Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 96
24 25. nóvember 2007 SUNNUDAGUR menning@frettabladid.is Tröllum, álfum og ýmsum forynjum verða gerð skil í máli og myndum í Ásmundarsafni í dag kl. 14 en þá verður hinn landskunni teiknari Halldór Baldursson með leiðsögn um sýningu sem kallast Þjóðsögur – Íslenskar munnmælasögur. Sýningin stendur yfir um þessar mundir í píramídum Ásmundar- safns. Hún hefur að geyma verk íslenskra teiknara sem tókust á við það verkefni að myndskreyta ýmsar þjóðsögur sem varð- veist hafa í munnlegri geymd. Sögurnar eru valdar af Rósu Þorsteinsdóttur úr hljóðritum í þjóðfræðasafni Árnastofnunar. Sýningargestum býðst ýmist að lesa sögurnar á staðnum eða að hlýða á upplest- ur þeirra í gjaldfrjálsu símanúmeri. Þannig geta gestir öðlast betri innsýn í myndaheiminn sem birtist þeim á sýningunni og kæst yfir túlkunum listamannanna á sögupersónum sem standa þeim skyndilega ljóslifandi fyrir sjónum. Teiknararnir sem eiga verk á sýningunni eru allir fyrir lengstu þjóðþekktir fyrir myndskreyt- ingar í íslenskum barnabókum. Teiknararnir eru þau Anna Cynthia Leplar, Áslaug Jónsdóttir, Brian Pilkington, Freydís Kristjánsdóttir, Gunnar Karlsson, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Halldór Baldurs- son, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Margrét E. Laxness, Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Eldjárn og Þórarinn Böðvar Leifsson. Aðgangur að sýningunni er 500 kr. en miðinn gildir í þrjá daga á öll söfn Listasafns Reykjavíkur. - vþ Leiðsögn um þjóðsögur Kl. 14 Harpa Þórsdóttir listfræðingur leiðir safngesti um sýningu á verkum listmálarans Kristjáns Davíðssonar í dag kl. 14. Í leiðsögninni varpar Harpa ljósi á þróunina sem átt hefur sér stað í verkum Kristjáns út frá listsögulegu samhengi. > Ekki missa af … listamannaspjalli Huldu Hákon í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41, kl. 15 í dag. Hulda fjallar um sýninguna Kvikar myndir, en á henni má sjá myndlist sem innblásin er af hafinu og hafnarsvæðinu í Reykjavík. Sýningin var sett upp í tilefni af 90 ára afmæli Reykjavíkur- hafnar. KOPARHURÐIN Mynd eftir Þórarin Böðvar Leifsson. UNGIR TÓNLISTARMENN Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Háskólakórinn og Sinfón- íuhljómsveit unga fólksins flytja saman Messu í C-dúr eftir Beethoven og Hersin- fóníuna eftir Haydn á tvenn- um tónleikum í Langholts- kirkju. Tónleikarnir fara fram í kvöld kl. 20 og verða endurteknir á sama tíma á þriðjudag. Alls taka rúmlega hundrað ung- menni þátt í flutningnum. Háskóla- kórinn er skipaður sextíu nemend- um úr Háskóla Íslands og í Sinfóníuhljómsveit unga fólksins leika fjörutíu nemendur úr tónlist- arskólum á höfuðborgarsvæðinu. Einsöngvarar á tónleikunum verða Rannveig Káradóttir sópran, Sibylle Köll mezzósópran, Hlöð- ver Sigurðsson tenór og Valdimar Hilmarsson bassabaritón, en þau eru öll um það bil að ljúka söng- námi. Gunnsteinn Ólafsson, stjórn- andi tónleikanna, segist hafa verið aðdáandi messu Beethovens allt frá tólf ára aldri. „Ég tók við sem stjórnandi Háskólakórsins nú í haust. Ég var líka stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar unga fólksins og þurfti að finna eitthvert verk- efni fyrir hana. Mér þótti því tilvalið að leiða hópana tvo saman í flutningi þessa verks sem ég hef lengi haft dálæti á.“ Messa í C-dúr er meðal stærstu verka Beethovens. Beethoven til- einkaði sér tónverk klassísku meistaranna í æsku og ruddi síðan nýrri tónlist braut þegar hann varð höfuðtónskáld rómantíska tímabilsins. Hann víkkaði út hugs- un manna á öllum sviðum tónsköp- unar með því að taka þátt í þróun nýrra hljóðfæra og auka hljóð- færakost hljómsveita. Í Messu í C- dúr fléttaði hann saman ein- söngv urum og kór í eina samofna heild svo úr varð eitt stórbrotn- asta verk tónbókmenntanna. „Þetta er ákaflega dramatískt verk. Beethoven málar textann með sterkum tónum svo úr verður mögnuð tónlistarveisla. Þetta verk er fjörutíu mínútna langt í flutningi en á þessum tíma ferð- ast það allan tilfinningaskalann fram og til baka og hljóðfæraleik- ararnir og söngvararnir þurfa að geta gert þessum sveiflum skil í flutningi sínum. Verkið gerir því miklar kröfur til tónlistarmann- anna,“ segir Gunnsteinn um tón- smíð Beethovens. Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr. fyrir almenning og 1.000 kr. fyrir námsmenn og eldri borgara. Athygli skal þó vakin á því að námsmönnum býðst að kaupa miða á 500 kr. ef þeir senda tölvu- póst þess efnis á kor@hi.is vigdis@frettabladid.is Unga fólkið, Beet- hoven og Haydn SNORRI SIGFÚS BIRGISSON Samdi tónverk við ævintýrið Stúlkan í turninum. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 16 til þess að kynna nýjan disk sinn. Á disknum má heyra hljóm- sveitina flytja tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson við ævintýrið Stúlkan í turninum eftir Jónas Hallgrímsson. Í verk- inu er sagan túlkuð í tónum með- fram upplestri. Upptaka á tónverkinu var gerð í tónlistarhúsinu Laugarborg í janúar árið 2006. Útgáfan er mjög vönduð. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og hægt er að kaupa geisladiskinn á staðnum. - vþ Tónleikar og diskur 22. nóvember - uppselt 23. nóvember - uppselt 30. nóvember - uppselt 1. desember - uppselt 7. desember - uppselt 8. desember - uppselt Regnboginn Hverfisgötu 54 Sunnudagur 25. nóvember Kl. 16:00 Frítt í bíó! MOEBIUS REDUX Kvikmynd eftir Bart Simpson Myndin fjallar um líf og störf teiknarans Jean Giraud. TO DUBLIN WITH LOVE Myndin fjallar um sterk menningarleg tengsl Nýfundnalands og Labrador við Írland. Kvikmynd eftir Barbara Doran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.