Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 72

Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 72
 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR HANNES HAFSTEIN RÁÐHERRA ANDAÐIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1922 „Gleðin er vængjaður fugl sem er frjáls og fjötrast ei lætur í harðlæstu búri.“ Hannes Pétursson Hafstein var skáld, sýslumaður Ísfirðinga, al- þingismaður og fyrsti ráðherra Íslands. Oddeyrarskóli fagnaði hálfrar aldar afmæli um síðustu helgi. Gefið var út blað sem var samvinnuverkefni kenn- ara og nemenda og dagskrá sem nem- endur fluttu á sal var þeim öllum til sóma, að sögn Helgu Hauksdóttur skólastjóra. Meðal skemmtiatriða var ljóðalestur tveggja drengja úr fjar- lægum löndum, annar las á filippísku tungumáli og hinn á pólsku og síðan útskýrðu þeir efni ljóðanna á íslensku. Virðing, vinátta, víðsýni eru einkunn- arorð skólans og hann er líka leiðtoga- skóli í foreldrasamstarfi. Til vitnis um það eru gestastólar í öllum stofum sem ætlaðir eru foreldrum og öðrum gest- um. Foreldrar á Oddeyrinni höfðu lengi barist fyrir að fá skóla þangað. „Í fyrstu álmunni sem opnuð var hér í desember 1957 voru fjórar kennslu- stofur og kennarastofa en nemend- urnir 237,“ lýsir Helga. „Það varð að þrísetja skólann og kenna í kennara- stofunni en kennararnir komu saman í skrifstofu skólastjórans í frímínút- um. Svo var næsta álma tekin í notk- un 1962. Síðan hefur verið byggt við skólann smám saman. Árið 1995 kom íþróttahúsið og 2001 fengum við enn eina nýja álmu. Þar er starfsmanna- aðstaða, nýtt bókasafn, tölvuver og kennslustofur.“ Helga segir barnafjöldann á eyrinni standa nokkuð í stað. „Nemendur hafa verið 210 til 220 síðustu sjö árin. Nú er þetta einsetinn skóli með samfelldri stundaskrá og þægilegur við að eiga.“ Helga tók við stjórninni 2001. „Hér hafa bara verið fjórir skólastjórar öll þessi fimmtíu ár, að mér meðtalinni,“ segir hún. Fyrst var Eiríkur Sigurðs- son frá 1957 til 1967. Svo Indriði Úlfs- son frá 1967 til 1995. Úlfar Björnsson var frá 1995 til 2001 og þá tók ég við. Starfsmenn eru 45 og nemendur 210 svo hér er ekkert létt að tínast í fjöld- ann og það er góður andi sem ríkir inn- anhúss.“ Þruman er eitt af þeim verkfærum sem Helga segir notaða við skólann og útskýrir hvað það er. „Þruman er hluti af hvatningakerfi. Við styðjum við góða hegðun með jákvæðum hætti. Bendum á það sem vel er gert og hvetjum til góðra verka í stað þess að velta okkur upp úr því sem er gert rangt. Erum að reyna að segja ekki „ekki“ og „þetta er bannað“ heldur „Ég sé að þú kannt regl- una um að setja skóna sína upp í hillu“ svo tekið sé dæmi. Börnin safna þrum- um sem er merki með eldflaug á. Í eld- flauginni býr kraftur og í þessu sam- hengi kraftur til góðra verka.“ Ein af skrautfjöðrum skólans er for- eldrasamstarfið að sögn Helgu. Það byggist meðal annars á því að kenn- arar heimsækja nemendur áður en þeir mæta í 1. bekk. „Þannig hefjum við samskiptin á persónulegum og jákvæðum nótum,“ útskýrir hún. „Svo förum við aftur í heimsókn þegar barn- ið er að færast upp í unglingadeild. Þá er rætt um óskir, væntingar og stöðu barnsins félagslega og námslega.“ Skólabókasafnið er opið einu sinni í viku milli 16.30 og 17.30. „Þá koma for- eldrar og krakkar saman og láta sér líða vel,“ lýsir Helga og segir oft 15 til 40 manns skrifa sig í gestabókina. „Það er teflt, púslað og lesið og í mat- salnum eru snúðar og kex á boðstólum með drykkjum. Þar myndast oft kaffi- húsastemning. Við höfum þetta svona í nóvember og svo aftur frá því í janúar fram að páskum. Þetta er hugsað sem gæðastund.“ Við þökkum Helgu fyrir spjallið og óskum skólanum til hamingju með áfangann. gun@frettabladid.is ODDEYRARSKÓLI Á AKUREYRI : FIMMTÍU ÁRA AFMÆLI FAGNAÐ Á DÖGUNUM Styður við jákvæða hegðun MEÐAL NEMENDA Helga Hauksdóttir skólastjóri ásamt nemendum sjöunda bekkjar í Oddeyrarskóla á Akureyri. MYND/ÞÓRARINN TORFASON timamot@frettabladid.is Fimmtíu ár eru í dag liðin frá einstæðu björg- unarfreki sem unnið var við Látrabjarg. Breskur togari Dhoon að nafni strandaði á skeri um 100 metrum undan bjarginu daginn áður í aftakaveðri. Fimmtán menn voru um borð. Þrír þeirra fórust fyrstu nóttina, skipstjór- inn, stýrimaðurinn og einn há- seti. Þeir höfðu misst kjark- inn er þeir sáu í hvert óefni var komið og hölluðu sér að flösk- unni. Það varð þeim dýrkeypt. Bátsmaðurinn Albert Head tók að sér stjórn á mannskapnum og sýndi ráðsnilld og þrek. Fimmtán menn frá Hvallátrum og næstu bæjum undir forystu Þórðar Jónssonar á Látrum unnu mikið þrekvirki er þeim tókst að bjarga mönnunum tólf þrátt fyrir klaka- bólstra í berginu og ill- viðri. Flestir fóru niður á Flaug- arnef, um 150 m neðan við bjargbrún, þaðan sigu nokkrir niður 80 m standberg og skutu línu út í skipið úr fjörunni. Eftir henni voru skipverjar dregnir í land og hífðir upp bjarg- ið í áföngum. Á þriðja degi frá strandi skipsins komust þeir til bæjar á Látrum og voru hólpnir. ÞETTA GERÐIST 13. DESEMBER 1947 Einstætt björgunarafrek Móðir okkar, tengdamóðir og amma, María Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 14. desember klukkan 15.00. Rannveig Rist Jón Heiðar Ríkharðsson Guðbjörg Rist Jónsdóttir María Rist Jónsdóttir Hólmfríður Vigdís Rist Jónsdóttir Bergljót Rist Sveinn Atli Gunnarsson Hekla Rist Kolka Rist Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Maggýar Lárentsínusardóttur Skólastíg 23, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir frábæra umönnun. Ágúst Bjartmars Petrína Bjartmars Kristján Bjartmars Lárentsínus Ágústsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Gunnlaugur Magnússon Hornbrekkuvegi 12, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 15. desember klukkan 11.00. Guðlaug R. Gunnlaugsdóttir Ingi Vignir Gunnlaugsson Ása Jóhanna Ragnarsdóttir Róslaug Gunnlaugsdóttir Helgi Sigurður Þórðarson og afabörn. Okkar ástkæri, Eiríkur Þórðarson Gullsmára 5, Kópavogi, lést sunnudaginn 9. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þirðjudaginn 18. desember kl. 13.00. Hjartans þakkir til alls starfsfólks deildar A6 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Þórdís Sigurðardóttir Sæmundur Eiríksson Guðrún Sigríður Eiríksdóttir Steinn G. Ólafsson Herbert Eiríksson Soffía Björnsdóttir Stefanía Eiríksdóttir Þorsteinn G. Guðnason Hrafnhildur Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ásgeirs Sæmundssonar rafmagnstæknifræðings, Fornhaga 11, Reykjavík. Sæmundur Ásgeirsson Steinunn Jóhannsdóttir Ásdís Ásgeirsdóttir Helgi Árnason Haukur Ásgeirsson Ásdís Pálsdóttir Anna Guðný Ásgeirsdóttir Bjarni Á. Friðriksson Hafdís Ásgeirsdóttir Gyða Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Katrín Bílddal varð bráðkvödd á dvalarheimilinu Grund þann 7. desember. Hún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar skal bent á Bergmál, Líknar- og vinafélag, reikningur: 0117-26-1616 kt: 490294-2019. Sigurður Valgeir Jósefsson María Halldórsdóttir Eugenia Björk Jósefsdóttir Ársæll Óskarsson Þorgrímur Dúi Jósefsson Erna Björg Bjarnadóttir Heiðdís Halla Sigurðardóttir Jósef Fannar Sigurðsson Ástrós Eva Ársælsdóttir Alex Daniel Dúason Valgerður Bílddal Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Kristrún Níelsdóttir áður til heimilis á Stýrimannastíg 14, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 4. desember verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á KRAFT, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra, s: 540 1990. Páll Stefánsson Halldóra Viktorsdóttir Soffía Stefánsdóttir Georg Ólafsson Hildur Stefánsdóttir Sigurgeir Kjartansson börn og barnabörn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.