Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Einkaleyfastofa skoðar mál tveggja Tolla Hin fjögurra ára gamla Hekla María Arnardóttir færði Akranes- deild Rauða kross Ísland gjöf á dögunum. Um var að ræða tæplega 1.500 krónur sem stúlkan hafði unnið sér inn með hunda- súrusölu í sumar. „Þetta byrjaði þannig að ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera eftir mat. Ég nennti ekki að fara inn og ná í eitthvað þar þannig að ég fór bara í móann og tíndi hundasúrur,“ segir Hekla María um upphaf viðskiptanna. „Svo fór ég að selja þær til að ég gæti fengið peninga til baka og farið með þá í Rauða krossinn. En áður en þetta gerðist vissi ég aldrei hvað ég ætti að borða þegar ég var úti. Svo vissi Matthildur vinkona mín að það væru til hundasúrur. Þess vegna borða ég hundasúrur í eftirmat, mér finnst þær svo súrar og góðar.“ Upphaflega gekk Hekla í hús og seldi hundasúrurn- ar en nýtti svo tækifærið á Írskum dögum á Akranesi þegar fólk í götunni hennar safnaðist saman í svokölluðu götugrilli. „Næstum því allir keyptu. Þær kostuðu hundrað kall en sumir gáfu mér meira og aðrir minna. Það var svolítið gott af því þá var þetta ekki alltaf sama talan.“ Hún segist ekki hafa verið í vafa um hverjir ættu að fá ágóðann. „Ég vildi gefa Rauða krossinum peninginn af því þá fá börnin sem eiga bágt pening frá mér. Börn í öllum heimsins löndum. Þá geta þau keypt sér föt og dót og mat,“ segir Hekla María og hlær þegar blaðamaður spyr hvort hún haldi að þau muni kaupa sér hundasúrur. „Nei, þau tína þær bara.“ Seldi hundasúrur fyrir hundraðkall „Ég má ekkert tjá mig um þessar tvær myndir og er bundin algjör- um trúnaði við framleiðendurna,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunar- sérfræðingur í Hollywood, en hún mun sjá um förðun bandarísku stórleikkonunnar Scarlett Johans- son í næstu tveimur myndum henn- ar. He‘s Just Not That Into You og The Spirit verða því sjötta og sjö- unda myndin þar sem Heba sér algjörlega um förðun Scarlett en saman höfðu þær unnið að mynd- um á borð við The Island, The Prestige og The Other Boleyn Girl. Sú síðastnefnda er reyndar mikið búninga- og förðunardrama og reyndi því töluvert á hæfileika Hebu en meðal annarra leikara í myndinni eru Eric Bana og Natalie Portman. Í viðtali sem Fréttablaðið átti við Hebu fyrir einu og hálfu ári kom fram að þegar hún og Scarlett hittust fyrst við gerð The Island hefði farið svo vel á með þeim að Scarlett vildi helst enga aðra en Hebu fyrir myndir sínar. Og það hefur nú komið á daginn. Heba verður ekki síður umkringd stjörnum við næstu tvær kvikmyndir en meðal leikara í He‘s Just Not That Into You eru Vina-leikkonan Jennifer Aniston, Jennifer Connelly og Ben Affleck. Stórstjörnuflotinn er engu minni í The Spirit en þar koma við sögu leikarar á borð við Evu Mendez og Samuel L. Jackson en leikstjóri þeirrar myndar er Frank Miller, hugmyndasmiðurinn á bak við Sin City. Og förðunarfræðing- urinn viðurkennir að það sé óneit- anlega gott að vera kominn í svona náið samstarf við Scarlett, sem er ein eftirsóttasta leikkona heims um þessar mundir. „Já, því er ekki hægt að neita,“ segir Heba, sem hefur einnig unnið náið með Cate Blanchett. Förðunarsérfræðingar vinna náið með leikurunum og í raun má segja að stjörnurnar leggi allt sitt traust á þá að þeir komi sem best út fyrir framan tökuvélarnar. Og svo vel þykir Hebu hafa tekist upp með Scarlett og Cate að tímaritið WWD-Beauty, sem er eitt virtasta tískutímarit Bandaríkjanna, valdi Hebu besta förðunarsérfræðing- inn í Hollywood, og fáum tækist að koma fegurð leikkvennanna jafn vel til skila á hvíta tjaldið og Hebu. „Klæðaburður- inn einkennist nú væntan- lega svolítið af því að ég var ólétt. Ég held ég hafi samt aldrei alveg vitað hvað var í tísku á hverjum tíma. Ég myndi ekki halda að ég gæti verið fulltrúi tískunnar á neinum tíma lífs míns. Nema kannski þegar ég var lítil og var klædd í hippaföt, en það var þá tíska foreldranna.“ Listamaðurinn Tolli Morthens sótti um það í sumar að fá nafn sitt viður- kennt sem vöru- merki hjá Einka- leyfastofu. Umsókninni hefur hins vegar verið andmælt af Þorleifi Björgvinssyni, sem rekur fyrirtæk- ið Tolla, sem sérhæfir sig í merkingum á fatnaði og gjafavöru. Þegar sótt er um vöru- merki hjá Einkaleyfastofu gefst umsækj- endum kostur á að haka við þá vöru- eða þjónustuflokka sem merkið á að ná yfir. Tolli Morthens tilgreindi þar meðal annars fatn- að, skó og húfur, og það er þetta sem Þorleif- ur er ósáttur við. „Við látum sauma fyrir okkur peysur og boli, með okkar merki í hálsmálinu, og erum meira að segja með merkt svæði í þó nokkrum búðum þar sem við seljum undir okkar vörumerki, Tolli,“ útskýrir hann. „Ég er að andmæla því að hann sæki um einkaleyfi á fram- leiðslu á fötum og annarri vöru undir þessu nafni, sem ég hef verið með í gangi í rúm þrjú ár undir sama nafni. Svo hef ég sjálfur nú verið kallaður Tolli frá árinu 1947,“ bætir Þorleifur hlæjandi við. Tolli Morthens segist sækjast eftir því að fá einkarétt á sínu merki, eða „lógói“. „Það truflar mig ekkert þó að hann [Þorleifur] selji undir þessu nafni,“ segir hann. „Ég vil fá vörumerki á lógóið mitt. Það er svo fal- legt, og grafíkin algjört meistaraverk,“ segir Tolli. Hjá Einkaleyfastofu fengust þær upplýs- ingar að ekki væri alfarið unnt að skilja að nafn og merki, það fari eftir því hvaða nafn það er sem komi fyrir í merkinu og hvort það hafi sterk sérkenni eða ekki. Mál Tollanna tveggja er nú til meðferðar hjá Einkaleyfa- stofu, og segist Tolli Morthens bíða niður- stöðunnar pollrólegur. „Þetta hefur bara sinn gang,“ segir hann. Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14. Þú færð aðeins það besta hjá okkur úrv sk, kinnar, gellur skur, reykt ýsa og mar eira

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.