Fréttablaðið - 12.11.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 12.11.2007, Síða 12
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Sannur sjálfstæðis- maður Brækur skipta máli Frekja og ósmekklegheit Ætlar að búa sig undir áramótaskaupið Skógarvörðurinn í Hall- ormsstaðarskógi ætlar að gera tilraun með að kynda barnaskólann á Hallorms- stað með viðarkurli eins og tíðkast sums staðar erlendis. Kurlið yrði þá sett á tank og færi svo sjálf- krafa í brennsluketil sem hitar upp vatnið. Vandinn er samkeppni við niðurgreidda orku. Skólinn fær svokall- aða afgangsorku á lægra verði en Skógræktin getur boðið upp á. Þess vegna er tilraunin ekki hafin enn. „Hugmyndin er sú að nýta grisj- unarvið úr fyrstu grisjun til að kynda hús en oft eru lítil verð- mæti í henni. Við erum að reyna að koma því á koppinn strax á næsta ári að barnaskólinn hér verði kyntur með viðarkurli. Þetta verður sjálfvirk kynding, í staðinn fyrir olíu verður kurlið sett á tank og fer svo sjálfkrafa í brennslu- ketil. Eldurinn hitar síðan vatnið sem fer á húsið,“ segir Þór Þor- finnsson, skógarvörður á Hall- ormsstað. Kurlkyndingin á Hallormsstað er liður í samstarfsverkefni Finna, Skota og Íslendinga en Þór segir að erlendis sé kurl notað til að kynda heilu borgirnar. „Hnífurinn í kúnni núna er orkuverðið. Við keppum við niðurgreidda orku, svokallaða afgangsorku, sem skól- arnir fá og verðum að bjóða upp á sama verð til að vera samkeppnis- fær. Við erum að vinna í því að geta setið við sama borð og þurf- um að eiga fund með ráðamönnum í iðnaðarráðuneytinu til að finna flöt á því. Flest annað er tilbúið,“ segir hann. Þór er skógarvörður á Austur- landi og hefur því umsjón og eftir- lit með jörðum Skógræktar ríkis- ins í fjórðungnum. Hann segir starfsemina margslungna, að reka skóglendi, hirða um skógana og grisja, opna skógana og gera þá aðgengilega fyrir almenning með gönguleiðum, tjaldsvæðum og grillsvæðum og taka á móti ferða- mönnum og bjóða til dæmis upp á leiðsöguferðir. „Þessa dagana erum við að grisja skóg og vinna timbrið í borð og planka, girðingarstaura og arinvið og annað sem fellur til. Á næstu vikum förum við í jólatrén. Við fellum stór og smá tré, svo- kölluð torgtré sem fara mest- megnis á torg í fjórðungnum og svo eru heimilistré seld hér á Skólinn kyntur með viðar N1 VERSLANIR F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.