Fréttablaðið - 25.11.2007, Page 4

Fréttablaðið - 25.11.2007, Page 4
4 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR Í frétt um söfnun sem aðstandendur standa að fyrir konuna sem missti íbúð sína í bruna í Fannarfelli 6 láðist að birta kennitölu reikningseiganda svo hægt væri að leggja inn á reikn- inginn í Landsbankanum. Kennitalan er 270357-2029 og reikningsnúmerið er 0135-05-071022. ÁRÉTTING ATVINNUMÁL „Við þurfum auðvitað að mæta þessu fólki með virðingu og bjóða því upp á sómasamlegar aðstæður,“ segir Gylfi Dal- mann Aðalsteinsson, lektor við Háskóla Íslands. Lárus Blöndal, deildarstjóri atvinnu- og félagsmáladeildar Hagstofunnar, benti á það í erindi í Háskóla Íslands á föstudag að útlendingum á vinnumarkaði hér á landi hefði fjölgað gríðarlega, ekki síst undanfarin þrjú ár. Langflestir þeirra kæmu frá Póllandi. Gylfi Dalmann segir að húsnæðisvandinn sé einn flötur á þessu máli. Stórir hópar komi hingað til lands til að vinna tiltekin verkefni, og séu settir niður í starfsmannabúðum. „Það skapar ákveðna einangrun og ef til vill múra, í staðinn fyrir að við blöndum þessu meira saman.“ Yfir fjórtán þúsund erlendir ríkisborgarar voru á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Lárus telur að margir þeirra séu komnir til að vera, enda virðist Íslendingar um margt vera orðnir háðir erlendu vinnuafli. „Til dæmis fiskvinnslan, Þarna er komin grein þar sem mikil verkþekking og reynsla hefur orðið til hjá útlendingum.“ - ikh Gríðarleg fjölgun erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði undanfarin ár: Viljum ekki útlendingagettó VIÐ FÆRIBANDIÐ Hlutfallslega starfa mun fleiri útlend- ingar við fiskvinnslu en innfæddir. ÚTLENDINGAR Á ÍSLENSKUM VINNUMARKAÐI Útlendingar eru nú um 8 prósent vinnandi fólks hér á landi. Í þessum tölum sést hversu hátt hlutfall útlendinga innbyrðis starfar við hinar ýmsu atvinnu- greinar. Til samanburðar er hlutfall innfæddra inn- byrðis í sömu greinum. Þau prósent sem standa út af starfa við annað. Útlendir Innlendir Fiskvinnsla 13,5% 3,3% Mannvirkjagerð 21% 7,8% Hótel og veitingahús 7% 3,5% Verslun 6,8% 14,1% Heilbrigðis- og félagsþjónusta 10,7% 15,4% ORKA „Það er svoleiðis algjör vit leysa að ég hafi gjörsnúist í þessu máli. Össur ætti að skrifa minna og fylgjast betur með. Þá vissi hann að ég hef fyrir löngu sagt þetta og að þetta er í sam- ræmi við það sem allir sjálfstæð- ismenn hafa sagt,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi. Á heimasíðu sinni kveður iðnað- arráðherra sjálfstæðismenn hafa gjörsnúist í afstöðu sinni til REI. Hann leggur út af ummælum Júlí- usar, sem sagði í fréttum á föstu- dag að hann væri opinn fyrir því að REI gengi til samstarfs við önnur félög og að REI gæti átt eignaraðild að öðrum félögum í svipuðum verkefnum. „Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás. Til þess var það stofnað,“ segir Júlíus. „Það sem við gagnrýndum á sínum tíma var meðal annars að jafnræðisreglunni væri ekki fylgt og að öðrum fyrirtækjum en Geysi hefði ekki verið gefinn kostur á samstarfi. Þarna var verið að velja út eitt félag.“ Blogg Össurar og Björns Inga Hrafnssonar, sem einnig vakti athygli á ummælum Júlíusar, sýni öðru fremur hversu mikil sundrung sé innan meirihluta borgarstjórnar um REI. Össur og Björn Ingi reyni að draga athyglina frá því. Á sinni heimasíðu veltir Björn Ingi því upp að ef til vill hafi sex- menningarnir „ekki kunnað að meta eigendur Geysis Green Energy og þess vegna verið á móti samrunanum“. Júlíus segir ummælin ómakleg. „Afstaða okkar til REI hafði alls ekki neitt að gera með hverjir áttu Geysir Green Energy. Slíkar ásak- anir eru fyrir neðan belti og lýsa frekar þeim sem skrifar. Það er Framsóknarstíll á því.“ Iðnaðarráðherra kveður „valda- rán sexmenninganna“ hafa valdið Orkuveitu og REI tugmilljarða skaða. „Það er algjörlega úr lausu lofti gripið að við höfum valdið einhverju tapi. Hagnað af áhættufjárfestingum geta menn ekki reiknað sér fyrir fram. Við skulum ekki gleyma því að það var Svandís Svavarsdóttir sem stefndi borginni til að fá samrun- anum hnekkt.“ klemens@frettabladid.is Vitleysa að ég hafi gjörsnúist í málinu Júlíus Vífill segir að iðnaðarráðherra ætti að blogga minna og fylgjast betur með. Sjálfstæðismenn hafi aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás. Björn Ingi segir að málið kunni að snúast um hverjir eigi Geysi Green. FORNMINJAR Alcoa Fjarðaál afhendir í dag Þjóðminjasafni Íslands styrk úr samfélagssjóði Alcoa til endurbyggingar Sómastaða við Reyðarfjörð. Sómastaðahúsið er merkilegt hús enda eina portbyggða steinhúsið sem varðveist hefur á Íslandi. Útvegsbóndinn Hans Jakob Beck byggði húsið árið 1875. Það er hlaðið úr grjóti úr nágrenninu og bundið með jökulleir. Húsið stendur steinsnar frá álveri Alcoa og stendur til að færa það í upprunalegt horf. Styrkur Alcoa nemur um sextán milljónum króna. - þo Alcoa styrkir Þjóðminjasafnið: Sómastaðir endurbyggðir SÓMASTAÐIR Húsið var byggt árið 1875. MYND/HELGI GARÐARSSON Fjórir teknir fyrir lyfjaakstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tíu ökumenn aðfaranótt laugardags sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Fjórir til viðbót- ar eru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þá voru tólf manns handteknir í miðborginni fyrir brot á lögreglusamþykkt. LÖGREGLUFRÉTTIR ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON BJÖRN INGI HRAFNSSON JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON                   ! # $ %   %   &       '(    )&  * # $  +,- +,- .,- / 0,- 1,- 23,- 23,- +,- 4,- 1,- 5,-6 78 +,-6 78 20,- 2+,- ..,-6 78                         !  "         #      !         $%$& '                   "       (   ((   ( )*+,-..)/0-1     !$2$3 '!"(      42567    9(      :2;<2=(  (   0<=> # *8(9" "     : : :            ALMANNAVARNIR Landhelgisgæslan hefur flutt Fokker flugvél sína TF- SYN og þyrluna TF-GNA til Keflavíkurflugvallar. Að því er fram kemur á vef Víkurfrétta kann flutningurinn að marka fyrstu skrefin í flutningi flugdeildar Landhelgisgæslunnar frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, sagði í samtali við Víkurfréttir fyrr á árinu að það væri vænlegur kostur að flytja alla starfsemi Landhelgisgæslunn- ar á Suðurnesin. Á vef Landhelgisgæslunnar segir að húsnæðið á Keflavíkur- flugvelli sé tímabundið en þrengt hafi að flugflota gæslunnar í flugskýlinu á Reykjavíkurflug- velli. - þo Floti Landhelgisgæslunnar: Sýn og Gná á Keflavíkurvöll FLUTNINGAR Þyrlan TF-GNÁ er nú í tímabundnu húsnæði á Keflavíkurflug- velli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Leyfislaus skytta gómuð Rjúpnaskytta þurfti að afhenda lögreglunni í Borgarnesi byssuna sína og nýveiddan jólamatinn þegar upp komst að hún hafði ekki veiðileyfi. Skyttan var á ferð í uppsveitum Borg- arfjarðar og hafði veitt fjórar rjúpur þegar lögregla kom á vettvang. Eldur kviknaði í ruslatunnu Eldur kom upp í húsnæði Bústólpa á Akureyri á föstudag. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn sem kviknaði í ruslafötu í starfs- mannarými. Tjónið er ekki mikið en reykræsta þurfti húsið. LÖGREGLUFRÉTTIR ORKUVEITAN Er nú óðum að verða eitt umdeildasta fyrirtæki landsins. Iðnaðarráðherra heldur því fram að sjálfstæðis- menn hafi skaðað hagsmuni þess svo tugmilljörðum skipti. GENGIÐ 23.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 122,4064 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 62,58 62,88 128,83 129,45 92,60 93,12 12,418 12,490 11,511 11,579 9,926 9,984 0,5786 0,5820 99,76 100,36 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.