Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sunnudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 42% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 65% Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 25. nóvember 2007 — 321. tölublað — 7. árgangur SIMPLY CLEVER SkodaOctavia TDI Ímyndaðu þér Afl og hagkvæmni Bráðum koma blessuð jólin Komdu tímanlega! DÝRAHALD „Það færist í aukana ár frá ári að fólk komi með gæludýr- in og láti þau gista á hóteli yfir jólin,“ segir Hreiðar Karlsson hjá Hundahótelinu í Leirum. Undir þetta taka Sigríður Heiðberg í Kattholti og Lilja Björk hjá K-9 hundahótelinu á Suðurnesjum. „Hér er alltaf allt fullt yfir hátíð- arnar, bæði jól og páska,“ segir Lilja Björk. Hreiðar segir ferðalög fólks um jólin ekki einu ástæðu þess að gæludýr- um er komið fyrir um hátíðarnar. Sumir geri það vegna mikilla anna, svo sem jóla- undirbúnings og jólaboða. Rebecca Hennermark hjá Voffa- borg í Víðidal segir að langflestir sem nýti sér þjónustuna sé fólk á leið til útlanda. „Það verður voðalega notalegt hjá þeim yfir jólin, dýrin fá hangi- kjöt og bein. Það verða nú líka að vera jól hjá þeim,“ segir Rebecca. Sérstakur viðbúnaður er einnig á gamlárskvöld, á Hundahótelinu er til dæmis leikin róleg tónlist um miðnættið. - fgg/ sjá síðu 38 Utanlandsferðir og mikið amstur fyrir jólin gerir gæludýraeigendum erfitt: Dýrin á hóteli um hátíðarnar Ferðalög Hvar á að versla, snæða, djamma og gista? + bestu skíðasvæðin og margt fleira. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG LEYNISTAÐIR [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög DESEMBER 2007 STRENDUR, TINDAR OG HVAR Á AÐ VERSLA, SNÆÐA, DJAMMA OG NJÓTA LÍFSINS? Í NEW YORK OG LONDON KÓRALRIFPRÓFAÐU FRUMLEG JÓL Í ÁR BESTU BREKKURNAR SKÍÐAFÍKLAR LEYSA FRÁ SKJÓÐUNNI VEÐRIÐ Í DAG HVESSIR OG HLÝNAR Fyrst suðvestantil en síðan um allt land. Snjóar sunnanlands í morgunsárið, en rigning síðdegis. Þurrt norðan- lands í fyrstu en snjóar í kvöld. VEÐUR 4 Bolton vann Man- chester United Nicolas Anelka tryggði Bolton óvæntan sigur á Englandsmeisturum Man. Utd í gær. ÍÞRÓTTIR 32 Ellý stendur í stórræðum Fyrrverandi X- factor-dómarinn Ellý Halldórsdóttir gerir upp 80 ára gamalt hús á Akranesi. FÓLK 38 Vel tekið í Danmörku Glæpasaga Ævars Arnar Jóseps- sonar, Blóðberg, hefur hlotið góða dóma í Danaveldi. FÓLK 26 Gott að tala um gráa fiðringinn Ágúst Borgþór Sverrisson og Unnur Jökulsdóttir setjast á rökstóla 20-21 LEOPOLD KÖTTUR. HEILBRIGÐISMÁL „Ég er að tala um meira en sameiginlegan lyfja- markað. Ég er að tala um sameigin- legan heilsumarkað. Sum þjónust- an er þess eðlis að það væri æskilegt að fólk gæti valið og sótt hana til annarra landa. Og ef þú hugsar um það er mun rökréttara að við séum með útrás í heilbrigðis- þjónustu en bankaþjónustu!“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra. Hugmyndir Guðlaugs fela í sér að fólk sem hefur beðið í lengri tíma eftir ákveðinni heilbrigðis- þjónustu geti leitað eftir henni á auðveldan hátt á Norðurlöndum. Hann tekur þó fram að þessu sé ekki ætlað að leysa allan vanda. Samevrópskur heilsumarkaður sé nú þegar í undirbúningi hjá ESB. „En Norðurlöndin gætu þarna haft ákveðna forystu. Í þessu felst ákveðið val fyrir fólkið en um leið aðhald fyrir stjórnvöld. Síðast en ekki síst felast í þessu gríðarleg sóknarfæri fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.“ Guðlaugur kveðst einnig vilja skoða byggingaráform um nýjan spítala í víðara samhengi en hing- að til og segir að aðstöðuvandamál leysist ekki öll með nýrri spítala- byggingu. Hann nefnir að aukin áhersla á heimahjúkrun sé nokkuð sem gæti minnkað álagið á Landspítalann. Í leik- og grunnskólum landsins verður í framtíðinni boðið upp á minnst eina stund á dag, helguð hreyfingu, gangi ætlun Guðlaugs eftir. Hann á í viðræðum við menntamálaráðuneyti um þetta. Þetta sé besta ráðið við offitu, skæðum kvilla samtímans, sem oft hafi í för með sér þunglyndi. Ekki ætti að koma á óvart að sjálfstæðismenn hafi tekist á um REI, segir ráðherra. Æskilegt hefði þó verið að sú umræða hefði ekki farið fram opinberlega. - kóþ / sjá síðu 14 Ráðherra vill heilbrigði án landamæra Heilbrigðisráðherra stefnir ekki bara að samnorræn- um lyfjamarkaði heldur vill vera á undan ESB með alþjóðlegan heilsumarkað. Það stytti bið eftir aðgerð- um og gefi tækifæri til útrásar heilbrigðisstarfsfólks. SIGURVEGARI Í HALDI Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, sýnir fjöl- miðlum sigurmerki út um gluggann á lögreglubíl á leið burt af eigin mótmælafundi. Hann var í gær dæmdur í fimm daga fangelsi fyrir að leiða mótmæli gegn Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og var meðal annars fundinn sekur um að hafa neitað að hlýða fyrirskipunum. Samtökin Annað Rússland, undir forystu Kasparovs, skipulögðu mótmælafundinn. Honum var ætlað að vekja athygli á kosningabaráttunni fyrir þing- kosningarnar í landinu, sem samtökin segja að hafi ekki verið frjáls og óháð. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ / AP LEIT Óttast er um afdrif fransks vísindamanns sem fór í vinnuferð á hálendið á fimmtudag. Maðurinn vinnur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og átti að sækja átta GPS-senda sem staðsettir eru allt frá Þórisvatni að Kálfafelli. Von var á manninum að Kirkju- bæjarklaustri á föstudag en ekk- ert hafði til hans spurst í gærkvöld og kom í ljós að sendarnir voru enn ósóttir. Björgunarsveitir á Suðurlandi hófu leit að honum í gær. Maðurinn var að sögn vel búinn og ók grárri Toyota-pallbifreið með húsi. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir mannsins eru beðnir að hafa samband við lög- regluna á Hvolsvelli. - þo Viðbúnaður hjá björgunarsveitum á Suðurlandi: Vísindamanns saknað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.