Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 80
48 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR Höfundasmiðja Íslenska dans- flokksins og útvarspsþátturinn Hlaupanótan á Rás 1 standa fyrir óvenjulegum gjörningi á morgun þegar flutningi dansverksins Einn þáttur mannlegrar hegðunar verð- ur útvarpað beint. Við fyrstu sýn kann að virðast sem útvarpsmiðillinn og danslist- in geti vart átt samleið á annan hátt en þegar tekin eru létt spor heima í eldhúsi við ljúfa tóna ljós- vakans. Því er flutningur dans- verks í útvarpi óumdeilanlega spennandi upplifun, jafnt fyrir áhugafólk um dans og fjölmiðlun, og eiga aðstandendur gjörn- ingsins hrós skilið fyrir frum- leika og áræði. Höfundur verks- ins er hin unga og efnilega Margrét Bjarnadóttir, en dansarar í verkinu eru Aðalheiður Halldórsdóttir, Tanja Friðjóns- dóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdótt- ir. Hljóðmeistari útvarpsins er Páll Sveinn Guðmundsson. Auk þess að hlýða á flutning verksins í útvarpinu stendur áhugasömum til boða að vera við- staddir herlegheitin. Flutningur verksins fer fram á Markúsar- torginu í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1, á morgun kl. 16.13 stundvíslega og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. - vþ Mannleg hegðun Mikil bók að vöxtum, rösklega sextíu ljóð í sex afmörkuðum köflum sem bera lýsandi heiti; Himinn, Vegir, Leiðarstef, Til þín, Flæði og Heimur – þar sem meg- inþemu hvers kafla eru þessi í sömu röð; orð/ljóð/skáld, uppruni/ æska, almætti/trúarjátning/frels- un, ást/ástvinamissir/aðskilnað- ur/sorg, tími/tákn, ég um mig. Þungamiðja bókarinnar er þung- bær sorg og sú leið sem skáldið (skáldið=ljóðmælandinn, sem hvergi fer leynt með að hann er höfundurinn sjálfur í raunveru- leikanum) velur til að mæta sorg- inni og yfirvinna – í tilbeiðslu og ljóði. Þar er fólginn bæði áhrifamátt- ur bókarinnar og afmörkun; ein- læg persónuleg reynsla með grimma rót í raunveruleika sem jafnframt er einstaklingsbundin og allt að því einkamál þeirra nafngreindu einstaklinga sem hlut eiga að máli. Að baki þessar- ar bókar er raunverulegur harm- ur sem stendur höfundi hennar svo nærri að ljóðin sjálf – ekki aðeins yrkisefni þeirra og erindi heldur sjálf forsenda þeirra, til- urð og markmið (sem ljóðin sjálf fara hvergi leynt með) – eru vís- vitandi leið hans til að takast á við sorgina og „sætta sig“ við harm- inn, einlæg og barnsleg bæn til himnaföður að „ryðja sorg úr hjartaborg“ (höfundar), þar sem ljóðið sjálft er lóðið á vogarskál- ina. Ljóðin þjóna því mjög per- sónulegu erindi og afmörkuðum viðtökum, líkt og flöskuskeyti í leit að heimahöfn, eru öðrum þræði hugskeyti til látins ástvin- ar – „til þín eru ljóðin sveigð að tónum“ (57) – og eiga þá líf sitt undir því að lesandinn, ekki aðeins skynji, heldur upplifi í eigin kroppi þá útrás (kaþarsis) sem ljóðin veita skáldi sínu. En það ræðst, einsog alltaf, ekki af því hvað ljóðin mæla held- ur hvernig þau mæla – „fegurð og yndi skáldskapar er ekki að finna í viðfangsefninu sem slíku heldur þeirri meðferð er það hlýtur í skáldverkinu“ (Kr. Árnason í orðastað Ara). Og aftur reisa efn- istökin úrlausninni skorður og þrengja ráðrúm ljóðanna til áhrifa; eintal og bæn eru barns- leg tjáning sem krefur skáldskap- inn um ytra meinlæti og jafnvel einskonar sjálfsafneitun sem óhjákvæmilega slævir bit stíl- vopnsins og meinar ljóðunum að njóta eigin ágæta og sýna af sér mikla sjálfsdáð þótt sjálf orðfórn- in sefi sál og létti sorg – biðji drottin dáða. Í Skilningi (72) segir berum orðum; „yfir öllu lífsundr- inu vakir eilífur andi meðan þú og ég getum horft og hlustað án þess að skilja nokkurn skapaðan hlut“ – undir þeirri tiltrú er hlut- skipti ljóðsins æðiþröngt og and- inn „meðferðinni“ þrándur í götu. Vissulega eru þó víða fallegir ljóðrænir sprettir í þessari engil- björtu bók og himinlifandi skáld- skapur. Tærar myndir og frumleg öguð málbeiting þar sem efni- skjarninn umfaðmar eigið form og gerist ósjálfrátt talsmaður þess, með óskert umboð, að orða sjálfur framhaldið. Heilsteyptar líkingar og kenningar með lýta- lausum nýgervingum og næm náttúruskynjun sem tónelskt skáldið fellir áreynslulaust í takt- fastan sveitarbrag. Einstaka sinn- um fellur höfundur þó um eigið kolluprik eða álpast oní stuðla- gröf og lesandinn fær þá á sinnið að umgjörðin hafi keflað hann um hríð og ráði för er hún „mælir fyrir margfaldri dagsláttu í mýr- lendi hugans“ (76), sem dæmi. Hjartahlý bók og hjartnæm en ákallið of einstaklingsbundið og játningin of ber til að sigra hjarta dómarans. Sigurður Hróarsson Flöskuskeyti í leit að heimahöfn ÚTVARPSHÚSIÐ Dansi verður útvarpað úr Efstaleiti. MARGRÉT BJARNADÓTTIR Ungur og framtakssamur danshöfundur. VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR Les úr sögunni um Bíbí Ólafsdóttur á Gljúfrasteini á sunnudag. Síðustu upplestrar aðventunnar á Gljúfrasteini fara fram á sunnudaginn kemur. Höfund- arnir sem lesa úr bókum sínum að þessu sinni eru þau Jón Kalmann Stefánsson sem les úr skáldsögunni Himnaríki og helvíti, Vigdís Grímsdóttir sem les úr Sögunni um Bíbí Ólafsdóttur, Pétur Gunnarsson sem les úr ÞÞ í fátækraland- inu og Ólafur Ragnarsson sem les úr Til fundar við skáldið Halldór Laxness. Ólafi til fulltingis í lestrinum verður leikarinn Guð- mundur Ólafsson. Lesturinn hefst kl. 16 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. - vþ Síðasti upplesturinn BÓKMENNTIR Hjartaborg Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ★★★ Hjartahlý bók en ofljós BÓKMENNTIR Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson rithöfundur og útgefandi sendir frá sér sína sjöundu ljóðabók, auk ljóða- safns, þýðinga, ljóða í ljósmyndabók og barnaljóða. 7. og 8. des uppselt 30. des Gefum góðar stundir Gjafakort í Þjóðleikhúsið er frábær jólagjöf fyrir alla fjölskylduna! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ www.leikhusid.is Gjafakort fyrir tvo á Skilaboðaskjóðuna og geisladiskur á kr. 5.500 Jólatilboð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.