíma leik og þá brást honum ekki bogalistin og skoraði annað mark Liverpool með góðu skoti eftir undirbúning Andriys Voronin. Liverpool hélt áfram að sækja stíft út fyrri hálfleik án þess þó að skora og staðan því 2-0 þegar flautað var til leikhlés. Óhætt er að segja að flóðgáttir hafi opnast í síðari hálfleik, en snemma í hálfleiknum bætti Benayoun við tveimur mörkum á stuttum kafla fyrir Liverpool og fullkomnaði þar með þrennu sína í leiknum. Fyrirliðinn Steven Gerr- ard var ekki orðinn saddur og bætti við fimmta markinu þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Liverpool var hins vegar ekki hætt og varamaðurinn Ryan Babel bætti tveimur mörkum í sarpinn, en í seinna markinu var skotið í hann og inn í markið og þetta var svo sannarlega dagur Liverpool. Peter Crouch bætti svo áttunda markinu við á lokamínútum leiks- ins og sínu öðru marki kvöldsins og tryggði Liverpool stærsta sigur í sögu Meistaradeildarinnar. Liverpool komst með sigrinum upp fyrir Besiktas og er sem stendur í þriðja sæti A-riðils aðeins fjórum stigum á eftir portú- galska liðinu Porto sem vann Marseille í gær. Norska liðið Rosenborg kom knattspyrnuáhugamönnum í opna skjöldu þegar liðið pakkaði spænska stórliðinu Valencia saman á heimavelli sínum, 2-0, í síðustu umferð Meistaradeildar- innar. Norðmennirnir héldu áfram að koma á óvart í gær á Mestalla leikvanginum og Steffen Iversen kom Rosenborg yfir eftir hálftíma leik og hafði þá stuttu áður átt skot í stöng. Í seinni hálfleik bætti Steffen Iversen svo við öðru marki fyrir gestina og tryggði Norðmönnun- um sigur í fyrsta leik Valencia undir stjórn Ronald Koeman. Ros- enborg er sem stendur í öðru sæti B-riðils á eftir Chelsea sem gerði jafntefli við þýska liðið Schalke í gær. Liverpool slátraði Besiktas og setti nýtt met í Meistaradeildinni og norska liðið- Rosenborg vann Valencia í fyrsta leik liðsins undir stjórn Ronald Koeman.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.