Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 61

Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 61
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 9 Hvað slær klukkan? ALLTAF Á SLAGINU. Gott er að hafa veggklukku á áberandi stað á heimilinu sér í lagi þar sem margir eru í heimili og því margar stundaskrár að fara eftir. Það einfaldar hlutina að geta bara kíkt á vegginn inni í stofu eða eldhúsi til að vita hvað tímanum líður og ekki spillir fyrir að auðvelt er að verða sér úti um stællegar klukkur sem geta verið hið mesta stofustáss. Báðar klukkurnar sem hér eru fást í Saltfélaginu. - hs Loðinn félagi LÍKT OG AÐ LIGGJA Í BANGSAFAÐMI. Til að hámarka þá vellíðunartilfinningu sem maður fær við að leggjast í mjúkan sófa er nú hægt að fá hann ennþá mýkri. Ross Lovegrove hefur hannað eins konar pelssófa sem klæddur er gæruskinni. Sófinn kallast Bar- barella og er hannaður fyrir Moooi. Hann fæst í nokkrum stærðum og má til að mynda nálgast hann hjá Normann Copenhagen í Danmörku. Annars er ekki útilokað að finna megi sófann brátt hér á landi þar sem finna má vörur frá Moooi til dæmis í Saltfélaginu. - hs Allt á ferð og flugi HREYFANLEGT MATARBORÐ. Það má spyrja sig hversu skyn- samlegt þetta matarborð sé en ljóst er þó að skemmtanagildi þess er töluvert. Stólarnir eru allir á hjólum og eru festir við borð- ið í miðju. Borðið gæti komið sér vel fyrir þá alla lötustu til dæmis á jólahlaðborði. Þá þurfa sessu- nautar hins vegar að vera samtaka í því að ýta sér að matarborðinu og ljóst er að einhver þyrfti að stjórna umferðinni. Fyrirhöfnin yrði vísast til töluverð og þá verða menn bara að spyrja sig hvort þeir kjósi frekar hagkvæmni og fágun eða óbeisluð skemmtilegheit. - hs Tindrandi kerta- ljós BIRTA OG YLUR ER HÚMAR AÐ. Nú er tími kertaljósanna þar sem skammdegið er upp á sitt svartasta og njóta hlýleg ljósin sín enn betur ef kertin eru í fallegum stjaka. Oft má skreyta veisluborð með fallegum kertum í kertastjökum og ef maður finnur góðan stjaka fyrir fjögur kerti má nota hann fyrir aðventuljósin. Tvöfaldi kertastjakinn sem við sjáum hér er frá R.O.O.M. og er úr messing. Hann fléttast fallega saman og er í senn fínlegur og heillandi. Gyllti trjábolurinn er fyrir fjögur kerti og gæti til dæmis nýst vel fyrir aðventuljósin. Hann hefur tilvísun í nátt- úruna en er þó afar glæsi- legur með öllu gullinu. Stjakinn fæst einnig með álhúð og hægt er að snúa honum við og nota hann líka á þann vegu. Hann er frá Pols Potten sem er hollenskt fyrirtæki. - hs Náttúruleg nautn KAFFI OG KRÚS. Þetta fallega drykkjarmál er gert úr keramiki og viði eins og kannan úr sama setti. Þetta tesett kallast Warm og er frá finnska hönnunarfyrirtækinu Ton- fisk Design en þessar vörur fást í Tekk Company. Hönnunin er afar skandinavísk og einföld en minn- ir þó líka á japanska naumhyggju. Setja má alla ker- amikhlutina í uppþvottavél og örbylgjuofn en viðinn er best að þrífa með rökum klút og auðvelt er að renna honum af keramikhlutunum. Einstak- lega stílhrein hönnun sem ber þó með sér náttúrulega hlýju sem kemur frá viðnum og korklokinu. - hs w w w . u n i k a . i s Fákafeni 9 Sími: 568 6700 opið mán-fös. 10-18 Glæsileg húsgögn Úrval af kertum Unika fyrir þig Fallegu Lin Utzon ljósakúlurnar 10 cm á jólatilboði 2 fyrir 1 jólagjöfin í ár Opið til kl 22.00 alla daga frá og með laugardeginum 15. des. Nýtt kortatímabil
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.