Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 43
 Nýliðar Fjölnis úr Graf- arvogi eru heldur betur byrjaðir að styrkja hóp sinn fyrir átökin í Landsbankadeild karla í fótbolta næsta sumar og gengu frá samn- ingum við tvo nýja leikmenn í gær. Ágúst Þór Gylfason kom til liðsins frá KR og Óli Stefán Flóventsson kom frá Grindavík og ljóst er að leikmennirnir eiga eftir að styrkja lið Fjölnis mikið enda báðir með mikla reynslu af því að spila í efstu deild. „Okkur var það vitanlega ljóst þegar við unnum okkur upp í efstu deild síðasta sumar að við vorum með reynslulítið lið í höndunum og eitt af okkar markmiðum fyrir komandi tímabil yrði að ná í leik- menn sem höfðu reynslu af því að spila í efstu deild. Leikmenn sem gætu þá miðlað reynslu sinni til okkar unga liðs og myndu skapa betri heildarmynd á liðið,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Hann telur Fjölnisliðið hafa dottið í lukkupottinn með nýju leikmönnunum. „Ágúst og Óli Stefán eru nátt- úrulega algjörir draumaleikmenn hvað varðar það sem við vorum að leita að. Báðir eru þeir sterkir per- sónuleikar, með mikið keppnis- skap og góða reynslu og það er mikil hamingja í okkar herbúðum að hafa klárað þetta mál,“ sagði Ásmundur og staðfesti einnig að samningaviðræður við þá leik- menn Fjölnis sem voru orðnir samningslausir gengju vel. „Meginmarkmiðið fyrir utan það að fá reynslumeiri menn inn í dæmið var að halda þeim leik- mannahópi sem stóð sig svo vel síðasta sumar og mér skilst að það gangi mjög vel fyrir sig hjá stjórn félagsins. Ég á heldur ekki von á öðru en að lánsmennirnir Sig- mundur Pétur Ástþórsson, FH, og Ragnar Heimir Gunnarsson, Breiðabliki, muni báðir vera áfram hjá okkur, en þeir eru sem stendur samningslausir við sín lið,“ sagði Ásmundur augljóslega glaður með stöðu mála. Ágúst Þór Gylfason, 36 ára, hefur spilað 175 leiki í efstu deild með KR, Fram og Val auk þess að hafa verið í atvinnumennsku erlendis og kemur því með gríðar- lega reynslu inn í Fjölnisliðið. „Fjölnir er náttúrulega lið sem er á uppleið og það er mikil og góð uppbygging hjá liðinu og spenn- andi að fá að taka þátt í því,“ sagði Ágúst í viðtali við Fréttablaðið í gær. Óli Stefán Flóventsson, 31 árs, hefur spilað 183 leiki í efstu deild fyrir Grindavík og búinn að vera lykilmaður hjá Grindavík undan- farin ár. Óli var meðal annars fyr- irliði og spilaði alla 22 leiki Grinda- víkurliðsins sem sigraði í 1. deildinni síðastliðið sumar. Fjölnir fékk góðan liðsstyrk í gær þegar liðið gerði samninga við Ágúst Þór Gylfason og Óla Stefán Flóventsson. Ásmundur Arnarsson þjálfari gat ekki leynt ánægju sinni með þessa tvo sterku leikmenn. Alex Ferguson hélt í gær upp á 21 árs afmæli sitt sem stjóri Manchester United en hann tók við stjórastöðunni af Ron Atkinson 6. nóvember 1986. Ekki gekk allt of vel framan af og Ferguson segir í dag að varamaðurinn Mark Robins hafi bjargað starfi hans með því að skora sigurmark í framlengingu gegn Oldham í endurteknum undanúrslitaleik bikarsins 1989/1990. United fór alla leið og vann bikarinn, vann sinn fyrsta meistaratitil í 26 ár vorið 1993 og síðan þrefalt sex árum síðar. Ferguson hætti við að hætta fyrir fimm árum og í dag segist hann eiga nóg eftir. Manchester United hefur nú unnið 27 titla undir stjórn þessa 66 ára gamla Skota, þar af meistaratitlinn níu sinnum. 21 ár síðan hann tók við Fallegt 40” sjónvarp í svörtum glans lit 1366x766 háskerpu upplausn / Skerpa: 8000:1 Birtustig: 450 cd/m2 / Svartími: 8ms / Týpa: LE40R87BD 199.900- 40” LCD FYRIR FAGURKERA 79.900- WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 ráðgjöf Fallegt 32” sjónvarp í svörtum eða hvítum glans lit Tilvalið í stofuna eða svefnherbergið 1366x766 háskerpu upplausn / Skerpa: 8000:1 Birtustig: 550 cd/m2 / Svartími: 8ms / Týpa: LE32R83B 139.900- 32” LCD TILBOÐ MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 1366x766 háskerpu upplausn / Skerpa: 1500:1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.