Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 2

Fréttablaðið - 25.11.2007, Side 2
2 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR ÓMISSANDI OG AÐGENGILEG! Aðgengileg uppflettibók með skýringum á því hvernig þú getur túlkað vísbendingar um fortíð þína, nútíð og framtíð í því sem fyrir ber í vöku og draumi. Eftir S ímon Jón Jó hanns son höfun d Stór u draum aráðn inga- bókar innar! Hafnaði ofan í skurði Enginn slasaðist þegar bíll fór út af Vesturlandsvegi skammt frá Kúludalsá í gærmorgun. Bíllinn hafnaði ofan í skurði og skemmdist töluvert. Mikil hálka var á veginum þegar slysið varð. Þá aðstoðuðu björgunarsveitar- menn fólk sem festi bíl sinn í snjó í Kaldadal. Óku undir áhrifum fíkniefna Þrír ökumenn voru stöðvaðir í nágrenni Selfoss í fyrrinótt grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Einn til viðbótar var tekinn grunaður um ölvunarakstur. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Karlmaður var handtekinn við skemmtistað í Austurstræti í fyrrinótt eftir að hafa kýlt dyravörð í andlitið. Maðurinn hafði reynt að smygla áfengi inn á staðinn og brást illa við þegar dyravörðurinn meinaði honum inngöngu. Hann var látinn gista fangaklefa lögreglunnar. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Lokastíg þar sem maður var sleginn í höfuðið með flösku. Hann var fluttur á slysadeild með minni háttar áverka. Enginn var handtekinn vegna árásarinnar.- þo Líkamsárásir í miðborginni: Einn kýldur og annar sleginn með flösku LÖGREGLUMÁL „Við skiptum um rúðu í einu skýlinu klukkan tíu um morgun og það var búið að brjóta hana aftur klukkan tólf,“ segir Einar Hermannsson, fram- kvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur stóran hluta strætóskýlanna í borginni. Á einni viku í byrjun nóvember voru fimmtíu rúður brotnar í nokkrum skýlum í Hlíðahverfi. Tjónið er metið vel á aðra milljón. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári sökudólganna, en talið er að tveir tólf eða þrettán ára óknytta- drengir, sem í eitt skiptið sáust hlaupa af vettvangi, eigi sök á flestum eða öllum skemmdunum. Einar segir AFA vera í góðu sam- starfi við lögregluna vegna mála sem þessara. Hrinunni á dögunum lauk þó ekki fyrr en starfsmenn AFA tóku nokkra krakka í hverf- inu tali um alvarleika málsins. Eitt skýlið var rúðulaust allt þar til fyrir nokkrum dögum þar sem ekki þótti á það hættandi að setja fyrr gler í það að nýju – svo oft hafði það verið brotið. Að sögn Einars eru að jafnaði brotnar tíu til fimmtán rúður í skýlunum í borginni á mánuði. Hver rúða kostar tuttugu þúsund krónur. Einar segir að starfsmenn AFA reyni að vakta skýlin sjálfir að einhverju leyti með því að aka um hverfin þar sem skemmdar- verkin eru algengust hverju sinni. Þó hafi komið upp hugmynd um að vakta völd skýli með öryggis- myndavélum. Myndavélum yrði þá beint að skýlum sem algengt er að séu skemmd og varað við eftirlit- inu með límmiðum í skýlunum. Slíkt myndi þá fyrst og fremst hafa forvarnargildi, að sögn Einars. „Það eru hins vegar ekki rúðu- brotin sem eru leiðinlegust,“ segir Einar. „Veggjakrotið er langerfið- ast.“ Einar segir eitt og hálft stöðu- gildi hjá fyrirtækinu fara í það eitt að þrífa krot af strætóskýlum. Kostnaður við það sé um fjögur hundruð þúsund krónur í hverjum mánuði. AFA er skuldbundið sam- kvæmt samningi til að halda skýl- unum hreinum og í skikkanlegu ástandi. stigur@frettabladid.is Ný rúða brotin eftir tvær klukkustundir Óknyttaunglingar brutu á einni viku fimmtíu rúður í strætóskýlum í Hlíða- hverfi. Tjónið er vel á aðra milljón. Rúða var brotin í einu skýli tveimur tímum eftir að hún var sett í. Komið hefur til tals að vakta skýlin með myndavélum. LOKS LAG Nýtt gler var sett í skýli við Miklubraut í vikunni, en það hafði staðið glerlaust um hríð svo vel gustaði um gesti þess. Ekki þótti hættandi á að laga skýlið fyrr þar sem það var iðulega skemmt strax að lokinni lagfæringu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AFA JCDecaux á Íslandi á og rekur hin svokölluðu dönsku strætóskýli í borginni. Skýlin eru græn að lit og að stórum hluta úr gleri. ■ Á höfuðborgarsvæðinu eru um 200 slík skýli. ■ Í hverju skýli eru sjö rúður. ■ Hver rúða kostar 20.000 krónur. ■ Að jafnaði eru brotnar tíu til fimmtán rúður í mánuði. DÖNSKU SKÝLIN Ferðalög, nýtt mánaðarlegt fylgirit Fréttablaðsins um ferða- mennsku, kemur í fyrsta sinn út í dag. Anna Margrét Björnsson, ritstjóri Ferðalaga, segir blaðinu ætlað að vera skemmti- leg og lífleg lesning fyrir fólk með ævintýraþrá. „Í fyrsta tölublaðinu er sjónum beint að sjarmerandi hverfum í stórborgum – NoLita í New York og Shoreditch í London. Svo er líka fjallað um bestu skíðasvæðin og svölustu búðirnar fyrir jólainnkaupin, meðal annars.“ Þá segir hún einnig mikilvægt að verðandi ferðalangar fái góð ráð frá heimafólki á hverjum stað til að forðast „hinar týpísku túrista- gryfjur“. - sh Nýtt fylgirit um ferðalög NEW YORK SÉÐ MEÐ AUGUM SILJU MAGG KAUPMANNAHÖFN ÞÓRIS SNÆS SIGURJÓNSSONAR SHOREDITCH ER HEITASTA HVERFIÐ Í LONDON PÓSTKORT FRÁ ÍRAN OG BAHAMA-EYJUM LEYNISTAÐIR [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög DESEMBER 2007 STRENDUR, TINDAR OG HVAR Á AÐ VERSLA, SNÆÐA, DJAMMA OG NJÓTA LÍFSINS? HELSTU VIÐBURÐIR Í DESEMBERMÁNUÐI Í NEW YORK OG LONDON KÓRALRIF PRÓFAÐU FRUMLEG JÓL Í ÁR BESTU BREKKURNAR SKÍÐAFÍKLAR LEYSA FRÁ SKJÓÐUNNI FERÐALÖG Forsíða fyrsta tölublaðsins LÖGREGLUMÁL Lögregluyfirvöld vissu af því að Tomas Malakauskas, sem dæmdur var fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða árið 2004, væri væntanlegur til lands- ins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var honum hleypt inn í landið til að unnt væri að fylgjast með ferðum hans og athöfnum. Malakauskas hlaut árið 2004 tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu. Honum var vísað úr landi þegar hann losn- aði og hefur síðan verið í endur- komubanni. Sérsveit Ríkislögreglu- stjóra handtók hann á þriðjudag. Í fórum hans fundust um 100 grömm af amfetamíni. Hann var úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 30. nóvem- ber og verður ákærður fyrir fíkni- efnabrot og að virða ekki endurkomubann. Lögregluyfirvöld á Suðurnesjum komust á snoðir um það að Mala- kauskas væri á leið til landsins og funduðu þá um málið með fulltrúm lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Hann kom svo til landsins fyrir rúmum hálfum mánuði. Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að þegar grunsemdir hafi vaknað hjá greiningardeild embættisins um að Malakauskas væri á landinu hafi þegar verið hafin leit að honum, sem lauk á þriðjudag. Jón segir sér ekki hafa verið kunnugt um að honum hafi verið hleypt vísvitandi til landsins. Lögregluyfirvöld funduðu um væntanlega komu líkfundarmanns til Íslands: Lögreglan vissi af komu Malakauskas LÍKMENN Malakauskas hylur andlit sitt við réttarhöld. Með honum á myndinni eru Jónas Ingi Ragnarsson og Grétar Sigurðarson, sem einnig voru dæmdir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEW YORK Það stefnir í að morð- tíðni í New York verði með minnsta móti þetta ár en hinn 18. nóvember höfðu 428 morð verið framin í borginni. Til saman- burðar voru þau 511 á sama tíma í fyrra. Ef fram fer sem horfir stefnir í lægstu morðtíðni í fjóra áratugi en hæsta tíðnin til þessa var árið 1990 þegar 2.262 morð voru framin. Samkvæmt heimildum The New York Times voru einungis 35 morð, af þeim 212 sem hafa verið upplýst á þessu ári, framin af ókunnugum. Flest voru afleiðing átaka á milli glæpagengja eða ætt- ingja. - ve Glæpum fækkar í New York: Aldrei færri sem falla fyrir morð- ingjahendi NEW YORK Framin hafa verið rúmlega 400 morð í borginni það sem af er ári. EINAR HERMANNSSON NOREGUR, AP Talsmenn hjálpar- samtaka hafa gagnrýnt norska herinn fyrir að útbúa lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem fer til friðargæslustarfa í Afgan- istan, með þungum hervopnum á borð við vélbyssur. Samkvæmt Genfarsáttmálanum er heilbrigðisstarfsfólk, sem starf- ar undir merki Rauða krossins, ekki álitið vera þátttakendur í átökum og má aðeins bera létt vopn til sjálfsvarnar, svo sem skammbyssu. Norski herinn hefur staðfest að þar til fyrir skemmstu hefði lækn- um og sjúkraliðum sem störfuðu með norska friðargæsluliðinu stundum verið falið að manna þungar vélbyssur er þeir voru fluttir á milli staða í brynvögnum. John Inge Ögländ, talsmaður norska liðsaflans í Afganistan, sagði að starfsreglur friðargæslu- liðsins hefðu nú verið hertar og þessi háttur alveg bannaður. „Enginn sem ber árásarvopn má bera Rauða kross-band um arm- inn,“ sagði Trygve Nordby, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Nor- egs. „Þetta er mjög alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum.“ - aa NORSKAN FRIÐARGÆSLAN Norski herinn hefur staðfest að þar til fyrir skemmstu hafi læknum og sjúkraliðum verið falið að manna þungar vélbyssur. Norska friðargæsluliðið í Afganistan sagt hafa brotið Genfarsáttmálann: Læknar látnir manna vélbyssur DANMÖRK Rómantíkin réð ríkjum hjá dönsku pari sem var meðal þeirra 154 farþega skemmtiferða- skipsins Explorer sem sökk á föstudag. Skipið rakst á ísjaka skammt frá Suðurskautslandinu, fylltist af sjó og lagðist á hliðina. Pilturinn bar upp bónorðið í björgunarbátnum og sagði konan já. Á fréttavef Jyllandsposten segir að pilturinn hafi ætlað sér að bera upp bónorðið um kvöldið og því verið með trúlofunarhring- ana í vasanum þegar farþegunum var smalað í björgunarbátana. Farþegar og áhöfn skipsins sluppu ómeidd úr óhappinu og er fólkið komið á þurrt. - þo Strand Explorer-skipsins: Bónorð í björg- unarbátnum Jón Ingi, verður þetta alveg sjúklegur tónlistarvefur? „Við verðum nú vonandi lækningin frekar en sjúkdómurinn!“ Innan skamms verður opnaður alhliða tónlistarvefur með því frumlega nafni musick.is. Jón Ingi Stefánsson stendur að baki síðunni. SPURNING DAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.