Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 13

Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 13
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 13 FRAKKLAND, AP Franskir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa stigið fram og gagnrýnt heimsókn Moammar Gaddafí Líbíuforseta til Frakklands. Á þriðjudag heimsótti Gaddafí franska þjóðþingið í París. Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seti þá ákvörðun að bjóða Gaddafí í heimsókn með því að segja það skyldu Frakklands að hvetja ríki heims til ábyrgðar á alþjóðavett- vangi. Sarkozy vísaði í það að Gaddafí hefði formlega fordæmt hryðjuverk og tekið ákvörðun um að hætta við þróun kjarnorku- vopna. Gaddafí hafði óskað eftir því að fá að ávarpa þingheim úr ræðustól þingsins, en varð að láta sér nægja að hitta þingmenn á aðsetri forseta neðri deildar þingsins. Um áttatíu þingmönnum var boðið, einkum nefndarformönnum og flokksleið- togum, en meirihluti sýndi and- stöðu sína við heimsókn Gaddafís með því að mæta ekki. Þingmenn jafnt hægri- sem vinstriflokka gagnrýndu heimsókn hans í þinghúsið. Jafnvel margir þingmenn í Íhaldsflokki Sarkozys forseta voru ósáttir. „Þinghúsið er ekki hvaða bygg- ing sem er,“ sagði Jean-Marc Ayr- ault, þingflokksformaður sósíal- ista, heldur „hluti af langri mannréttindahefð.“ - gb Heimsókn Gaddafís til Frakklands harðlega gagnrýnd: Franskir þingmenn lýstu andúð sinni MÓTMÆLI GEGN GADDAFÍ Lögreglan í París reynir að fjarlægja mótmælendur frá samtökunum Blaðamenn án landamæra. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra hefur skipað tvær nýjar nefndir um fiskeldismál. Annars vegar er það nefnd um aðgerðir til eflingar þorskeldis hér á landi. Nefndinni er sérstaklega ætlað að kanna möguleika á byggingu og starfrækslu seiðaeldisstöðvar sem þjónað gæti allri matfisk- framleiðslu í landinu. Hins vegar er það nefnd sem kanni forsendur kræklinga- ræktar. Þeirri nefnd er ætlað að kanna stöðu greinarinnar og möguleika hennar, með tilliti til bæði líffræðilegra og rekstrar- legra forsendna og umhverfis- þátta. Er nefndinni ætlað að koma með tillögur að þeim aðgerðum sem hægt væri að grípa til hjá hinu opinbera til að treysta almennar rekstarfor- sendur greinarinnar. - shá Nefndarskipan: Fiskeldi skoðað ofan í kjölinn ÞORSKELDI Tvær nýjar nefndir taka út þorskeldi og kræklingarækt. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR SKIPULAGSMÁL Eigandi einbýlis- hússins á Laufásvegi 73, Þor- steinn Jónsson, hefur nú sent inn nýja og breytta umsókn til skipulagsyfirvalda í Reykjavík um að fá að endurbæta og stækka húsið. Þorsteini hafði áður verið synjað um stækkun vegna andstöðu forsetaembættisins sem sagði öryggi gesta í bústað embættisins handan götunnar ógnað. Þorsteinn hefur nú meðal annars fallið frá því að fá að byggja tvöfalt bílskýli í því horni lóðar sinnar sem er nær forseta- bústaðnum og biður um að fá að stækka og endurnýja gamlan bílskúr sem stendur við hitt götuhorn lóðarinnar. - gar Húseigandi á Laufásvegi: Ný tillaga um stækkun húss LAUFÁSVEGUR Öryggi gesta yfirvalda hefur áhrif á skipulagsmál. LAS VEGAS, AP Lögreglan í Las Vegas leitar tveggja byssumanna sem skutu á hóp ungmenna sem stigu úr úr skólabíl í úthverfi borgarinnar á þriðjudag. Sex ungmenni urðu fyrir skoti og eru tveir sautján og átján ára piltar alvarlega slasaðir. Lögreglan telur að árásin tengist slagsmálum í Mojave- miðskólanum en þar höfðu þrír unglingspiltar verið handteknir fyrr um daginn. Fjögur ungmenn- anna, þau sem slösuðust minna, eru nemendur við skólann en ekki hefur verið upplýst hvort piltarnir sem slösuðust mest séu einnig nemendur skólans. - þo Árás við skólabíl í Las Vegas: Sex ungmenni urðu fyrir skoti SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR. sími 5500 800 Ti lb oð ið g ild ir ti l o g m eð 3 1 .1 2 .2 0 0 7 o g að ei ns í Sm ar at or g. B ir t m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r og v ör uf ra m bo ð. Það er opið ennlengur en venjulegaí desember. Kynntuþér málið á www.toysrus.is 181300/01 XPV SUPER TERRANATOR Fjarstýrð. Keyrðu í gegnum hvað sem er, jafnvel vatn og snjó. Með rafhlöðum og hleðslutæki. 15 km/t. 7 aðgerðir. Veldu á milli 27 MHz og 40 MHz. 35 sm. Okkar eðlilega lágvöruverð er 6.999,- 2.999,- ÞÚ SPARA R 700,- 450745 AQUA DOODLE TEIKNIMOTTA Með vatnsteiknipenna. Okkar eðlilega lágvöruverð er 3.699,- 4.899,- ÞÚ SPARA R 1.000,- 5.999,- ÞÚ SPARA R 1.000,- 10,5 m 540128 SUPER RACING 3800 Kappakstursbraut með háhraða beygjum og 2 lykkjum. Innifalið 2 breytar, 2 handstjórntæki og 2 Mercedes Benz CLK. Brautarlengd: 10,5 m. Mælikvarði 1:43. Venjulegt lágvöruverð okkar er 5.899,- 4.999,- ÞÚ SPARA R 1.500,- 411207 BELLINO BARNALEIKFIMI OG LEIKTEPPI Með 4 mjúkum dýrum með mismunandi hljóðum. 95 x 140 sm. Okkar eðlilega lágvöruverð er 6.499,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.