Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 16
16 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR Íslendingar kvarta stundum yfir því að Danir viti lítið um Ísland. Sum ykkar halda jafnvel að Ísland sé lítil eyja við strendur Jótlands. En kannski er ykkur vorkunn því segja má að eitt sinn hafi Ísland verið dönsk eyja vestan Jótlands. Kóngurinn ykkar var kóngur- inn okkar. Landið okkar var landið ykkar. Af þeim sökum getur dönsk vanþekking virkað stuðandi á okkur Íslendinga. Eða seint myndi Englendingur spyrja Íra: „Írland? Er það ekki ein af Hjaltlandseyj- unum?“ Þess vegna bið ég ykkur vinsamlegast að muna að Ísland er stór eyja við strendur Græn- lands (sem enn er danskt umráða- svæði ef þið skylduð ekki vita það). Fyrir okkur er Danmörk sem móðir. Ævaforn móðir sem býr í stórri höll, heldur hundrað hunda, enn fleiri starfsmenn og reykir tvo pakka á dag. Eitt sinn bjugg- um við hjá henni og hún var okkur… ja, hún var okkur sem móðir. En hún vildi ekki leyfa okkur að flytja að heiman. Hún hélt okkur allt of lengi heima, í örlitlu kamesi í hallarkjallaran- um sem hún heimsótti aðeins einu sinni allt okkar líf. Að lokum náðum við þó að flýja að heiman, á meðan henni var nauðgað á efri hæðinni af þýskum hermönnum, og nú búum við í eigin íbúð. Við erum orðin fullorðin. Búin að fá okkur vinnu og meira að segja komin með kærustu. Já, eða… reyndar er hún farin frá okkur. Og reyndar var hún hann; amer- ískur hermaður. Hann skildi við okkur í fyrra. Og eltist nú við múslima. Þannig að nú erum við ein á báti og til í hvað sem er. Við fílum okkur ansi vel enda erum við svo kúl. Heimurinn er svo geðveikt hrifinn af okkur. Við erum aðal- málið. Við eigum Björk og Sigur Rós, Bláa lónið og næturlíf Reykjavíkur. Og við syndum í seðlum sem við elskum að eyða. Reyndar liggur helsti munur- inn á Íslendingum og Dönum í umgengninni við peninga. Þið Danir viljið helst leggja þá fyrir vegna þess að þið eruð búin að skipuleggja ferð til Flórída sumarið 2012. Þið eruð meira að segja búin að bóka hótelið og allt. Reykherbergi fyrir þá gömlu og fjóra miða í Disneyworld, 10. júní 2012. Við Íslendingar hugsum hins- vegar aldrei fram í tímann. Við skipuleggjum aldrei neitt. Við getum ekki einu sinni ákveðið að borða saman hádegismat fyrr en við erum búin að því. „Já, við ákváðum að fara og fá okkur bita á Vegamótum,“ heyri ég stundum konuna segja vinkonum sínum í síma, í miðjum hádegisverði, jafnvel þótt við hefðum aldrei ákveðið neitt. Það bara æxlaðist þannig að við fórum saman í löns. Við notum sögnina „að ákveða“ aðeins í þátíð. (Þess vegna enda öll íslensk hjónarifrildi og allar íslenskar stjórnmálaumræður á sömu gömlu frösunum: „Ég sagði það aldrei!“ – „Ó jú!“ – „Ókei, ég sagði það kannski en það var aldrei neitt ákveðið.“) Við hugsum aldrei fram í tím- ann. Ástæðan er sú að um alda- skeið höfum við búið í þessu geð- klofna landi íss og elda, með öllum þeim vangefnu vindum og eldspúandi fjöllum sem því fylgja, ölduhæðum og sálarlægðum. Við gátum aldrei verið viss um að karlarnir okkar kæmu heim úr róðri dagsins eða hvort hin óvænta frostnótt í miðjum ágúst myndi ekki eyðileggja kartöflu- uppskeruna. Við höfum aldrei getað treyst á neitt nema auðvit- að þessa margumtöluðu ferð dönsku konungshjónanna til Flór- ída sumarið 2012. Við hugsum aldrei fram í tím- ann og við eyðum alltaf peningun- um okkar eins og skot. Á Íslandi er sparnaður talinn til höfuð- synda. Og við erum mjög kristin þjóð… Sparileysis-hefðin varð til þegar við strukum burt úr okkar hádönsku móðurhúsum. Fram að því höfðum við aldrei séð reiðufé og þegar við fengum okkar fyrstu seðlagreiðslu urðum við svo glöð að við eyddum henni allri á einni helgi. Við urðum því að taka lán til að eiga fyrir restinni af mán- uðinum. Allar götur síðan hafa Íslendingar verið mikið lánatöku- fólk. Sum okkar taka jafnvel lán til að borga upp önnur lán. Í raun höfum við aldrei verulegar fjár- hagsáhyggjur því við vitum sem er að við getum alltaf slegið nýtt lán. Fyrir Íslendingum eru bankar ekki staðir til að geyma peninga heldur til að fá peninga. Sparileysið má einnig rekja til verðbólguáranna. Við ólumst öll upp við óðaverðbólgu, þetta geð- veikisástand sem allar nýfrjálsar þriðja-heims-þjóðir þurfa að ganga í gegnum á leið sinni upp í úrvalsdeildina. Gjörvalla bernsku mína jókst verðbólgan jafnt og þétt og komst að lokum í 120% árið sem ég varð stúdent. Hver peningaseðill var sem snjór í vasa. Ef maður var svo heppinn að eignast þúsundkall varð maður að gjöra svo vel og þjóta sam- stundis niður í plötubúð til að kaupa stóru plötuna með ELO. Væri maður svo óheppinn að rek- ast á frænku sína á leiðinni og þurfa að spjalla við hana um stund varð maður að gera sér litlu plötuna að góðu. Tíminn át peninga eins og rottur ost. Af þessum sökum spörum við ekki peninga heldur eyðum þeim. Við látum þá vinna fyrir okkur. Og þar sem Ísland er lítið land getum við ekki eytt þeim öllum hér. Við neyðumst til að eyða þeim annarstaðar, í Danmörku. Á meðan þið eruð upptekin af því að safna fyrir þessari hótelgistingu þarna í Flórída notum við tæki- færið og kaupum öll bestu hótelin í Kaupmannahöfn. Og allar búð- irnar. Og dagblöðin. Og allar ferðaskrifstofurnar ykkar og öll flugfélögin ykkar. Allt heila klabb- ið er nú komið í eigu Íslendinga eins og ykkur ætti að vera ljóst. En þið verðið að sýna okkur skilning. Því þetta er ekki í gamni gert. Þið verðið að reyna að skilja að VIÐ VERÐUM HREINLEGA að eignast eins mikið af Dan- mörku og við getum, upp á sjálfs- traustið og þroskann að gera. Við erum eins og ungi rapparinn úr fátækrahverfinu sem nær að meika það feitt og notar frægðar- fé sitt til að kaupa nýtt hús handa mömmu gömlu, til að gera hana stolta og sýna hversu vel honum gengur. Því bið ég ykkur, kæru Danir, að selja okkur eins mikið og þið getið. Það væri til dæmis mjög gott ef þið gætuð afhent okkur Tivoli og Legoland næst. Við kynnum vel að meta það. Og kannski Amalienborg líka. Hafið engar áhyggjur. Við kaupum nýtt hús handa henni. Þið verðið að átta ykkur á því að þetta er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. Það að komast yfir sem mest af eigum ykkar og eignum er aðeins upp- hafið að mun stærri yfirtöku. Og það veltur á ykkur hvort hún verður fjandsamleg eður ei. Ég bið ykkur: Ekki taka þessu illa. Reynið að skilja okkur. Ég meina, þetta er ekkert annað en sanngjarnt. Þið voruð nýlendu- herrar okkar í 600 ár. Nú er komið að okkur að gerast herrarnir ykkar. Því ráðlegg ég ykkur að sættast við örlögin strax, láta af þessu endalausa dagblaðavæli um að nýir eigendur Kaupmannahafn- ar séu bara mafíutengdir svika- hrappar með galtóma vasa (þetta er jú bara spurning um lán) og búa ykkur undir að lesa Helgason og hlusta á Björk næstu 600 árin. Í stað Margrétar drottningar munuð þið fá forseta. Hann heitir herra Grímsson, alveg frábær og fullkomlega reyklaus náungi sem er kvæntur dúndurskemmtilegri samkvæmisdömu frá London og á að auki nokkrar yndislegar dætur sem eru alveg lausar við allt hjú- skaparvesen. Þið eigið eftir að fíla Grímsson. Ég held meira að segja að hann tali smá dönsku. Og svo verðið þið að fara að venjast nýja nafninu á landinu ykkar sem hér eftir mun heita Danmörk. En verið alveg róleg því John Dahl Tomasson verður áfram í lands- liðinu, því íslenska alltsvo. Og þótt við munum smám saman loka öllum háskólum Kaupmanna- hafnar þá verður börnum ykkar ávallt velkomið að stunda nám í Reykjavík (höfuðborg Íslands og Danmerkur og framtíðar aðsetur ríkisstjórnar ykkar). Þannig munu þau aldrei gleyma því hvar Ísland er á heimskortinu. Því segi ég, kæru vinir: „Það er gott að vera Íslendingur“. („Det er skidegodt at være Islænding.“) Þið eigið eftir að elska það. Það eina sem þið þurfið að gera er að læra að slaka aðeins á, láta af þessari sparnaðardellu og aflýsa Flórídaferðinni, detta almenni- lega í það og byrja að kaupa búð- ina sjálfa í stað þessarar einu peysu. Hugsið stórt! Verið kúl og gerist íslensk nýlenda! Það á eftir að margborga sig. Eftir 600 ár undir íslenskri stjórn verðið þið loks tilbúin að gerast sjálfstæð á ný og sigra heiminn. Ég mæli með því. Það er samt eitt sem við munum aldrei „íslandísera“, heldur skilja eftir í ykkar umsjá. Og það er Sæðisbankinn danski. Danske Sædbank (dótturfélag Danske Bank). Við munum láta hann alveg í friði. Þar sem Íslendingar eru fáir og allir þekkja hér alla eru menn skiljanlega tregir til að leggja sæði sitt í banka. Menn taka ekki sénsinn á því að rekast á sjö ára gamlan sæðisbankason sinn í rúllustiganum í Kringlunni ásamt lesbískri móður hans og lesbísk- um föður. Að auki er okkur, líkt og áður var minnst á, alls ekki eðlislægt að geyma hluti í banka. (Allir bankar á Íslandi eru gal- tómar glatkistur eins og þið hafið þegar lesið um í Berlingske Tidende og Ekstra Bladet.) Af þessum sökum fara öll sam- kynhneigð pör á Íslandi til Dan- merkur í gervifrjóvgun. Þetta er aðaltrendið núna. Allar lesbíur Íslands eiga dönsk börn. Þetta gæti reyndar þróast upp í langtímavandamál fyrir nýju herraþjóðina. Því smám saman munu lesbíur okkar eignast fleiri og fleiri hálf dönsk og hálf hýr börn. Og með samkynhneigðina í blóðinu (sæðisgjafarnir eru flestir yfirskeggjaðir hommar frá Ála- borg með pabbadrauma) er ekki ólíklegt að þau komi sjálf út úr skápnum á endanum. Þá er allt eins líklegt að þau muni halda í þá fjölskylduhefð að sækja í danska Sæðisbankann. Þannig munu sífellt fleiri hálf hýr, hálf dönsk börn fæðast á Íslandi svo með tímanum gæti myndast hér ansi öflugur minnihlutahópur samkyn- hneigðra öfgamanna af dönskum uppruna eða „Dönskusletturnar“ eins og hann verður kallaður. Með tímanum mun þetta fólk rotta sig saman í Æsufellinu, sem fyrir vikið verður uppnefnt Dræsufell. Og þar í kring munu spretta upp homma- og lesbíubarir sem heita „Queen Henrik“, „The Little Sper- maid“ og „Dansk Smörreröv“ (engin íslensk nöfn að sjálfsögðu) þar sem Sletturnar munu þróa hefðir sínar og siði og rækta eigin mállýsku sem verður hýrt afbrigði af dönsku og mun fyrir vikið minna nokkuð á sænsku. Þegar frá líður mun svo helsta vígi dönsku sjálfstæðisbarátt- unnar verða að finna hjá Slettun- um í Dræsufellinu. Þær munu þróa hryðjuverkasveitir sínar samkvæmt fyrirmyndum frá IRA og ETA og neyta allra tækifæra til að sprengja upp einkaþotur íslenska jet-settsins og skjóta niður íslenska embættismenn á leið sinni upp Stjórnarráðs- tröppurnar. Þetta ófremdarástand mun síðan smátt og smátt leiða til þess að herraþjóðin mun aðeins slaka á nýlenduhörkunni. Við munum byrja á því að gefa ykkur eigin stjórnarskrá og síðan fáið þið kannski eigið þjóðþing sem þið neyðist reyndar til að halda á Hviids Vinstue eftir að Baugur Group hefur keypt þinghúsið ykkar undir höfuðstöðvar sínar í Skandinavíu. En á Hvíti mun ykkur alfrjálst að ræða mikilvæg mál eins og það hvort styttan af Grímssyni eigi að standa á Ráð- hústorginu eða Presidentens Ny torv. Nokkru síðar gætum við svo skenkt ykkur svokallaðan Danmerkurráðherra sem fengi sæti áheyrnarfulltrúa á íbúa- þingum Ytra Íslands, þótt ekki bjóðist honum sæti á þingi eða ríkisstjórnarfundum. Skömmu eftir það fáið þið svo, með sér- stöku forsetaleyfi, að flagga gamla góða Dannebrog á ný og þá mun stutt þar til við treystum ykkur aftur til að varðveita eigin- handrit H.C. Andréssonar á danskri grund. Árið 2607 mun danska þjóðin síðan losna undan íslensku valdi og verða sjálfstæð á ný. Menningar áhrifin verða hinsveg- ar ekki þvegin burt með einni stuttri yfirlýsingu. Þið leggið ekki niður íslenska siði á einum eftirmiðdegi og munuð því halda áfram að borða svið og drekka brennivín og biðja um „eina með öllu“ við pulsuvagninn á Ráðhús- torginu. Hin glæsta Kaupþings- kirkja mun standa áfram, sem og hið stórvaxna Hekla Indköbs- center. Og í sérhverju hverfi, frá Esbjerg til Amager, verður áfram rekið eitt stykki Laundromat Café. Styttan af Grímssyni for- seta verður ekki brotin niður og Baugsmerkið mun blakta á þaki þinghússins um ókomnar aldir. Dönsk tunga verður útötuð íslensku slettum og í hvert sinn sem þið hittið Íslending sem ekki veit hvar Danmörk er munuð þið móðgast sárlega. Þar hafið þið það, kæru Danir. Þessi grein er einungis skrifuð í þeirri von að þið sættið ykkur fljótt og vel við komandi örlög og fagnið ykkar íslensku framtíð. Að gerast íslenskir þegnar í nokkrar aldir mun alls ekki gera ykkur að minni Dönum. Þvert á móti mun það styrkja sjálfsmynd ykkar og gera ykkur að stoltari þjóð. Því einmitt sú er okkar reynsla. Við Íslendingar eigum Danmörku stóra gjöf að gjalda. Og nú er loksins komið að skulda- dögum. Danska og enska útgáfu greinarinnar má lesa á hallgrimur.is. Innrásin í Danmörku Hallgrímur Helgason biður Dani að skilja þörf Íslendinga fyrir að eignast sem mest af Danmörku og sætta sig við að gerast íslensk nýlenda. KAUPMANNAHÖFN „Árið 2607 mun danska þjóðin síðan losna undan íslensku valdi og verða sjálfstæð á ný. Menningaráhrifin verða hins vegar ekki þvegin burt með einni stuttri yfirlýsingu. Þið leggið ekki niður íslenska siði á einum eftirmiðdegi og munuð því halda áfram að borða svið og drekka brennivín og biðja um „eina með öllu” við pulsuvagninn á Ráðhústorginu.“ Í byrjun nóvember birti danska blaðið Weekendavisen tvær greinar eftir Hallgrím Helgason þar sem rithöfundurinn fjallaði um þjóðareinkenni Íslendinga og ásælni þeirra í danskar eigur. Að beiðni Fréttablaðsins lét Hall- grímur til leiðast og þýddi síðari grein sína yfir á íslensku og birt- ist hún hér með tilheyrandi for- mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.