Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 19. nóvember 2007 WWW.N1.IS N1 – Meira í leiðinni. Hjá N1 finnur þú landsins mesta úrval af bílavarahlutum og vönduð vörumerki frá viðurkenndum framleiðendum. Í verslunum okkar um land allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf sem þú þarfnast. 3 ára ábyrgð er á varahlutum frá N1. HEILBRIGÐISMÁL Tólf manns hafa greinst með sýkingu af völdum HIV-veirunnar á þessu ári. Sex þeirra sýktu eru fíkniefna- neytendur og veiran talin afleið- ing neyslu þeirra. Fjórir þeirra sýktu eru einnig veikir af lifrarbólgu B. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta. Í blaðinu kemur fram að erfitt sé að rekja smitleiðir meðal fíkniefnaneytenda en rannsókn standi yfir um þessar mundir. HIV-sýking hefur verið fátíð meðal sprautufíkla hérlendis en lifrarbólga C er hins vegar algeng á meðal þeirra. Ekki náðist í Harald Briem sóttvarnalækni við vinnslu fréttarinnar en í sumar greindi hann frá því að margir teldu það einungis tímaspursmál hvenær faraldur brytist út meðal þessa áhættuhóps. Ellefu manns smituðust af HIV-veirunni í fyrra. Farsóttafréttir landlæknis: Óttast HIV- faraldur meðal sprautufíkla SVEITARSTJÓRNIR Í kjölfar gagnrýni sem fram hefur komið á skemmt- anahald í íþróttahúsum í Hafnar- firði leggur forvarnarnefnd bæjarins til ýmsar takmarkanir á vínveitingum á þessum stöðum. „Vínveitingaleyfi í íþrótta- mannvirkjum er aðeins veitt vegna árshátíðar eða skemmtana eigenda mannvirkjanna og vegna leigu þeirra til lokaðra einkasam- kvæma. Einnig árétta nefndirnar að á þessum lokuðu samkvæmum og skemmtunum skuli farið eftir lögum og reglum er varða aldur gesta, tóbaksvarnir og öryggis- mála,“ segir forvarnarnefndin í tillögu til bæjarráðs. - gar Fjölskyldur og forvarnir: Takmörk á vín í íþróttahúsum RÚSSLAND, AP Meðlimir rússnesks sértrúarsafnaðar hafa lokað sig af í neðanjarðarbyrgi og hyggj- ast dvelja þar uns heimsendir dynur yfir. Á meðal þeirra eru fjögur börn, það yngsta 18 mánaða. Fólkið hefur hótað að notast við 400 lítra af bensíni til að sprengja sig í loft upp ef yfirvöld reyna að þvinga það út úr byrginu. Prestar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar reyndu í gær að sannfæra fólkið um að yfirgefa byrgið en án árangurs. Rússneska lögreglan fylgist með ástandinu en hefur ekki uppi áform um að þvinga fólkið út. - vþ Rússneskur sértrúarsöfnuður: Bíða heimsend- is neðanjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.