Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 8
8 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR ELDSVOÐI „Ég hlýt að hafa rekið mig í takkann á eldavélinni þegar ég fór út og þannig hefur kviknað í,“ segir Íris Gústafsdóttir hár- greiðslumeistari. Íbúð hennar við Eiðistorg á Seltjarnarnesi stór- skemmdist í bruna í gærmorgun. Hún er nú heimilislaus ásamt þremur börnum sínum en nokkra mánuði getur tekið að tæma íbúð- ina og gera hana íbúðarhæfa. Tilkynning um eldinn barst klukkan 9.53 í gærmorgun og var slökkvilið komið á staðinn fjórum mínútum síðar. Eldurinn var slökkt- ur fljótlega en töluverðan tíma tók að reykræsta íbúðina og fyrir- byggja að reykurinn bærist í aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu. Íbúðin er stórskemmd eftir eldsvoðann. „Óhöppin gera ekki boð á undan sér, maður heldur alltaf að þetta komi bara fyrir aðra en mann sjálfan,“ segir Íris, sem er ánægð með snörp viðbrögð slökkviliðsins. „Þetta kemur líka á mjög slæmum tíma, rétt fyrir jólahátíðina.“ Hún segist nú vera heimilislaus þar sem pakka þurfi öllu úr íbúð- inni, tæma hana og hreinsa. Nokkrir mánuðir geti liðið þar til hægt sé að flytja inn í íbúðina aftur. „Sem betur fer á ég góða nágranna- konu sem á lausa íbúð á sjöttu hæð hússins sem ég bý í og er búin að bjóða mér að vera í henni,“ segir Íris. „Fyrst um sinn verð ég samt hjá móðursystur minni sem er með gistiheimili.“ Spurð um tryggingamál segist Íris sem betur fer tryggð í bak og fyrir. „Ég hef of oft lesið fréttir um fólk sem lendir í einhverju svona og þá endar hún alltaf á því að það er ótryggt. Ég ætlaði ekki að lenda í því og er þess vegna með allt mjög vel tryggt.“ salvar@frettabladid.is Rakst í takka og kveikti í Íbúð Írisar Gústafsdóttur hárgreiðslumeistara skemmdist illa í eldsvoða í gærmorgun. Íris er nú heimilislaus þar til íbúðin verður tæmd og hreinsuð. „Maður heldur alltaf að þetta komi bara fyrir aðra.“ ÓNÝTT Eins og sjá má er allt eldhúsið ónýtt eftir brunann. Upptök eldsins voru hjá eldavélinni í horninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega frumvarpi ríkisstjórnarinnar um flutning almannatrygginga undir félagsmálaráðuneytið á þingi í gær. Gagnrýnin felst í því að samkvæmt frumvarpinu verður sett á fót ný stofnun undir yfirstjórn heilbrigðisráð- herra, sem annast þá málaflokka almannatrygginga sem áfram heyra undir heilbrigðisráðherra. Lög um þessa stofnun hafa ekki verið sam- þykkt. „Þarna er verið að gera tilraun til þess að setja stjórn og forstjóra í stofnun sem á ekki að ræða á Alþingi fyrr en í vor og á ekki að taka til starfa fyrr en í haust,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinsti grænna. „Þetta er svo illa unnið að það er ekki boðlegt að afgreiða það að okkar mati.“ Ögmundur Jónasson, samflokksmaður hennar, kallaði frumvarpið „óútfylltan tékka, undirritaðan af Samfylkingunni“. „Þetta er ljótt mál, sem mun senni- lega kosta skattgreiðendur milljarð,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég lýsi van- trausti á Sjálfstæðisflokkinn.“ Varaformaður Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir, tók í sama streng. „Að mati okkar framsóknar- manna hefði verið skynsamlegra að sameina þessi ráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamála,“ sagði Valgerður. - sgj Stjórnarandstaðan segir heilbrigðisráðherra fá óútleystan tékka fyrir nýja stofnun: Segja frumvarpið ekki vera boðlegt Á ÞINGI Þingmenn Framsóknarflokksins, auk Vinstri grænna, sögðu að frumvarpið væri gallað. JAFNRÉTTI Kjarakannanir Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar (STRV) og SFR leiða í ljós að síðarnefnda félagið ofmetur kynbundinn launamun í kjara- könnun sinni. Félögin notast við ólíkar aðferðir við að greina ólík störf. Hjá Reykjavíkurborg er notast við starfsmat og fá störfin tölugildi í stað starfsheitis. SFR notar hins vegar Ístarf-flokkunar- kerfi til þess að leiðrétta fyrir áhrifum starfs á laun. Munurinn á aðferðum félag- anna reyndist ekki mikill. Sé stuðst við niðurstöður Félagsvís- indastofnunar, sem framkvæmdu kjarakönnun STRV, er munur á kynbundinn launamunur meðal starfsmanna borgarinnar 14,9 prósent en séu notaðar aðferðir Capacent fyrir SFR reynist munurinn vera 15,8 prósent. - eb Munur á kjarakönnunum: Launamunur kynja ofmetinn 1. Hver er aðal hvatamanneskj- an fyrir stofnun Mænuskaða- stofnunar Íslands? 2. Hver er sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna í Englandi? 3. Hvaða rokksveit kom saman á tónleikum í London eftir tæp- lega þriggja áratuga hlé? SVÖRIN ERU Á BLS. 70 VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.