Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 45
Nú í nóvember stendur yfir ljósmyndasýning Karls R. Lilliendahl í Fótógrafí ljósmynda- galleríi við Skólavörðustíg 4a í Reykjavík. Myndirnar eru teknar víða á Ítalíu þar sem Karl dvaldi síðastliðinn vetur. Yfirskrift sýningarinnar er Uno sem er ítalska orðið fyrir einn og er það tilvísun í sýn ljósmyndarans á einstaklinginn í borgarsamfélag- inu. Hver ljósmynd á sýningunni segir sögu einnar manneskju. Sýningin stendur til 1. desember. Ítalskur einn í Fótógrafí Helstu smellir óperubókmenntanna eru fleirum kunnir en hörðustu aðdáendum hins stranga og fjölbreytta forms. Vinsæl lög úr óperum koma víða við sögu, í allt frá bílaaug- lýsingum til túrtappaáróðurs. Vinir óperunnar eiga flestir sín uppáhalds sönglög og kunnir söngvarar gera út á poppelementið í óperu- bókmenntunum með völdum lögum úr efnisskrá sinni. Nú hefur nýr óperustjóri ráðist í að setja saman kvöldtónleika þar sem nokkrir ástsælir söngvarar okkar koma fram og flytja einsöngslög úr óperubókmenntunum. Óperuperlurnar verða frumsýndar í Íslensku óperunni hinn 17. nóvember og endurfluttar 23. og 24. nóvember. Hér er um að ræða kvöld- stund í Óperunni með nokkrum af okkar fremstu óperusöngvurum, þeim Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran sem snýr nú aftur á svið Óperunnar eftir langt hlé, Sigríði Aðalsteinsdóttur mezzósópran, Ágústi Ólafssyni baritón og Bjarna Thor Kristinssyni bassa. Kurt Kopecky, tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, leikur undir á flygilinn í nokkrum vel völdum og þekktum óperuaríum, en flutt verða atriði úr óperum eftir Mozart, Verdi, Bizet, Bellini, Delibes, Donnizetti, Gounod, Puccini, Rossini, Tsjaíkovskí og Wagner auk söngleikja- og óperettuatriða eftir Gershwin, Bernstein og Lehár. Allt er þetta fært í leikrænan búning með fulltingi Stefáns Baldurssonar óperustjóra, en útlit annast Þórunn S. Þorgrímsdóttir og um lýsingu sér Björn Bergsteinn Guðmundsson. Miðasala er hafin og má búast við að eftir- spurn verði mikil og því rétt að tryggja sér miða sem fyrst. Óperuperlur á bandi Á sýningunni Vetrarvötn Sunnan- heiða í Gallery Turpentine sýnir myndlistarmaðurinn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson á annan tug nýrra olíumálverka. Verkin eru unnin út frá ljósmyndum sem listamaðurinn tók á björtum en köldum febrúardögum á þessu ári, af straumvötnum á Suður- og Suðvesturlandi. Á sýningunni má sjá afrakstur- inn af áframhaldandi leit Sigtryggs að kerfi í hrynjandi náttúrunnar. Vatn er fjölbreyti- legt í birtingarmyndum sínum og hefur það fært listamanninn í vinnu sinni nær hefðbundnum landslagsmálverkum. Fljótin og lækirnir sem hann heimsótti og ljósmyndaði persónugerðust og tóku hvert á sig sína mynd í listsköpuninni. Vart þarf að taka það fram að breytileg íslensk veðurskilyrði, birta og vatnsmagn höfðu líka sitt að segja um útkomuna á verkum Sigtryggs. Verkin á sýningunni eru að mörgu leyti innblásin af jafn ólíkum listamönnum og Þorvaldi Skúlasyni, Jackson Pollock og Roni Horn. Afrakstur vinnu Sigtryggs með vetrarvötn, ljósmyndir og innblástur má sjá í Gallery Turpentine, Ingólfsstræti 5. Landsins vetrarvötn SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins nokkur skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 77 33 0 5/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.