Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 46

Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 46
 13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● norðurland Gallerí Ráðhús á Akureyri hóf nýlega göngu sína þar sem akureysk list fær að njóta sín í beinni útsendingu á bæjar- stjórnarfundum. „Hugmyndin að Gallerí Ráðhús er upphaflega frá Þórgný Dýrfjörð hjá Akureyrarstofu og er fram- tak bæjaryfirvalda til samstarfs við myndlistamenn bæjarins. Við verðum með tvær sýningar ár- lega og annars vegar verk eftir unga akureyska myndlistarmenn og hinsvegar verk eftir bæj- arlistamann ef sá sem verður fyrir valinu er myndlistarmaður. Annars vel ég myndlistarmann úr röðum fyrri bæjarlistamanna svo þetta er svolítill leyndardóm- ur í kringum næstu sýningu,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og sýningastjóri Gallerí ráðhúss sem er staðsett í fundarherbergi bæjarstjórnar Akureyrar á fjórðu hæð í ráðhúsi Akureyrar. „Þetta er örlítið óhefðbundið gallerí því það er ekki hægt að hengja hvað sem er á veggina. Verkin verða að vera mynd- ræn og falleg og geta ekki verið mjög ofbeldishneigð eða pólit- ísk. Annars er aldrei að vita nema Hlynur Hallsson fái að koma með einhver hápólitísk spreyverk eftir nokkur ár þegar allir hafa vanist þessu,“ segir Jóna Hlíf hlæjandi. Gestir geta komið á opnanir hjá galleríinu en geta einnig komið við í ráðhúsinu til að skoða verk- in þegar fundarherbergið er ekki í notkun. „Allar helstu ákvarð- anir bæjarins eru teknar í þessu herbergi og svo sjónvarpar norð- lenska stöðin N$ einnig mikil- vægum fundum í beinni og þar er líka hægt að sjá listina,“ útskýrir Jóna Hlíf. Myndlistarmaðurinn Baldvin Ringsted var fyrstur til að sýna í galleríinu en hann útskrifaðist nýlega úr myndlistarnámi í Skot- landi þar sem hann er búsettur. Baldvin er upprunalega frá Ak- ureyri og er nú gestakennari við Myndlistarskólann á Akureyri. Jóna Hlíf lauk einnig nýlega mast- ersgráðu í myndlist frá Skotlandi og er einnig sýningarstjóri í gall- erí Veggverk og ein af stofnend- um gallerí Box bæði á Akureyri. Að sögn Jónu Hlífar er menning- arlífið á Akureyri í miklum blóma og gallerí Ráðhús bara eitt fram- tak bæjaryfirvald í viðleitni sinni til samstarfs við listamenn bæjar- ins. „Við erum með fjöldann allan af galleríum, Listasafnið á Akur- eyri sem er að gera stórgóða hluti auk þess sem er verið að byggja stærðarinnar Menningarhús,“ segir Jóna Hlíf og nefnir einnig nýlegan styrktarsamning sem Saga Capital fjárfestingabanki gerði á dögunum við menninga- smiðjuna Populus Tremula í lista- gilinu á Akureyri. „Framtak Saga Capital er virki- lega aðdáunarvert og ég vona bar að fleiri fjármálastofnanir og auðjöfrar verði duglegir við að styðja menningargrasrótina til að halda uppi skemmtilegu menn- ingarlífi hérna á Akureyri,“ segir Jóna Hlíf. Nánari upplýsingar er að finna á: www.jonahlif.com og www.akureyri.is rh@frettabladid.is Bæjarlist í beinni útsendingu Leyndarmál ríkir enn um næsta myndlistarmann sem fær að sýna í Gallerí Ráðhúsi að sögn Jónu Hlífar Halldórsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá í Mývatnssveit fyrir jólin. Jólasveinarnir verða alla daga í Dimmuborgum milli klukkan 13 og 15 og um helgar heimsækja þeir þjónustuaðila í sveitinni. Boðið er upp á jólahlaðborð í Sel Hóteli um helgar og á sunnu- dögum eru sérstök fjölskyldujóla- hlaðborð. Skíðasvæðið í Kröflu er opið laugardaga og sunnudaga milli klukkan 12 og 16 ef veður og aðstæður leyfa. Auk þess eru jarðböðin opin daglega, Vogafjós fær jólasveina í heimsókn á mjaltatíma, Dyngjan handverkshús býður upp á úrval af fallegu handverki og í upplýsingamiðstöðinni Mývatnsstofu er boðið upp á ljósmyndasýningu frá aðilum í samtökunum „Christmas Cities Network“, en Mývatnssveit er ein af jólaborgunum. Á laugardaginn verða tónleikar með Túpilökunum í Skjólbrekku klukkan tíu að kveldi og á Þorláks- messu verður skötuveisla í Hótel Reynihlíð. Þann 28. desember verður síðan spilakvöld í Hótel Reynihlíð. Aðventutilboð er á gistingu í sveitinni og má þar nefna Hótel Reykjahlíð, Sel Hótel, Gistiheimilið Vogum og Gistiheimilið Eldá. Það er því af nógu að taka. - hs Mývatn sveipað jólaljóma Sérkennilegt landslag og vetrarbirta í Mývatnssveit eru eins og úr öðrum heimi og er því kjörið að eiga þar lítið jólaævintýri. Boðið er upp á aðventutilboð á gistingu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.