Fréttablaðið - 08.12.2007, Side 82
66 8. desember 2007 LAUGARDAGUR
K
ristján Hreinsson er
bókstaflega með
Reykjavíkurflugvöll
úti í garði hjá sér.
Hann segist þó aldrei
finna fyrir óþægind-
um af honum, ekki einu sinni þegar
einkaþoturnar eru að ólmast á
brautinni. Við setjumst niður með
kaffi. Kötturinn Elvis sniglast í
kringum okkur og Gufan malar
inni í eldhúsi. Kristján er titlaður
skáld í símaskránni svo ég byrja á
að spyrja hann hvenær hann var
síðast í almennri launavinnu.
,,Það eru ein 16 ár síðan,“ segir
Kristján. ,,Ég kom heim frá námi í
Bergen og vann um skeið í lög-
fræðideildinni í Landsbankanum.“
Saknarðu ekkert öryggisins og
föstu teknanna?
,,Stundum. Það eru tímar þar
sem er engin innkoma og ekkert
sem bendir til þess að það verði
innkoma á næstu dögum. En síðan
koma kaflar sem eitthvað slumpast
inn. Ég er alltaf með svo margt í
gangi. Reyndar ekki þetta árið því
ég datt niður stigann hérna í lok
sumars og var óvinnufær í tvo
mánuði. Eini munurinn á mér og
Jónasi er að hann var fullur þegar
hann datt niður stigann en ég ekki.
Ég gat ekki setið, sem var náttúr-
lega slæmt því starfið gengur út á
það að sitja og lesa og skrifa og
pæla. Það var ekki fyrr en ég leit-
aði á náðir kírópraktors að það fór
að rofa til.“
Við fótskör meistara
Kristján segir að hann hafi snemma
ákveðið að verða skáld. ,,Á meðan
samnemendur mínir fóru og heim-
sóttu slökkviliðið eða lögguna fór
ég og kynnti mér rithöfundastörf.
Þetta var í gagnfræðaskóla og ég
fór og heimsótti Laxness, Tómas
Guðmundsson, Gunnar Dal og Thor
Vilhjálmsson.“
Varstu aðdáandi þessara
manna?
,,Já, og sérstaklega náttúrlega
Laxness, það opnuðust fyrir manni
dyr þegar maður las hann. Hann
tók mér mjög vel og gaf mér blý-
ant. Hann lét mig þó bíða mjög
lengi og var mikið í símanum. Tal-
aði þýsku og ensku við einhverja
gúrúa í útlöndum en svo var ég
þarna kominn, ungur Kópavogsbúi
við fótskör meistarans, og það var
enginn munur á því hvernig hann
spjallaði við mig og gúrúana. Eftir
stutt spjall bauð hann mér að koma
aftur seinna. Ég reyndi nokkrum
sinnum og talaði mikið við hann í
síma. Ég held honum hafi fundist
sniðugt að það væri unglingur sem
var svona ákveðinn í að verða
skáld. Ég meina, ég var með alpa-
húfu og allan pakkann.“
Fékkstu uppbyggileg ráð frá körl-
unum?
,,Laxness vildi meina að maður
þyrfti að eiga góða að og vera
vinnusamur. Hann lagði mikla
áherslu á vinnusemina, að maður
ætti að stunda rannsóknarvinnu af
kappi og sitja við skriftir löngum
stundum. Tómas Guðmundsson
sagði aftur á móti að það væri aumt
hlutskipti að vera skáld og réð mér
frá því. Ég talaði oft við Gunnar
Dal og ég sat marga klukkutíma
heima hjá Thor. Hann sagði mér
margt merkilegt, til dæmis það að
því meira sem maður hendir því
meira bitastætt verður eftir. Að
maður á ekki að hætta fyrr en rit-
smíðin er orðin fullkomin. Ég tók
reyndar lítið mark á þessu fyrstu
árin enda hafði ég lesið um dada-
istana og þeir vildu meina að maður
ætti að taka það sem andinn blæs
manni í brjóst og ekki breyta neinu.
Og ekkert hnuð með það, eins og
Afi ullarsokkur myndi segja.“
Gamla Ísland / Nýja Ísland
Afi ullarsokkur já. Nú er að koma
út fimmta bókin um þann skondna
karl, Dalur drauganna, og ég bið
Kristján að segja mér frá þessum
barnabókaflokki sínum.
,,Þessar sögur eru byggðar á
þeim atburðum sem gerðust þegar
ég var stráklingur í Kópavogin-
um. Það er sótt í fullt af fólki. Fyr-
irmyndin að Afa er faðir minn
heitinn og ýmsir aðrir einstakling-
ar sem ég hef litið upp til og það er
engin launung að Baddi, sem er
aðalsöguhetja líka í bókunum, er
sóttur í mig sjálfan.“
Fyrir hvaða aldur eru þessar
bækur?
,,Frá 5-6 ára til 12-13 ára, gæti
ég trúað. Umfjöllunarefnin eru
þessi ár, frá 1960–1970, og það er
mikið af þjóðlegum fróðleik í bók-
unum. Það er komið að ýmsum
kennileitum sem voru algjörlega
ómissandi en eru á undanhaldi.
Það er margt af gamla Íslandi sem
er alveg að hverfa og ég veit ekki
hvort maður á að fagna því eða
gráta það. Í bókunum er ég að
halda við minningu sem ég vil ekki
að glatist og ég er harður á því að
þetta á erindi við ungt fólk í dag.
Og auðvitað er svo dularfullur
lykill í sögunum.“
Er nútíminn verri en fortíðin?
,,Minningin er ofsalega fögur.
Það er gott hlutskipti að geta hugs-
að um Kópavoginn þegar við
vorum með dúfnakofa sem hét
Hótel Casanova og sjá fyrir sér
alla þessa karla sem kunnu að
flaka og gera við bíla. Í endur-
minningunni eru ekki til nein
vandamál, bara ofboðslega mikið
af duglegu fólki og gríðarlega
mikið af öllu sem gengur upp. Það
er auðvelt að falla í þá gryfju að
segja að heimurinn fari versnandi
en það er ábyggilega margt sem
hefur batnað.“
Enginn teikar í dag
Það er dapurleg staðreynd að bráð-
lega verðum við síðasta kynslóðin
sem man hvernig heimurinn var
áður en netið kom til sögunnar.
,,Einmitt. Ég var að lesa fyrir
krakka um daginn og strákur úti
í sal rétti upp hönd og spurði í
framhaldi af atburðum í bókinni
– en af hverju notuðuð þið ekki
farsíma? Það er talað um að þetta
sé auðveldari heimur í dag og
það er vissulega meira framboð
af öllu. Spurning samt hvort
þetta sé betri heimur. Í gamla
daga voru bílar í götunni hjá mér
sem voru 30–40 ára gamlir. Í dag
er hending að maður sjái tíu ára
bíl. Það er öllu hent. Ef maður
kaupir sér magnara eða fartölvu
þá deyr hún nokkrum dögum
eftir að ábyrgðin rennur út og
það er ódýrara að fá sér nýja en
að láta gera við. Í gamla daga
var gert við allt. Það voru fleiri
verkstæði og fólk kunni sjálft að
gera við. Nýtnin var mikil,
krukkur undan barnamat voru
notaðar til að gera við olíuverkið
í bílum.“
Og svo var safnað fyrir öllu –
ekkert keypt á lánum.
,,Jú, jú, og það var líka mikil
söfnunarárátta í gangi. Krakkar
í götunni hjá mér voru að safna
frímerkjum, leikaramyndum,
sælgætisbréfum, sígarettupökk-
um og ég veit ekki hvað og hvað.
Söfnunarkynslóðin er alveg að
hverfa. Það safnar enginn neinu
í dag nema einhverjir kverúlant-
ar. Í dag þekkist ekki heldur að
menn teiki og maður sér aldrei
krakka niðri í fjöru að fleyta
kerlingar. Krakkar vita ekki einu
sinni hvað ,,teika“ og ,,fleyta
kerlingar“ þýðir. Orðaforði
þeirra sem ég ólst upp með var
margfaldur á við krakka í dag.“
En eru þau ekki betri í ensku
en við vorum?
„Ég veit það ekki, maður lærði
ensku á Kananum. Ungt fólk í
dag hváir bara ef maður notar
orð eins og ,,grandgæfilega“,
sem var algengt orð í gamla
daga. Sama með ,,orðspor“.
Krakkar vita ekkert um hvað
maður er að tala. Já, ertu að
meina ,,goodwill“, segja þau á
endanum.“
Boðberi réttlætisins
Kristján er afkastamikill dægur-
lagatextagerðarmaður. Hann
byrjaði ferilinn um 1980 með að
gera texta fyrir Start, Friðryk og
á sólóplötu Björgvins Gíslasonar
og hefur verið að síðan. Hann
hefur ekki hugmynd um hversu
marga texta hann á á plötum, ein-
hvers staðar á milli 500 og 1.000,
skýtur hann á.
,,Eins og ég segi þá er ég alltaf
með mjög margt í gangi. Akkúrat
núna er ég með einar þrjár skáld-
sögur í smíðum og vona að ein
þeirra komi að minnsta kosti út á
næsta ári. Á lager á ég fullt af
leikritum, einar 6–8 barnabækur
og einar fjórar fyrir fullorðna,
sem ég hef ekki einu sinni reynt
að koma í útgáfu. Núna í jóla-
plötuflóðinu á ég líklega um tut-
tugu texta, t.d. á plötum Ragga
Bjarna og á jólaplötu Helgu Möll-
er. Það eru færri textar en vana-
lega af því ég hrundi niður stig-
ann, í fyrra held ég að ég hafi átt
akkúrat 52 texta á plötum. Svo er
að koma út vísnasafnið Vísa var
það heillin. Þar eru vísur nánast
frá fyrstu dögum ævi minnar og
síðasta vísan var ort nokkrum
dögum áður en bókin fór í prent-
un. Og svo er ég að taka saman
bók um golfvísur sem kemur út
næsta sumar.“
Hafandi verið viðloðandi Eurov-
ision síðustu ár – og það með
nokkurri fyrirferð – er fjarvera þín
í keppninni í ár áberandi. Bað þig
enginn um texta?
,,Jú, jú, það báðu mig margir en
ég hafði ekki áhuga. Þetta er sér-
kennileg keppni og vekur sér-
kennilega athygli. Málið með
Silvíu Nótt var að ég lagði ein-
faldlega fram stjórnsýslukæru af
því enginn annar þorði að gera
það. Allt þetta fólk sem stóð við
bakið á mér á meðan ég setti
stjórnsýslukæruna í fangið á
útvarpsstjóra hvarf eins og dögg
fyrir sólu þegar átti að fara að
spyrja út í kæruna. Þá stóð ég
bara einn eftir sem boðberi rétt-
lætisins.“
Fór þetta mál alveg með þig?
,,Nei, ekki þannig, en þetta var
leiðinlegt og tók á mig. Það er erf-
itt að vera boðberi réttlætis eins
og umræðan er orðin á netinu –
ekkert nema baknag og óhróður á
kolröngum forsendum. Það eina
sem ég var að gera var að reyna
að komast að hinu rétta af því ein-
hver réttlætiskennd kallaði á það.
Reglum var breytt í miðri keppni
og einum aðila var leyft að sveigja
reglurnar að sínu höfði.“
Ertu þá að vísa til þess að lagið
hennar Silvíu Nætur hafði lekið á
netið áður en það var frumsýnt?
,,Já, fyrst og fremst það. Þetta
er bannað, en það skipti svo engu
máli þegar til kom. Það hefði
verið einfalt að komast að því
hver lak laginu á netið en okkur
var sagt að það væri ekki hægt. Í
fyrra átti ég svo texta við sirka
einn þriðja af lögunum og eitt
þeirra sigraði, það sem Eiríkur
Hauksson söng. Við höfundur
lagsins vorum búnir að ákveða að
ég myndi semja enskan texta við
lagið en síðan fer eitthvað ferli í
gang, bæði uppi í sjónvarpi og
hjá höfundi lagsins, og ég fæ bara
þær fréttir að það sé búið að
hætta við og annar texti verði
notaður í staðinn. Það hefði
eflaust átt að hlakka í mér þegar
úrslitin lágu fyrir en ég vor-
kenndi þeim bara sem stóðu að
þessu.“
Þú misstir óneitanlega spón úr
aski þínum, fékkst ekki að fara
með til Finnlands eða neitt.
,,Það var nú samið þannig við
mig að ég missti í sjálfu sér engan
spón úr aski. Svo var ég nýbúinn
að vera í Finnlandi svo ég saknaði
þess ekki einu sinni. Ég held líka
að það hefði verið skrýtið að sjá
skeggjað og úfið Skerjafjarðar-
skáldið þarna í miðju hommager-
inu.“
Kristján Hreinsson, skáldið í Skerjafirði, er að vanda með mörg járn í eldinum. Hann segist líka vera eini boðberi réttlætisins í
Eurovision. Dr. Gunni ræðir við hann um gamla og nýja tíma, og auðvitað Eurovision.
GÓÐAN DAGINN
Dr. Gunni tekur viðtal
Ef ég væri einvaldur heimsins
myndi ég byrja á að… hætta að
vera einvaldur.
Mesti lúxus sem ég veiti mér
er tvímælalaust… að kaupa mat
á Íslandi.
Ef ég væri síamstvíburi vildi
ég vera fastur við… skáldagyðju.
ætti hún að
Mesta svaðilförin sem ég
hef lent í var… þegar ég kom í
heiminn.
Ef ég ætti tímavél myndi ég
stilla hana á… núið.
Mér gæti barasta ekki verið
meira sama um… millasleikjur.
Ég er feginn að ég er ekki…
framsóknarmaður.
Ef safnplata bestu laga minna
kæmi út eftir minn… dag
➜
KRISTJÁN HREINSSON … fylla í eyðurnar
Laxness gaf mér blýant
,,Ég held
að það
hafi verið
skrýtið
að sjá
skeggjað
og úfið
Skerja-
fjarðar-
skáldið
þarna
í miðju
homma-
gerinu.“
Kristján Hreinsson
skáld: ,,Ég held Laxness
hafi fundist sniðugt
að það væri ungl-
ingur sem var svona
ákveðinn í að verða
skáld. Ég meina, ég var
með alpahúfu og allan
pakkann.”