Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 69

Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 69
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 37 Valdhroki bæjaryfirvalda á Akureyri UMRÆÐAN Skipulagsmál Í tengslum við yfirlýs-ingu skipulags- og byggingarfulltrúa Akur- eyrarbæjar í frétt í aðal- fréttatíma sjónvarpsins þann 27.11.2007 vill Svefn og heilsa ehf. taka eftirfarandi fram: Það er rangt er kom fram í máli skipulags- og byggingarfulltrúa Akureyrar- bæjar að bærinn sé „bitbein“ tveggja aðila sem eru að deila. Stöðvun framkvæmda við Gler- ártorg hafði ekkert með deilu á milli tveggja einkaaðila að ræða. Hið rétta er að niðurstaða úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, þar sem bygg- ingarleyfi fyrir framkvæmdum á Gleráreyrum 1 var fellt úr gildi, tengist einvörðungu deilum bæj- aryfirvalda og Svefns og heilsu. Aðdragandi málsins er sá að SMI ehf. (Glerártorg) gerði til- lögu að nýju deiliskipulagi á Gler- áreyrum í samráði við bæjaryfir- völd á Akureyri er síðar var samþykkt í bæjarstjórn. Augljóst er að SMI sem er samkeppnisað- ili Svefns & heilsu gerir deili- skipulagið eingöngu með eigin hagsmuni að leiðarljósi og ekkert er tekið tillit til hagsmuna Svefns & heilsu á svæðinu. Bæjaryfir- völd hafi við þessa vinnu virt að vettugi hagsmuni Svefns & heilsu og látið hjá líða að reyna að ná sátt sem allir lóðarhafar á svæð- inu gátu sætt sig við. Slík vinnu- brögð eru varhugaverð, ekki síst í ljósi þess að deiliskipulagið byggði á hagsmunum SMI ehf. Þrátt fyrir að það væri hafið yfir vafa að Svefn og heilsa ætti bæði lóðarréttindi og mannvirki á umræddu svæði, sem m.a. áttu að víkja þegar hið nýja skipulag kæmi til fram- kvæmda, þá hefur Akur- eyrarbær ítrekað reynt að fá málum vísað frá úrskurðarnefnd í skipu- lags- og byggingarmál- um á þeim forsendum að félagið eigi ekki hags- muna að gæta á svæð- inu. Þannig hafa bæjar- yfirvöld ítrekað reynt að komast hjá því að málið yrði tekið til efn- islegrar meðferðar á æðra stjórn- sýslustigi. Í slíkum málatilbúnaði endurspeglast valdhroki bæjar- yfirvalda, ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar að á sama tíma átti að hefja niðurrif á eigum félags- ins á svæðinu. Svefn & heilsa hafði að sjálf- sögðu áhuga á því að nýta eignir sínar á svæðinu til uppbyggingar á frekari rekstri félagsins enda um að ræða besta verslunarsvæð- ið á Akureyri – þau sjónarmið félagsins hafi hins vegar ekki átt upp á pallborðið hjá bæjaryfir- völdum og ekki verið talin þess verðug að sæta skoðun. Svefn og heilsa telur það jákvætt að versl- unarmiðstöðin á umræddu svæði skuli stækkuð, en að slíkt skuli gert á kostnað samkeppnisaðila með því að taka eignarnámi hús- næði sem nauðsynlegt er rekstri þeirra, er hins vegar alvarlegur hlutur. Svefn og heilsa telur að auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra ef bæjaryfir- völd hefðu tekið í taumana og sinnt starfi sínu. Deiliskipulag svæðisins hefði átt að vera meira í höndum bæjaryfirvalda, sem taka hefðu mátt betur tillit til annarra hagsmunaaðila á svæð- inu. Svefn og heilsa átti ekki ann- arra kosta völ en að verjast hinu nýja deiliskipulagi í þeim tilgangi að reyna að tryggja sem best rekstrargrundvöll félagsins á svæðinu. Við samþykkt nýs deili- skipulags fólst sú afstaða bæjar- yfirvalda að láta rekstrarhags- muni Svefns og heilsu sig litlu varða og vildu frekar taka þann kost að svipta félagið umráðum eigna sinna með eignarnámi, þar sem engir samningar urðu á milli aðila um uppkaup á eignum félagsins. Svefn og heilsa hefur ítrekað þurft að láta til sín taka vegna ákvarðana Akureyrarbæjar í tengslum við framkvæmdir á Gleráreyrum, í þeim tilgangi að verja eignarréttindi sín fyrir ágangi bæjaryfirvalda. Hefur félagið þurft að leita sér lög- fræðiaðstoðar í þeim tilgangi að gæta réttar síns og fá felld úr gildi leyfi til niðurrifs, sem bygg- ingaryfirvöld hafa seint og um síðir fallist á. Þá hafa bæjaryfir- völd verið treg til að grípa inn í ólögmætt niðurrif á svæðinu á þann hátt er skipulags- og bygg- ingarlög gera ráð fyrir. Slík vinnubrögð bera þess merki að bæjaryfirvöld á Akur- eyri virðast ekki hika við að tryggja hagsmuni eins aðila þó í því felist að réttindi annarra séu fótum troðin – í því felst alvar- leiki málsins öðrum þræði frem- ur. Framgangur bæjaryfirvalda á Akureyri í máli þessu, þ.m.t. framkoma í garð félagsins, hefur leitt til þess að ákveðið hefur verið að hætta rekstri þess í núverandi mynd. Höfundur er eigandi Svefns og heilsu. SIGURÐUR MATTHÍASSON UMRÆÐAN FJölmiðlar Nú eru „drukknir sjó-menn“ alveg hættir að sjást í fyrirsögnum íslenskra dagblaða. Menn „af erlendu bergi brotnir“ eða bara Pólverjar eða Lit- háar eru teknir við. „Utan- bæjarmenn“ fremja þó enn afbrot á Akureyri. Nú hef ég upplifað hvort tveggja: að vera „drukkinn sjómað- ur“ og „utanbæjarmaður“ á Akur- eyri. Ég komst aldrei í kast við lögin og get ekki sagt að á þessum æviskeiðum hafi ég fundið fyrir áberandi mikilli glæpahneigð. Ekki einu sinni þegar ég var „drukkinn utanbæjarsjómaður“ á Akureyri. Ef ég skil hlutverk blaðamanna rétt, þá er það tvíþætt: Annars vegar að lýsa einstökum staðreynd- um sem skipta máli um atburði og hins vegar að draga fram undir- liggjandi þætti eða þann lærdóm sem draga má af einstökum atburð- um. Hvað er verið að segja okkur með fréttaflutningi af þjóðerni afbrotamanna? Framdi hann afbrot- ið vegna þess að hann er frá Pól- landi? Hvers vegna skiptir þessi tiltekni eiginleiki mannsins svona miklu máli? Meira máli en að hann gangi með gleraugu, starfi í bygg- ingariðnaði, sé samkynhneigður o.s.frv.? Hvaða undirliggjandi þætti er verið að greina með því að draga fram þjóðerni afbrotamanna? Hvaða lærdóm er verið að hvetja fólk til að draga af því? Þegar ég hugsa aftur til sjó- mannsáranna og þeirra starfs- bræðra minna sem rötuðu í frétt- irnar vegna afbrota, þá stendur það upp úr að þeir hafi verið virkir alkar. Það átti að minnsta kosti við um þá sem ég þekkti. Það liggur í eðli sjúkdómsins að virk- ir alkar eru líklegir til að vera til vandræða þegar þeir eru undir áhrifum. Fyrirsagnirnar hljómuðu þó aldrei þannig að virkur alkóhólisti hafi verið handtekinn vegna óláta í miðbæ Reykjavíkur. Þeir voru sjómenn, það var skýringin á hegðun þeirra. Ég fullyrði að með því að leggja áherslu á atvinnu mannanna hafi fjölmiðlar verið að flytja rangar fréttir. Fjölmiðlar voru að draga fram þátt í persónugerð mannanna sem engu skipti um þau afbrot sem þeir voru viðriðnir. Það var ekki sjómennskan, heldur alkóhólism- inn sem varð þeim að falli. Frétta- flutningurinn varð villandi af þeim sökum. Af forystugrein Frétta- blaðsins á mánudaginn má ráða að fjölmiðlamenn séu í naflaskoðun vegna birtingar þjóðernis afbrota- manna. Í leiðinni mætti taka margs konar aðra umræðu. Dæmi: Skv. fréttum hefur fólki sem tekur geðlyf á Íslandi fjölgað undanfarið. Vænt- anlega hefur afbrotum, sem þetta fólk er viðriðið, fjölgað eitthvað líka. Það mætti taka til umræðu hvort rétt sé að fjalla um hvort brotamaður sé á geðlyfjum eða ekki, þegar fréttir eru fluttar af afbrotum. Starfsmönnum í bygg- ingariðnaði hefur sömuleiðis snar- fjölgað. Væri rétt að draga fram hvort þeir séu líklegri til að keyra fullir en aðrir? Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Drukknir sjómenn og utanbæjarmenn GRÍMUR SÆMUNDSSON ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 – 2 1 6 7 Einstakt tækifæri til að eignast Mercedes-Benz á ótrúlegu verði Bílarnir eru allir vel útbúnir með ýmsum aukabúnaði og eru sem nýir – hafa aðeins verið notaðir í tengslum við erlenda viðburði í Reykjavík. Getum boðið þessa glæsilegu bíla til afgreiðslu strax. E200 K verð: 5.580.000 tilboðsverð: 4.740.000 E350 verð: 8.670.000 tilboðsverð: 7.260.000 E280 4MATIC verð: 6.570.000 tilboðsverð: 5.590.000 ML 350 verð: 7.500.000 tilboðsverð: 5.850.000 GL 450 verð: 10.200.000 tilboðsverð: 8.200.000 E200 K verð: 6.230.000 tilboðsverð: 5.290.000 C200K verð: 5.330.000 tilboðsverð: 4.550.000 E350 4MATIC verð: 7.270.000 tilboðsverð: 6.180.000 C200K verð: 4.090.000 tilboðsverð: 3.050.000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.