Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 98

Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 98
66 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR Kvennadeild Iceland Express KR-Keflavík 90-81 Stig KR: Monique Martin 65 (11 fráköst), Hildur Sigurðardóttir 6 (15 frák., 9 stoðs.), Sigrún Ámundadóttir 5 (12 frák., 4 varin), Sigur- björg Þorsteinsdóttir 4 (7 frák.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4 (6 stoðs.), Helga Einarsdóttir 3 (8 frák.), GUðrún Ósk Ámundadóttir 3 (3 stoðs., 3 varin), Stig Keflavíkur: Kesha Watson 27 (11 stoðs., 7 stolnir, 7 frák.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 17 (9 frák.), Rannveig Randversdóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12 (12 frák.), Pálína Gunnlaugsdóttir 9 (6 frák., 4 stoðs.), Marín Rós Karlsdóttir 2. Haukar-Grindavík 80-99 Hamar-Valur 63-68 Enski deildarbikarinn: West Ham-Everton 1-2 1-0 Carlton Cole (12.), 1-1 Leon Osman (40.), 1-2 1-2 Yakubu (88.). Meistaradeild Evrópu: E-riðill: Rangers-Lyon 0-3 0-1 Sidney Govou (16.), Karim Benzema (85.), 0-3 Karim Benzema (88.). Barcelona-Stuttgart 1-1 0-1 Antonio da Silva (3.). 1-1 Giovani (36.). 2-1 Samuel Eto‘o (57.). 3-1 Ronaldinho (67.). Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona, en var tekinn út af á 52. mínútu. LOKASTAÐA E-RIÐILS: Barcelona 6 4 2 00 12-3 14 Lyon 6 3 1 2 11-10 10 Rangers 6 2 1 3 7-9 7 Stuttgart 6 1 0 5 7-15 3 F-riðill: Roma-Man. Utd. 1-1 0-1 Gerrard Pique (34.), 1-1 Mancini (71.). Sporting-Dynamo Kiev 3-0 1-0 Anderson Polga (35.), 2-0 Joao Moutinho (67.), 3-0 Liedson (89.). LOKASTAÐA F-RIÐILS: Man. Utd. 6 5 1 0 13-4 16 Roma 6 3 2 1 11-6 11 Sporting 6 2 1 3 9-8 7 Dynamo Kiev 6 0 0 6 4-19 0 G-riðill: PSV-Inter 0-1 0-1 Julio Ricardo Cruz (64.). Fenerbahce-CSKA Moskva 3-1 0-1 sjálfsm. (30.), 1-1 Alex (32.), 2-1 Ugur Boral (45.), 3-1 Ugur Boral (90.). LOKASTAÐA G-RIÐILS: Inter 6 5 0 1 12-4 15 Fenerbahce 6 3 2 1 8-6 11 PSV 6 2 1 3 3-6 7 CSKA Moskva 6 0 1 5 7-14 1 H-riðill: Arsenal-Steaua 2-0 1-0 Abou Diaby (8.), 2-0 Nicklas Bendtner (42.), 2-1 Dorel Zaharia (69.). Slavia-Sevilla 0-3 0-1 Luis Fabiano (66.), Fredi Kanoute (69.), 0-3 Daniel Alves (87.). LOKASTAÐA H-RIÐILS: Sevilla 6 5 0 1 14-7 15 Arsenal 6 4 1 1 14-4 13 Slavia 6 1 2 3 5-16 5 Steaua 6 0 1 5 4-10 1 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Teitur Þórðarson, fyrrverandi þjálfari KR, var í gær kynntur sem nýr knattspyrnu- stjóri kanadíska liðsins Vancouver Whitecaps sem leikur í USL- deildinni. Teitur skrifaði undir tveggja ára samning og lýsti yfir ánægju sinni með þetta einstaka tækifæri á heimasíðu liðsins. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu starfi hjá Whitecaps og er sáttur með þá framtíðarsýn og þær hugmyndir um uppbyggingu sem forráðamenn liðsins hafa talað um. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Teitur. - óþ Kanadíska USL-deildin: Teitur tekur við hjá Whitecaps SPENNTUR Teitur bíður spenntur eftir að sanna sig. MYND/WHITECAPSFC.COM FÓTBOLTI Mikið var um dýrðir í gærkvöldi þegar lokaumferð riðlakeppni Meistaradeild- ar Evrópu fór fram. Lyon og Fenerbahce tryggðu sér síðustu lausu sætin í sextán liða úrslitunum. Barcelona var þegar búið að tryggja sér efsta sæti E-riðils þegar liðið mætti Stuttgart á Nývangi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í leiknum. Barcelona vann öruggan sigur, 3-1. Það var öllum ljóst að sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar væri í húfi þegar Rangers og Lyon mættust í stórleik kvöldsins á Ibrox vellinum í Glasgow. Gest- irnir í Lyon byrjuðu leikinn af miklum krafti og Sidney Govou fékk dauðafæri strax á fjórðu mínútu. Rangers, sem nægði jafntefli í leiknum, fékk einnig sín færi á upphafsmín- útunum, en það voru aftur á móti Frakkarnir sem opnuðu markareikninginn. Áðurnefndur Govou skoraði markið af stuttu færi eftir góðan undirbúning Karim Benzema, sem var mjög líflegur í leiknum. Skotarnir virtust talsvert slegnir út af laginu við markið og þurftu í flýti að breyta leikskipulagi sínu og reyna að sækja meira. Staðan var enn 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og Lyon var nær því að bæta við marki en Rang- ers að jafna leikinn. Benzema fór á kostum Rangers beit loks frá sér í byrjun seinni hálfleiks og Lyon bjargaði eitt sinn naumlega á línu, en heilt yfir náðu Skotarnir ekki að skapa sér nógu góð færi þrátt fyrir að vera meira með boltann. Það voru svo Frakkarnir sem nýttu sín færi og kláruðu leikinn á lokakaflanum. Benzema stal senunni og skoraði tvö mörk seint í leiknum og tryggði 0-3 sigur Lyon og sæti í sextán liða úrslit- um. Manchester United var þegar öryggt með toppsæti F-riðils þegar liðið mætti Roma á Ólympíuleik- vanginum í Róm, en Roma var einnig öruggt í sextán liða úrslitin. Sir Alex Ferguson, stjóri United, notaði tæki- færið til þess að hvíla nokkra lykilmenn liðs- ins og gefa ungum leikmönnum möguleika á að sanna sig. United skoraði eina mark fyrri hálfleiks og þar var Gerard Pique að verki með laglegu skallamarki eftir hornspyrnu. Rómverjar jöfnuðu svo metin í seinni hálfleik með marki Mancini og þar við sat. Fenerbahce fór áfram Í G-riðli stóð baráttan á milli PSV og Fen- erbahce um sæti í sextán liða úrslitum, en vonir PSV lágu í því að vinna Inter og treysta á að CSKA Moskva myndi leggja Fenerbahce að velli í Tyrklandi. Það er skemmst frá því að segja að þetta var ekki kvöld PSV, þar sem liðið tapaði örugglega gegn Inter á sama tíma og Fenerbahce vann í Tyrklandi. Arsenal og Sevilla voru þegar búin að tryggja sig upp úr H-riðli, en topp- sæti riðilsins var enn óráðið. Arsenal átti ekki í erfiðleikum með Steaua á Emirates-vellinum og vann þægilegan 2-1 sigur. Sevilla vann sinn leik einnig, 0-3, en öll mörkin komu í seinni hálfleik. omar@frettabladid.is Benzema stal senunni á Ibrox Átta leikir fóru fram í lokaumferð riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu í gærkvöldi og helst ber að nefna að Lyon og Fenerbahce tryggðu sér síðustu lausu sætin í sextán liða úrslitum keppninnar, en Rangers og PSV sátu eftir. Stórliðin Barcelona, Arsenal og Sevilla unnu sína leiki en Roma og Manchester United gerðu jafntefli. MARKAVEISLA Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona fagna hér fyrsta marki sínu í gær í 3-1 sigri liðsins. Ronaldinho var gríðarlega öflugur í leiknum og skoraði eitt og lagði upp annað. NORDICPHOTOS/AFP FÖGNUÐUR Leikmenn Arsenal fagna hér marki Danans Nicklas Bendtner í gærkvöldi, en þrátt fyrir sigurinn varð Arsenal að sætta sig við annað sætið í H-riðli á eftir Sevilla. NORDICPHOTOS/GETTY MARKASKORARI Benzema var hetja Lyon og skoraði tvö mörk. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Nýliðar KR skutu Keflavík úr toppsætinu með glæsi- legum 91-80 sigri í leik liðanna í DHL-Höllinni í toppslag Iceland Express deildar kvenna í gær- kvöldi. Bandaríski leikmaður KR, Mon- ique Martin, var gjörsamlega óstöðvandi frá fyrstu mínútu, skoraði 17 fyrstu stig KR-liðsins í leiknum og endaði með 65 stig, sem er nýtt met í efstu deild kvenna. Enginn leikmaður hafði áður náð að skora 60 stig í leik en eftir 25 stig í fyrsta leikhluta stefndi í met frá upphafi leiks. KR-liðið keyrði upp hraðann með góðum árangri eins og 28 hraða- upphlaupsstig liðsins bera merki um. Það var ótrúlegt að fylgjast með Martin, sem ætlaði augljóslega að sýna Keshu Watson og öðrum að hún væri besti leikmaður deildar- innar. Martin nýtti 24 af 37 skotum sínum og 12 af 13 vítum en hún hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skot- um sínum. Keflavíkurliðið gaf henni hins vegar ítrekað allt of mikinn tíma og þessi frábæri leik- maður þurfti ekki að láta segja sér það tvisvar. Keflavíkurkonur átti góðan endasprett og bjargaði andlitinu undir lokin en liðið vann lokaleik- hlutann með 11 stigum, 30-19, og kom muninum niður í ellefu stig. KR-konur þurftu hins vegar bara þrjú stig til þess að komast á topp- inn því Keflavík hafði unnið fyrri leikinn með þremur stigum. Þetta var sjötti sigur KR-liðsins í röð og sá níundi í tíu leikjum frá því að liðið tapaði Kanalaust með þremur stigum fyrir Íslandsmeist- urum. KR-liðið er borið uppi af Martin og Hildi Sigurðardóttur sem stjórnar leik liðsins með glæsibrag. Hildur hitti ekki vel en tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsend- ingar. Aðrar í liðinu spila flotta vörn og berjast fyrir hverjum lausum bolta og með liðsvörn eins og í gær eru nýliðunum allir vegir færir í vetur. Sigrún Ámunda dóttir (12 fráköst, 4 varin) og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (6 stoðsend- ingar) voru frábærar í vörninni og Guðrún Ósk Ámundadóttir átti góða innkomu af bekknum. Watson var með 27 stig og 11 stoðsendingar hjá Keflavík en féll engu að síður í skuggann af stór- leik Martin. Ingibjörg Elva Vil- bergsdóttir hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum og var með 17 stig en lítið gekk hjá öðrum leikmönnum liðsins. - óój Nýliðar KR komnir á toppinn í Iceland Express-deild kvenna eftir frábæran sigur gegn Keflavík í gærkvöld: Keflavík kunni engin ráð gegn Monique BARÁTTA KR-stúlkur náðu að stoppa sigur- göngu Keflavíkur og eru sjálfar komnar á topp deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.