Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 76

Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 76
44 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 17. 15 Gísli Þór Ólafsson les upp úr nýrri ljóðabók sinni, Aðbókinni, á síðasta Skáldaspírukvöldinu fyrir jól í dag kl. 17.15 á Amtsbókasafn- inu á Akureyri. Aðbókin er önnur ljóðabók Gísla og hefur að geyma skarpar, hnitmiðaðar og kómískar ljóðlínur sem margir geta eflaust fundið samhljóm með. Elskulegi bangsinn Paddington hefur glatt margar kynslóðir barna síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1958. Það vita þó allir að hann hefur lengi haft einstakt lag á að koma sér í vandræði og verður engin breyting þar á í nýrri bók um kappann sem kemur út næsta sumar í tilefni af fimmtíu ára afmæli hans. Paddington er búsettur í Englandi þrátt fyrir að vera upprunalega frá Perú. Michael Bond, höfundur Paddington-bókanna, segir að nýju sögurnar endur spegli að mörgu leyti þær breytingar sem átt hafa sér stað í ensku samfélagi á þeim fimm- tíu árum sem liðin eru frá því að björninn vinalegi birtist fyrst. Paddington sjálfur býr reyndar yfir þeim öfundsverða eiginleika að eldast ekki, en samfélagið sem hann býr í hefur aftur á móti tekið breytingum sem samsvara raunveruleikanum. Því er staða Paddingtons sem innflytjanda tekin til skoðunar í nýju bókinni. Umræða um innflytjendamál hefur verið afar áberandi í Eng- landi undanfarin ár, en var varla til staðar fyrir hálfri öld. Í nýju bókinni lendir Padding- ton í því að innkaupakerran hans hverfur á dularfullan hátt. Hann tilkynnir hvarfið til lögreglunnar en tekst að koma sér í klandur með því að segja lögreglunni frá uppruna sínum. Lögreglan tekur bangsann vinalega því til yfir- heyrslu til þess að fá úr því skorið hvort hann hafi öll tilskilin leyfi til búsetu í landinu. Bond vill þó ekki meina að hann sé í sögunni að reyna að koma á framfæri skoðun sinni um stöðu innflytjenda í Englandi, enda væri slíkt óviðeigandi í barnabók. - vþ PADDINGTON Á næsta ári kemur út ný bók um bangsann. Paddington í yfirheyrslu > Ekki missa af... Upplestri Önnu Margrétar Stef- ánsdóttur úr ljóðabók hennar Engilinn minn í Dómkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Í bókinni fjallar Anna um afar persónulega lífsreynslu og veitir innsýn í sorgarferli þess sem misst hefur barn. Ljóðin lýsa á einlægan hátt innri átökum höfundar sem tekst að lokum að ná sátt og horfa með bjart- sýni fram á veginn. KÓR LANGHOLTSKIRKJU Syngur jólasöngva um helgina. MYND/SIGFÚS PÉTURSSON Jólasöngvar Kórs Lang- holtskirkju fara fram í þrí- tugasta skipti nú um helg- ina. Fyrstu jólasöngvarnir fóru fram í Landakotskirkju 1978 og voru þá nýmæli hérlendis. Þessi siður hefur nú öðlast miklar vinsældir sem sést best á þeim fjölda jólatónleika sem fara fram um land allt í ár. „Það er komin hefð fyrir þessum tónleikum og við verðum vör við að fólk kemur aftur ár eftir ár. Þetta eru ákaflega skemmtilegir tónleikar og það myndast alltaf mikil og góð stemning,“ segir Jón Stefánsson, kórstjóri og organisti í Langholtskirkju. Tónleikarnir verða með hefð- bundnu sniði í ár, enda þarf að fara varlega í allar breytingar á efnisskrá og formi tónleika sem hafa fest sig svo rækilega í sessi. Þó verður boðið upp á frumflutn- ing á jólalagi sem Glenn Miller gerði vinsælt á sínum tíma. Lagið er byggt á stefi úr 6. sinfóníu Tsjaí kovskíjs, en Jón útsetti lagið sérstaklega fyrir tónleikana. Björn Ingiberg Jónsson syngur einsöng í laginu, en hann gerði jafnframt við það íslenskan texta. Margir góðir hljóðfæraleikarar koma fram með kórnum. Má þar nefna Hallfríði Ólafsdóttur og Örnu Kristínu Einarsdóttur sem leika á flautur, Moniku Abendroth sem leikur á hörpu og Láru Bryn- dísi Eggertsdóttur sem leikur á orgel. Um létta djasssveiflu sjá Kjartan Valdemarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Enn eru ónefnd þau Bragi Bergþórs- son og Ólöf Kolbrún Harðardóttir sem syngja einsöng. Að vanda verður tónleikagest- um boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Jón segir vera komna langa hefð fyrir þessum veiting- um. „Árið 1980 héldum við jóla- tónleikana í fyrsta skipti í Lang- holtskirkju, en hún var þá enn í byggingu og til að mynda ekki búið að setja í hana glugga. Kór- inn söng þá eins og hann gat í kuldanum og svo var öllum smal- að inn í safnaðarheimilið og þar boðið upp á heitt súkkulaði og pip- arkökur til að ylja mannskapnum. Þrátt fyrir að það séu löngu komn- ir gluggar í kirkjuna höfum við haldið í þennan góða og hlýlega sið.“ Aðsóknin að jólatónleikum Kórs Langholtskirkju hefur verið afar góð alveg frá upphafi og hefur iðulega selst upp á þá. Tónleikarnir fara fram í Lang- holtskirkju annað kvöld kl. 20 og kl. 23 og svo aftur á laugardags- kvöld kl. 20 og 23. vigdis@frettabladid.is Hefð á jólum Myndlistarmaðurinn, rithöfund- urinn og háskólakennarinn dr. Enrique del Acebo Ibáñez verður með stutta kynningu á verkum sínum sem hanga uppi á kaffistofu Café Cultura í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 18. Kynn- ingin fer fram á spænsku og ensku. Á sama stað munu liggja frammi eintök af nýútkominni bók hans, Félagsfræði rótfestunnar: Kenn- ingar um uppruna og eðli borgar- samfélagsins, en bókin kom út í íslenskri þýðingu nú í vikunni. Argentínsk stemning svífur svo yfir vötnum fram á kvöld í Alþjóðahúsinu þar sem tangó- kennsla og dans hefst kl. 20. - vþ Argentínsk myndlist Ljóðskáldin Sigurður Pálsson og Óskar Árni Óskars- son lesa upp og kynna nýjar tónskreyttar ljóðaútgáf- ur í bókaversluninni Iðu, Lækjargötu 2a, í kvöld kl. 20.30. Auk þeirra kemur saxófónleikarinn Jóel Pálsson fram og leggur til tónskreytingar. Ljóðaútgáfurnar samanstanda af prentútgáfu af ljóðunum og geisladiski sem inniheldur lestur skáldanna og viðeigandi tónskreytingar. Jóel Pálsson lagði til tónskreytingar við ljóð Sigurðar Pálssonar, en Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari skreytti ljóð Óskars Árna. Áður hafa komið út í sömu ritröð ljóð Gyrðis Elíassonar með tónskreytingum Kristins Árnasonar, ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur með tónskreytingum Tómasar R. Einarssonar, ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar með tónskreytingum Sigurðar Flosa- sonar, ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur með tón- skreytingum Eðvarðs Lárussonar og ljóð Braga Ólafssonar með tónskreytingum eftir Matthías Hemstock. - vþ Ljóð tónum skreytt SIGURÐUR PÁLSSON Les upp ljóð sín í Iðu í kvöld. ALÞJÓÐAHÚSIÐ Býður upp á sýningu á argentínskri myndlist. FÖST. 14. DES. 2007 OPIÐ FRÁ KL. 21.00 // MIÐAVERÐ KR. 2000 // ALDURSTAKMARK 20 ÁRA OPIÐ FRÁ KL. 23.00 // MIÐAVERÐ KR.1500 // ALDURSTAKMARK 20 ÁRA NÝDÖNSK STÓRVIÐBURÐUR! LAUG. 15. DES.2007 STÓRVIÐBURÐUR! SENUÞJÓFARNIR ÁSAMT DANÍEL ÁGÚST MEGAS &
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.